Viðskipti innlent

Wise og Þekking orðin eitt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Jóhannes Helgi Guðjónsson forstjóri sameinaðs fyrirtækis.
Jóhannes Helgi Guðjónsson forstjóri sameinaðs fyrirtækis. Aðsend

Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust.

Í tilkynningu segir að við sameininguna verði til eitt öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki á Íslandi með tæplega 200 starfsmenn og yfir fjögurra milljarða veltu.

„Við byggjum á sterkum grunni beggja fyrirtækja og við sameininguna bætist rekstur og hýsing öruggra tölvukerfa við viðskiptalausnir og skýjaþjónustur sem Wise hefur boðið áður. Með því mun Wise vera enn betur í stakk búið til að vinna með viðskiptavinum að því að einfalda og draga úr kostnaði við rekstur tölvukerfa og viðskiptalausna. Það gefur þeim meira rými til að gera það sem skiptir þá raunverulega máli, að einbeita sér að því að selja sínar vörur og þjónustu“ segir Jóhannes Helgi Guðjónsson.


Tengdar fréttir

Ráðnir fram­kvæmda­stjórar hjá Wise

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur tilkynnt um breytingar á framkvæmdastjórn en fyrirtækið hefur ráðið Ragnar Má Magnússon inn sem framkvæmdastjóra ráðgjafasviðs.

Wise kaupir Þekkingu

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×