Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. maí 2024 10:15 Jón Gnarr sagði hvatningu um að draga sig úr kapphlaupinu ekki svara verða. Vísir/Vilhelm „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þannig lýsti Jón Gnarr hvatningu sem hann hefur fengið til að draga sig til hlés í forsetakosningunum í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær. Jón sagði um að ræða skilaboð frá stuðningsmönnum annarra framboða. „Það er verið að hvetja mig til að draga... Nú ríði á; að ef við ætlum ekki að láta Katrínu verða forseta, sem við hljótum öll einhvern veginn að vera sammála um,“ sagði Jón og hló við, „þá ríði á að gera eitthvað. Og það væri svolítið sniðugt fyrir mig að draga framboðið mitt til baka og lýsa yfir stuðningi við einhvern annan frambjóðanda.“ Jón sagðist ekki hafa svarað umræddum skilaboðum. „Mér finnst þetta ekki svara vert,“ sagði hann. „Mér finnst þetta dónaskapur. Og það var einn maður sem skrifaði mér langt bréf og ég þakkaði honum fyrir það og sagði að ég hefði hugsað mér að skrifa bók um þessar kosningar, þessa kosningabaráttu þegar henni væri lokið, og ég myndi hafa þetta bréf hans í bókinni. Og ég hef ekki heyrt í honum síðan.“ Jón kom sér hins vegar fimlega undan því að svara hvort skilaboðin hefðu komið úr einum herbúðum frekar oftar en öðrum. Heimir Már Pétursson, stjórnandi kappræðanna, spurði Baldur Þórhallsson einnig um afskipti af framboðinu hans en hann hefur áður greint frá því að hafa verið hvattur til að stíga til hliðar, ólíkt Jóni til að skapa pláss fyrir Katrínu. „Ég held að við vitum hvað „herbúðir“ þýðir,“ svaraði Baldur, spurður að því hvort um væri að ræða náin samstarfsmann Katrínar. Hann sagðist hins vegar ekki vilja nafngreina viðkomandi. Katrín sagðist ekki hafa haft vitneskju um samtalið. „Á þessum tíma var ég nú ekki einu sinni búin að ákveða að fara fram þannig að hér hefur fólk kannski verið eitthvað að fara á undan sér,“ sagði Katrín en umrætt atvik átti sér stað í mars síðastliðnum.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira