Fótbolti

Sjáðu mörkin þegar Real tryggði sér Evrópu­bikarinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Toni Kroos lagði upp fyrra mark Real en hann var að leika sinn síðasta leik fyrir félagið.
Toni Kroos lagði upp fyrra mark Real en hann var að leika sinn síðasta leik fyrir félagið. Vísir/Getty

Real Madrid tryggði sér í kvöld sinn fimmtánda Evrópubikar með 2-0 sigri á Dortmund í úrslitaleik. Dani Carvajal og Vinicius Jr. skoruðu mörk Real í leiknum sem fram fór í Lundúnum.

Dortmund var betri aðilinn í fyrri hálfleik í leiknum í kvöld og fór þar illa með góð marktækifæri. Í síðari hálfleik stigu leikmenn Real hins vegar upp og reynsluboltinn Dani Carvajal skoraði fyrra mark leiksins á 74. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu Toni Kroos.

Vinicius Jr. bætti öðru marki við skömmu síðar og innsiglaði sigur Real Madrid sem var að vinna sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil.

Þjálfarinn Carlo Ancelotti var að vinna sinn fimmta sigur í Meistaradeildinni en sinn þriðja með Real Madrid.

Mörkin úr úrslitaleik kvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan í lýsingu Harðar Magnússonar og Kjartans Henry Finnbogasonar.

Klippa: Mörkin úr úrslitaleik Meistaradeildarinnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×