Innlent

Davíð Þór hættir og Ei­ríkur nýr vara­for­seti

Árni Sæberg skrifar
Davíð Þór, til vinstri, og eftirmaður hans Eiríkur.
Davíð Þór, til vinstri, og eftirmaður hans Eiríkur. Vísir

Á fundi Landsréttardómara þann 23. maí 2024 var Eiríkur Jónsson kjörinn varaforseti Landsréttar frá 1. september 2024 til 1. ágúst 2027. Hann tekur við sem varaforseti af Davíð Þór Björgvinssyni Landsréttardómara, sem lætur af störfum að eigin ósk.

Þetta segir í tilkynningu á vef Dómstólasýslunnar. Þar segir að Eiríkur hafi verið skipaður Landsréttardómari árið 2019 en fram að því hafi hann starfað sem deildarforseti Lagadeildar Háskóla Íslands.

Davíð Þór hefur verið varaforseti Landsréttar frá stofnun hans þann 1. janúar árið 2018. Hann óskaði eftir því að láta af störfum í mars síðastliðnum en hann er orðinn 67 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×