Sport

Tryggði sér sigur á heima­velli með því að skutla sér í mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Jakob Asserson Ingebrigtsen fagnar hér sigri og er ánægður með tímann sinn.
 Jakob Asserson Ingebrigtsen fagnar hér sigri og er ánægður með tímann sinn. AP/Beate Oma Dahle

Norðmenn héldu Demantamót í frjálsum íþróttum í gærkvöldi og fór það fram á Bislett leikvanginum í Osló.

Norðmenn bundu náttúrulega vonir til þess að þeirra besta fólk næði að tryggja sér sigur á heimavelli á stærsta frjálsíþróttamóti ársins í Noregi.

Ein af vonarstjörnum þeirra var millivegahlauparinn Jakob A. Ingebrigtsen.

Ingebrigtsen náði að vinna 1500 metra hlaupið í gær en hann þurfti að beita sérstökum aðferðum til þess.

Hann tryggði sér sigur á heimavelli með því hreinlega að skutla sér í mark.

Með því komst hann fram úr Keníamanninum Timothy Cheruiyot.

Ingebrigtsen fékk tímann 3:29.74 mín. en Cheruiyot var skráður með tímann 3:29.77. Sigurtími þessa norska var besti tími ársins til þessa.

Ingebrigtsen hafði verið með forystuna nær allt hlaupið en á síðustu fimmtíu metrunum leit út fyrir að Cheruiyot ætlaði að stela sigrinum.

Ingebrigtsen átti lokaorðið með því að koma láréttur yfir marklínuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×