Innlent

Fólk streymir í Bláa lónið á ný og sér eld­gosið vel

Árni Sæberg skrifar
Eldgosið sést mætavel frá Bláa lóninu.
Eldgosið sést mætavel frá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm

Gestum verður hleypt ofan í Bláa lónið klukkan 11:30, í fyrsta skipti síðan eldgos hófst á miðvikudag. Ágætisútsýni er yfir gosstöðvarnar frá lóninu, en aðeins þeim sem eiga miða í lónið er hleypt inn á svæðið.

Greint var frá því í gær að lónið yrði opnað á ný í dag, eftir að hættumati var breytt.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis renndi suður með sjó til þess að mynda eldgosið í morgun. Í Svartsengi sá hann fjölda fólks samankominn við Bláa lónið. Á bílastæði lónsins sá hann einnig tilkomumikið eldgos.

Lítil breyting er á eldgosinu og enn töluvert hraunflæði.Vísir/Vilhelm

Ljóst er að margir vilja sjá eldgosið en aðeins þeim, sem eiga bókað í lónið, er hleypt inn á svæðið. Í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum er þó ítrekað að almenningi er ekki heimilt að ganga að gosstöðvunum frá Bláa lóninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×