Innlent

Von á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Bæjarstjórinn í Bolungarvík sagði í síðustu viku að bæjarbúum væri verulega brugðið vegna málsins en ítrekaði að engin hætta væri á ferðum. 
Bæjarstjórinn í Bolungarvík sagði í síðustu viku að bæjarbúum væri verulega brugðið vegna málsins en ítrekaði að engin hætta væri á ferðum.  Vísir/Arnar

Lögreglan á Vestfjörðum segist enn engu nær varðandi dánarorsök sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi á Bolungarvík í síðustu viku. Von er á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku. 

Fólkið hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Ábending barst frá nágranna um að ekki væri allt með felldu. Lögregla braut sér leið inn í húsið þar sem tveir einstaklingar fundist látnir. 

Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, segist ekki geta veitt neinar frekari upplýsingar um málið á þessari stundu. Hann segir að krufning hafi farið fram daginn eftir að líkin fundust en langur tími geti liðið þar til niðurstöður berast. Hann vonast þó eftir bráðabirgðaniðurstöðum í þessari viku sem geti varpað nánari ljósi á atburðarrásina. 

Þannig að þið eruð engu nær varðandi dánarorsök?

„Nei, ég held ég geti sagt það.“

Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út að ekki sé grunur um saknæmt athæfi. Helgi segir ekkert hafa breyst í þeim efnum. 


Tengdar fréttir

Voru látin í ein­hvern tíma áður en lög­regla fór inn

Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×