Fótbolti

Þver­tekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari

Aron Guðmundsson skrifar
Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund fyrr í mánuðinum og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Óskar segir Manoharan hafa unnið gegn sér
Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá Haugesund fyrr í mánuðinum og aðstoðarþjálfarinn Sancheev Manoharan tók við aðalþjálfarastarfinu. Óskar segir Manoharan hafa unnið gegn sér Vísir/Samsett mynd

Sancheev Manoharan, fyrr­verandi að­stoðar­þjálfari Óskars Hrafns Þor­valds­sonar hjá norska úr­vals­deildar­fé­laginu Hau­gesund og nú­verandi aðal­þjálfari liðsins, þver­tekur fyrir full­yrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum.

Óskar Hrafn tjáði sig í fyrsta sinn um við­skilnaðinn við Haug­seund í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport í gær í kringum leik Breiða­bliks og Víkings Reykja­víkur í Bestu deild karla þar sem að hann var mættur sem sér­fræðingur.

Óskar tók við þjálfun Hau­gesund í októ­ber í fyrra og vakti það því mikla at­hygli þegar að hann hætti ó­vænt störfum hjá fé­laginu fyrr í þessum mánuði. Rík­harð Óskar Guðna­son spurði Óskar út í við­skilnaðinn í beinni út­sendingu í gær:

„Stutta svarið er það að mér fannst ekki allir ganga í takt hjá fé­laginu. Mér fannst ég feta annan veg heldur en margir aðrir þarna. Á endanum komst ég að þeirri niður­stöðu að það væri best fyrir mig að fara,“ sagði Óskar Hrafn.

Óskar hafði það á til­finningunni að Sancheev Manoharan, þá­verandi að­stoðar­þjálfari Hau­gesund sem hefur nú verið ráðinn aðal­þjálfari liðsins, hafi verið að vinna gegn sér.

„Jájá, það var mín til­finning. Ef þú myndir spyrja hann myndi hann segja eitt­hvað annað. Þetta er til­finning á móti til­finningu,“ sagði Óskar Hrafn.

Segist ekki hafa unnið gegn Óskari

Og téður Manoharan hefur nú svarað þessum um­mælum Óskars Hrafns í norskum fjöl­miðlum.

„Ég get ekkert lagt mat á til­finningar Óskar, það er hans eigin skilningur á að­stæðunum. En það sem að ég get sagt með hundrað prósent vissu er að að hvorki ég, né aðrir í starfsteyminu, vorum að vinna gegn Óskari. Þvert á móti.“

Innri skoðun hafi tekið við hjá Hau­gesund eftir brott­hvarf Óskars.

„Hvorki ég né restin af starfsteyminu hefðum fengið að taka við þjálfun liðsins að fullu til fram­búðar hefði það komið í ljós að við hefðum verið að vinna gegn Óskari.“

Martin Fauskan­ger, stjórnandi hjá Hau­gesund tekur undir orð Manoharan.

„Við höfum farið náið í saumana á tíma­bilinu frá því að Óskar var ráðinn og þangað til að hann sagði upp störfum. Við sem fé­lag sjáum ekkert sem bendir til þess að það hafi verið unnið gegn honum. Hvorki hvað varðar Manoharan eða restina af þjálfara­t­eymi liðsins. Manoharan studdi hug­mynda­fræði Óskars.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×