Halla les fólk eins og opna bók Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2024 11:30 Halla Tómasdóttir segist geta lesið fólk nokkuð auðveldlega og sýndi það og sannaði á blaðamanni Vísis. Sem var reyndar ekki mjög erfitt verkefni. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi hefur þann hæfileika að geta, nánast bara við að hitta manneskju, lesið hennar kosti og galla á augabragði. Þetta kemur fram í viðtali við Höllu í Morgunblaðinu. „Minn verðmætasti hæfileiki er að ég er fljót að sjá og skilja fólk og vita hverjir styrkleikar þeirra eru. En hann er kannski ekki falin þeim sem þekkja mig,“ sagði Halla í viðtali á vef Morgunblaðsins. Athyglisvert og Vísir ákvað að inna hana nánar eftir þessu atriði. Að hún þurfi ekki annað en horfa á fólk, það þurfi ekki svo mikið sem opna munninn og hún viti hvern mann viðkomandi hefur að geyma? Halla hlær þegar þetta er borið undir hana en hún var þá í stólnum hjá þekktasta hárgreiðslumanni landsins, Svavari Erni. „Ég held að ég hafi nú ekki orðað þetta alveg svona.“ Ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu „Ég sagði eitthvað á þá leið að ég hefði engan fyndinn leyndan hæfileika en ég er frekar góð að lesa fólk. Stundum gæti ég fundið styrkleika fólks, frekar en ég vissi allt um það. Það var það sem ég átti við.“ Halla segir þetta tengjast áratugalangri reynslu við að ráða fólk og umgangast. Og hún tekur fram að hún hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. „Alls ekki. En ég hef sterkt innsæi þegar kemur að því að skynja fólk.“ Þetta er athyglisvert. Halla telur að þetta sé hugsanlega spurning um að virkja innsæið og finna orku viðkomandi. „Án þess að vera of háfleygur. Ýmislegt bendir til þess að þessar tvær, Halla og Katrín, muni takast á um húsbóndavaldið á Bessastöðum.vísir/vilhelm En þegar maður hefur unnið eins lengi og ég við að ráða fólk, og vera innan um fólk, þá ertu með einhverja ramma, einhverja hugsun: er þetta extróvert, intróvert, manneskja sem notar rökhugsunina fyrst eða tilfinninguna, býr hún yfir sköpunargáfu, er þetta manneskja sem dæmir fyrst eða hlustar fyrst… Þetta eru einhverjir ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu sem maður mátar fólk við. En þetta er fyrst og fremst innsæi.“ Les blaðamann eins og opna bók Halla segir að fólk beri þetta að miklu leyti utan á sér, án þess jafnvel að gera sér grein fyrir því; það sem við segjum er lítill hluti þess sem fólk sér og heyrir. Orðin eru ekki nema lítill hluti þess sem finna má í fari fólks. Ók, gerum smá prufu. Hvernig ertu að lesa mig? „Já, nú þekki ég þig en … ég sé að þú ert duglegur.“ Rétt. „Þú hefur ríka réttlætiskennd.“ Rétt. „Og svo hefuðu kannski örlitla mótþróaröskun.“ Jaaaaá, það má nú kannski deila um það... „Það er auðvelt að lesa fólk sem er úthverft. Við berum aðeins meira utan á okkur en hinir. En ég skynja hvað hvað kveikir í fólki og þá sérðu styrkleika þeirra.“ Líst ekki á dómhörkuna sem hlaupin er í baráttuna En að þessu sögðu, nú eru fáeinir dagar til kosninga og nú virðist róðurinn vera að þyngjast svo um munar? „Á alvarlegri nótunum … já, ég upplifi skjálfta í tilteknum herbúðum. Við ákváðum frá upphafi, og það eru skýr skilaboð, að við förum aldrei í að ata neina frambjóðendur auri. Við erum að keyra á gleðinni sem er mikilvægt. Ég skil ekki að maður þurfi að níða skóinn af öðrum til að lyfta sínum hæfileikum.“ Halla hafði komið auga á þessa viðleitni í Pallborði Vísis fyrir hálfum mánuði og taldi þá einsýnt að einhver væri ekki að segja satt, einhver hafði sleppt tröllum sínum lausum. Halla segist beinlínis hafa skorað á sitt fólk að það væri ekki heillavænlegt að ráðast að mótframbjóðendum, þvert á móti væri heillavænlegra að lyfta þeim. „Þannig getum við verið börnum okkar fyrirmynd. Ég er hugsi yfir þessari hörku sem hefur komið upp í þessu framboði. Það hversu mikil dómharka ríkir er ekki að hjálpa andlegri heilsu fólki. Ég hef miklu meiri trú á því að það sé árangursríkara að horfa á styrkleika og engin þörf að níða skóinn af einum né neinum,“ segir Halla Tómasdóttir. