Innlent

Átta hundruð manns í Bláa lóninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Bláa lóninu.
Frá Bláa lóninu. Vísir/Vilhelm

Á milli sjö og átta hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar það var rýmt upp úr klukkan ellefu. Viðvörunartónar hljómuðu í lóninu, Grindavík og við HS Orku.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir í samtali við Vísi að rýming standi yfir. Almannavarnir hafi haft samband upp úr klukkan ellefu og rýming samtímis hafist. 

Lúðrar eru samtengdir Grindavík, HS Orku og Bláa lóninu sem hafi farið í gang við þessar aðstæður. Hún telur að um 700-800 manns, gestir og starfsfólk, sé á svæðinu. 

Hún hefur ekki upplýsingar um annað en rýmingin gangi vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×