Innlent

Stöðugt hraunflæði til tveggja átta

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lítil breyting er á eldgosinu og enn töluvert hraunflæði. Myndin er tekin í morgun, sunnudag. 
Lítil breyting er á eldgosinu og enn töluvert hraunflæði. Myndin er tekin í morgun, sunnudag.  Vísir/Vilhelm

Enn mallar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hraun flæðir úr þremur gosopum en tveimur gígum að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún segir stöðuna óbreytta. Hraun renni til tveggja átta. Frá syðri gíg rennur það til suðurs og suðvesturs eins og í síðasta gosi og frá nyrðri gíg rennur það til austurs.

Í fyrrinótt opnaðist sprunga við varnargarð sem Veðurstofa fylgist með. Það hefur ekki verið nein breyting á henni og ekkert komið upp úr henni að sögn Bryndísar.

Slæm veðurspá erum land allt og gul viðvörun. Í dag snýst svo í vestanátt. Þá á gasmengunin að berast til austurs og gæti orðið vart við hana um tíma í Hveragerði, á Selfossi og í Ölfusi.

Talsverð óvissa er með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is.


Tengdar fréttir

Bláa lónið opnar aftur á morgun

Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×