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Höllu í Morgunblaðinu. „Minn verðmætasti hæfileiki er að ég er fljót að sjá og skilja fólk og vita hverjir styrkleikar þeirra eru. En hann er kannski ekki falin þeim sem þekkja mig,“ sagði Halla í viðtali á vef Morgunblaðsins. Athyglisvert og Vísir ákvað að inna hana nánar eftir þessu atriði. Að hún þurfi ekki annað en horfa á fólk, það þurfi ekki svo mikið sem opna munninn og hún viti hvern mann viðkomandi hefur að geyma? Halla hlær þegar þetta er borið undir hana en hún var þá í stólnum hjá þekktasta hárgreiðslumanni landsins, Svavari Erni. „Ég held að ég hafi nú ekki orðað þetta alveg svona.“ Ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu „Ég sagði eitthvað á þá leið að ég hefði engan fyndinn leyndan hæfileika en ég er frekar góð að lesa fólk. Stundum gæti ég fundið styrkleika fólks, frekar en ég vissi allt um það. Það var það sem ég átti við.“ Halla segir þetta tengjast áratugalangri reynslu við að ráða fólk og umgangast. Og hún tekur fram að hún hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. „Alls ekki. En ég hef sterkt innsæi þegar kemur að því að skynja fólk.“ Þetta er athyglisvert. Halla telur að þetta sé hugsanlega spurning um að virkja innsæið og finna orku viðkomandi. „Án þess að vera of háfleygur. Ýmislegt bendir til þess að þessar tvær, Halla og Katrín, muni takast á um húsbóndavaldið á Bessastöðum.vísir/vilhelm En þegar maður hefur unnið eins lengi og ég við að ráða fólk, og vera innan um fólk, þá ertu með einhverja ramma, einhverja hugsun: er þetta extróvert, intróvert, manneskja sem notar rökhugsunina fyrst eða tilfinninguna, býr hún yfir sköpunargáfu, er þetta manneskja sem dæmir fyrst eða hlustar fyrst… Þetta eru einhverjir ómeðvitaðir kvarðar í höfðinu sem maður mátar fólk við. En þetta er fyrst og fremst innsæi.“ Les blaðamann eins og opna bók Halla segir að fólk beri þetta að miklu leyti utan á sér, án þess jafnvel að gera sér grein fyrir því; það sem við segjum er lítill hluti þess sem fólk sér og heyrir. Orðin eru ekki nema lítill hluti þess sem finna má í fari fólks. Ók, gerum smá prufu. Hvernig ertu að lesa mig? „Já, nú þekki ég þig en … ég sé að þú ert duglegur.“ Rétt. „Þú hefur ríka réttlætiskennd.“ Rétt. „Og svo hefuðu kannski örlitla mótþróaröskun.“ Jaaaaá, það má nú kannski deila um það... „Það er auðvelt að lesa fólk sem er úthverft. Við berum aðeins meira utan á okkur en hinir. En ég skynja hvað hvað kveikir í fólki og þá sérðu styrkleika þeirra.“ Líst ekki á dómhörkuna sem hlaupin er í baráttuna En að þessu sögðu, nú eru fáeinir dagar til kosninga og nú virðist róðurinn vera að þyngjast svo um munar? „Á alvarlegri nótunum … já, ég upplifi skjálfta í tilteknum herbúðum. Við ákváðum frá upphafi, og það eru skýr skilaboð, að við förum aldrei í að ata neina frambjóðendur auri. Við erum að keyra á gleðinni sem er mikilvægt. Ég skil ekki að maður þurfi að níða skóinn af öðrum til að lyfta sínum hæfileikum.“ Halla hafði komið auga á þessa viðleitni í Pallborði Vísis fyrir hálfum mánuði og taldi þá einsýnt að einhver væri ekki að segja satt, einhver hafði sleppt tröllum sínum lausum. Halla segist beinlínis hafa skorað á sitt fólk að það væri ekki heillavænlegt að ráðast að mótframbjóðendum, þvert á móti væri heillavænlegra að lyfta þeim. „Þannig getum við verið börnum okkar fyrirmynd. Ég er hugsi yfir þessari hörku sem hefur komið upp í þessu framboði. Það hversu mikil dómharka ríkir er ekki að hjálpa andlegri heilsu fólki. Ég hef miklu meiri trú á því að það sé árangursríkara að horfa á styrkleika og engin þörf að níða skóinn af einum né neinum,“ segir Halla Tómasdóttir.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent