Fyrstu atkvæðin komin til flokkunar í Ráðhúsinu Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2024 12:20 Sturtað úr kjörkassa með utankjörfundaratkvæðum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Flokkun á um tuttugu og fimm þúsund utankjörfundaratkvæðum eftir kjördeildum hófst í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun að viðstöddum umboðsmönnum frambjóðenda. Oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir um sjö hundruð manns koma að kosningunum í borginni. Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar. Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kjörkössum með öllum utankjörfundaratkvæðum sem greidd hafa verið á höfuðborgarsvæðinu frá því atkvæðagreiðslan hófst var ekið undir eftirliti í Ráðhús Reykjavíkur í morgun. Þeir voru síðan opnaðir á slaginu klukkan hálf tíu í votta viðurvist umboðsmanna frambjóðenda. Eva Bryndís Helgadóttir segir ferlið í kringum lýðræðislegar kosningar vera fallegt.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís Helgadóttir oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir allt fara fram samkvæmt ströngustu reglum. „Það sem er að gerast núna er forvinna, rannsóknarvinna á utankjörfundaratkvæðum. Til þess að spara tíma og koma öllum atkvæðum í réttar kjördeildir. Það þarf að yfirfara að allir fylgiseðlar séu réttir og forvinna að það sé hægt að úrskurða ef eitthvað er að. Þá þarf að úrskurða um hvort þau eru mögulega ógild eða eitthvað þess háttar,“ segir Eva Bryndís. Um það bil tuttugu og fimm þúsund atkvæði voru í kjörkössunum sem þarf að koma á sinn í yfir 90 kjördeildum í Reykjavík og fjölda kjördeilda í nágrannasveitarfélögum. Kjörsókn utankjörfundar hefur verið heldur minni í aðdraganda þessara kosninga en í forsetakosningunum árið 2020. Byrjað var á því að telja atkvæðin Þau eru í tveimur umslögum. Á ytra umslagi eru upplýsingar um kjósandann þannig að atkvæði hans rati í rétta kjördeild. Atkvæðið er síðan í ómerktu innra umsalgi þannig að tryggt sé að kosningin sé leynileg.Vísir/Vilhelm Eva Bryndís segir það mikið verkefni að halda utanum kosningar í Reykjavík. „Þetta er um sjö hundruð manna teymi sem er skipulagt eins og her. Algerlega magnað fólk sem er að stýra þessu og alveg niður allt ferlið. Þetta er bara fallegt,“ segir Eva Bryndís Helgadóttir. Við sýnum skemmtilegar myndir frá forflokkun fyrstu atkvæðanna í komandi forsetakosningum í kvöldfréttum okkar.
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Tengdar fréttir Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15 Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43
Fyrstu tölur frá Reykjavík ættu að gefa góða mynd af úrslitum Fyrstu tölur frá Reykjavík eftir forsetakosningarnar á laugardag verða ekki birtar fyrr en um miðnætti. Skrifstofustjóri borgarstjórnar reiknar með að þá verði búið að telja um sextíu prósent atkvæða sem ætti að gefa nokkuð góða mynd að úrslitunum í borginni. 28. maí 2024 19:15
Undir yfirborði kosningabaráttunnar kraumi svæsinn slagur Kosningabaráttan sem nú er í gangi er kurteisisleg, áferðarfögur, og óáhugaverð á yfirborðinu að sögn Arnar Úlfars Sævarssonar hugmyndasmiðs. 28. maí 2024 21:43