Fótbolti

Dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa verið ó­lög­legur allan sinn lands­liðs­feril

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gott gengi á Afríkumótinu fék FIFA til að endurskoða hvort framherjinn væri yfir höfuð löglegur með landsliði „sínu.“
Gott gengi á Afríkumótinu fék FIFA til að endurskoða hvort framherjinn væri yfir höfuð löglegur með landsliði „sínu.“ Visionhaus/Getty Images

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur staðfesti að Emilio Nsue, fyrirliði Miðbaugs-Gíneu, hafi aldrei verið löglegur með liðinu á 11 ára landsliðsferli sínum. Nsue vann til að mynda markahæsti leikmaður Afríkukeppninnar sem fram fór fyrr á þessu ári.

Hinn 34 ára gamli Emilio Nsue López hefur komið víða við á sínum ferli en lék lengi vel með Mallarco á Spáni. Þaðan fór hann meðal annars til Middlesbrough og Birmingham City á Englandi áður en hann fór til Kýpur og svo í neðri deildirnar á Spáni þar sem hann er í dag.

Á sínum yngri árum spilaði Nsue með yngri landsliðum Spánar þar sem hann var iðinn við kolann. Alls spilaði hann 51 leik fyrir U-16 til U-21 árs landsliðin og skoraði 20 mörk. Árið 2013 spilaði hann svo sinn fyrsta A-landsleik en sá var fyrir Miðbaugs-Gíneu. Síðan þá hefur hann spilað 43 A-landsleiki og skorað í þeim 22 mörk.

Í desember sama ár sagði FIFA að Nsue væri ekki löglegur með liði Miðbaugs-Gíneu þar sem hann hefði spilað fjöldann allan af leikjum fyrir yngri landslið Spánar. Hann hélt engu að síðar áfram að spila með landsliðinu.

Í mars á þessu ári ákvað FIFA að opna málið á ný. Var Miðbaugs-Gíneu og Nsue gefinn sex daga frestur til að útskýra mál sitt en engar útskýringar bárust.

Í gær, mánudag, birti FIFA 15 blaðsíðna úrskurð þar sem Miðbaugs-Gíneu hefur verið dæmdur 3-0 ósigur í leikjum gegn Namibíu og Líberíu í undankeppni HM 2026. Leikir sem unnust 1-0 þökk sé mörkum Nsue.

Þá hefur FIFA dæmd Nsue í landsleikjabann næstu sex mánuðina sem og FeGuiFut, knattspyrnusamband Miðbaugs-Gíneu, var sektað um 150 þúsund svissneskra franka eða tæplega 23 milljónir íslenskra króna.

Alls hefur Nsue skorað 22 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Miðbaugs-Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×