Innlent

Tók myndir af fólki á skemmti­stað í leyfis­leysi

Lovísa Arnardóttir skrifar
Það finnst ekki öllum jafn gaman að láta mynda sig.
Það finnst ekki öllum jafn gaman að láta mynda sig. Vísir/Getty

Fólk virðist víða hafa verið að skemmta sér í gær í höfuðborginni miðað við það sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Alls bárust níu hávaðakvartanir til lögreglu víða um borgina auk þess sem töluverður fjöldi var stöðvaður við akstur vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Í miðbæ Reykjavíkur var svo tilkynnt um líkamsárás á skemmtistað og karlmann sem tók myndir af fjölda fólks án leyfis á skemmtistað.

Þá var annar staðar í borginni tilkynnt um aðila sem beraði sig í Fossvogi og mann að stela hjóli í Laugardal. Í Breiðholti var svo tilkynnt um verulegar skemmdir á bifreið en búið var að brjóta allar rúður og fjarlægja framstuðara bifreiðarinnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.


Tengdar fréttir

Sex handteknir í átaki gegn ólöglegri atvinnustarfsemi

Sex aðilar voru handteknir í átaki lögreglunnar gegn ólöglegri atvinnustarfsemi í gær. Allir voru þau lausir að lokinni skýrslutöku. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn á veitingastað og tveir fyrir ofbeldi í heimahúsi.

Svipað og frekar ró­leg haust­lægð

Hvassviðrinu á landinu vestanverðu í dag svipar til frekar rólegrar haustlægðar, að sögn veðurfræðings. Á sama tíma er útlit fyrir steikjandi hita og sólskin norðan heiða alla helgina.

Réðst í tvígang á starfsmann verslunar í Skeifunni

Alls eru átta vistaðir í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála sem komu upp í gærkvöldi og í nótt. Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum um til dæmis þjófnað út matvöruverslun, akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og innbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×