Körfubolti

Martin og fé­lagar töpuðu fyrsta leik undan­úr­slitanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin átti fínan leik í kvöld.
Martin átti fínan leik í kvöld. Mathias Renner/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín máttu þola tap gegn Chemnitz í fyrsta leik undanúrslita þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Alba Berlín sópaði Bonn út í átta liða úrslitum og mætti því fullt sjálfstrausts til leiks í kvöld. Það sjálfstraust virtist gufa upp í öðrum leikhluta þar sem ekkert gekk upp sóknarlega hjá Martin og félögum á meðan Chemnitz gekk á lagið.

Á endanum vann Chemnitz 13 stiga sigur, lokatölur í kvöld 82-95. Martin skoraði 10 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 1 fráköst. Stigahæstur í liði Alba Berlín var Sterling Brown með 24 stig á meðan Kevin Yebo var stigahæstur hjá Chemnitz með 23 stig.

Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×