Brottfall ungra karla á Íslandi úr námi hæst í Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 08:09 Hlutfall karlmanna sem ekki fer í háskólanám eða hættir því er með því hæsta á Íslandi innan Evrópu. Vísir/Vilhelm Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024. Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Hæst er hlutfall brottfalls ungs fólks í Tyrklandi þar sem það er 19,5 prósent. Í Rúmeníu er það 16,6 prósent og á Íslandi 15,8 prósent. Það þriðja hæsta í Evrópu. Innan Evrópusambandsins er hlutfallið hæst í Rúmeníu. Ef litið er til karla og kvenna má sjá að hlutfall karla sem flosna upp úr námi er hæst á Íslandi innan Evrópu eða 22,1 prósent. Á eftir Íslandi eru Tyrkir með um 20 prósent og svo Þýskaland með um 15 prósent. Lægst er hlutfallið meðal karla í Króatíu þar sem það er 2,8 prósent. Hlutfall kvenna sem flosnar upp úr námi á Íslandi er níu prósent en er hæst í Rúmeníu þar sem það er 16,7 prósent. Hlutfall karla sem flosna upp úr námi eftir menntaskóla hefur í raun verið með því hæsta á Íslandi síðustu tíu árin. Árið 2014 var það 24,4 prósent og lækkaði svo og hækkaði til skiptis næstu ár. Mest var það 27,6 prósent árið 2018 en minnst 17,8 prósent árið 2020. Í dag er það 22,1 prósent og er það hæsta í Evrópu. Hlutfall kvenna sem flosnað hafa upp úr námi á sama tímabili hefur mest verið 14,5 prósent árið 2018 en minnst 8,9 prósent árið 2020. Í dag er það níu prósent. Ef staðan er skoðuð á öðrum Norðurlöndum má sjá að staðan er svipuð í Noregi og Danmörku meðal kvenna en hlutfallið er aðeins lægra í Svíþjóð þar sem það er 6,2 prósent og Finnlandi þar sem það er 7,3 prósent. Hjá körlum er staðan allt önnur á öðrum Norðurlöndum. Brotfallið er aðeins um 11 prósent í Danmörku og Finnlandi og enn lægra í Svíþjóð þar sem það er 8,6 prósent. Hæst er það, utan Íslands, í Noregi þar sem það er 14,6 prósent. Vilja að brottfall séu um níu prósent Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu á meðal ungs fólks nú 9,5 prósent og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að lækka hlutfall brottfalls í níu prósent árið 2030 og er meðaltalið því að nálgast það. Staðan er þó mjög ólík á milli landa. 16 lönd hafa náð þessu takmarki nú þegar og er hlutfallið lægst í Króatíu þar sem það er tvö prósent. Á Íslandi er það 15,8 prósent og því nokkuð í land. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar er meðaltalið í Evrópu nú 9,5 prósent á meðal ungs fólks og hefur farið lækkandi jafnt og þétt síðustu tíu árin. Árið 2013, þegar það var hæst, var það 11,8 prósent. Hlutfall þeirra sem hætta snemma í námi í Evrópusambandinu og í Evrópu. Sjá má hlutafall Íslands lengst til hægri. Mynd/Eurostat Ef litið er til einstakra landa segir í umfjöllun Eurostat að fimmtán lönd hafi náð að minnka hlutfallið á þessu tímabili. Best hafi gengið í Portúgal en þar hafi hlutfallið minnkað um 10,9 prósent, svo á Spáni um 9,9 prósent, Möltu um 7,1 prósent. Hlutfallið hækkaði svo í þremur löndum. Mest í Þýskalandi þar sem það hækkaði um þrjú prósent. Í Danmörku hækkaði það svo um 2,2 prósent og um 1,5 prósent í Slóveníu. Næstverst á Íslandi utan ESB Í umfjölluninni eru svo tekin með Sviss, Noregur og Ísland sem eru í Evrópu en ekki í Evrópusambandinu. Verst er staðan á Íslandi þar sem hlutfallið er rétt um 16 prósent. Í Noregi er það um 13 prósent en í Sviss aðeins um fimm prósent. Þá kemur einnig fram í umfjölluninni að 16 lönd hafi náð níu prósenta takmarkinu. Lægst er hlutfallið í Króatíu þar sem það er aðeins tvö prósent, í Póllandi og Grikklandi er það svo 3,7 prósent og fjögur prósent á Írlandi. Fleiri karlmenn en konur Hæsta hlutfall brottfalls innan Evrópusambandsins er í Rúmeníu þar sem það er 16,6 prósent. Á eftir þeim koma svo Spánn með 13,7 prósent, Þýskaland með 12,8 prósent og Ungverjaland með 11,8 prósent. Fram kemur í greiningu Eurostat að fleiri karlmenn en konur hafi flosnað upp úr námi. Hlutfallið er því 11,3 prósent meðal karla en 7,7 prósent meðal kvenna. Tekist hefur að lækka hlutfallið meðal bæði karla og kvenna frá árinu 2013 en þá var það 13,6 prósent meðal karla og tíu prósent meðal kvenna. Hlutfallið er í flestum löndum lægra meðal kvenna en karla en í nokkrum var hlutfallið nærri jafnt. Það var í Rúmeníu, Tékklandi, Grikklandi og Búlgaríu. Hér er hægt að skoða tölur frá hverju landi. Fréttin hefur verið leiðrétt og bætt við upplýsingum um hlutfall meðal ólíkra kynja. Uppfært klukkan 09:53 þann 24.5.2024.
Evrópusambandið Háskólar Skóla- og menntamál Tyrkland Rúmenía Spánn Írland Þýskaland Danmörk Slóvenía Malta Noregur Grikkland Pólland Króatía Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira