Rýna í aðgerðir almannavarna síðustu sex mánuði á Reykjanesi Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2024 12:48 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stýrir fundinum. Vísir/Vilhelm Í dag fer fram rýnifundur ríkislögreglustjóra á aðgerðum almannavarnadeildar og annarra viðbragðsaðila á aðgerðum síðustu sex mánaða á Reykjanesi. Dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Um 70 manns sitja fundinn í heild sinni. Fundarstjóri er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra almannavarna, Hjördísi Guðmundsdóttur, eru á fundinum öll þau sem hafa á einhvern hátt komið að aðgerðunum síðasta hálfa árið. „Þetta er þriðji rýnifundurinn sem haldinn er vegna jarðhræringa á Reykjanesi, rýnin er hluti af þrepaskiptu kerfi við rýni á aðgerðir viðbragðsaðila,“ segir í svari Hjördísar. Fjallað er um slíka rýni í lögum um almannavarnir en þar segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra skuli „án tafar og innan mánaðar eftir að almannavarnastigi hefur verið aflétt halda rýnifund með fulltrúum viðbragðsaðila sem virkjaðir voru vegna aðgerða eða fyrirhugaðra aðgerða. Ef sérstök ástæða er talin til er heimilt að halda slíkan fund þótt almannavarnastigi hafi ekki verið aflétt.“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Vísir/Vilhelm Þá segir einnig í lögunum að það skuli veita viðkomandi viðbragðsaðilum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um gæði viðbragða. Á fundinum á samkvæmt lögum að skrifa fundargerð sem svo á að afhenda til viðkomandi viðbragðsaðila, stjórnar samhæfingar- og stjórnstöðvar og ráðherra. Ríkislögreglustjóri hefur svo samkvæmt lögunum eftirlit með því að viðbragðsaðilar geri viðunandi úrbætur í samræmi við niðurstöðu rýnifundar. Samkvæmt lögum er einnig heimild um að fá ytri aðila til að framkvæma rýni ef þörf er á. Þétt dagskrá Dagskrá fundarins er samkvæmt Hjördísi nokkuð þétt. Farið er yfir farin veg og svo skipulögð hópavinna þvert yfir alla þá verkþætti sem mest hafa verið áberandi í vinnunni síðustu sex mánuði. Þau sem eru á staðnum eru meðal annars viðbragðsaðilar sem hafa unnið í Samhæfingarstöð, aðgerðarstjórn á Reykjanesi og vettvangsstjórn í Grindavík. Þá eru einnig á fundinum bæjarstjórar sveitafélaganna á Suðurnesjum, starfsmenn Grindavíkurbæjar, starfsmenn frá veitufyrirtækjunum, starfmenn frá Veðurstofu Íslands, ríkislögreglustjóri, starfsmenn ríkislögreglustjóra og Almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Grindavík Tengdar fréttir „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. 23. maí 2024 08:57 „Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. 21. maí 2024 15:30 Íbúar undirbúa hópmálsókn vegna uppkaupa í Grindavík Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík. Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína. 21. maí 2024 14:40 Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra almannavarna, Hjördísi Guðmundsdóttur, eru á fundinum öll þau sem hafa á einhvern hátt komið að aðgerðunum síðasta hálfa árið. „Þetta er þriðji rýnifundurinn sem haldinn er vegna jarðhræringa á Reykjanesi, rýnin er hluti af þrepaskiptu kerfi við rýni á aðgerðir viðbragðsaðila,“ segir í svari Hjördísar. Fjallað er um slíka rýni í lögum um almannavarnir en þar segir að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra skuli „án tafar og innan mánaðar eftir að almannavarnastigi hefur verið aflétt halda rýnifund með fulltrúum viðbragðsaðila sem virkjaðir voru vegna aðgerða eða fyrirhugaðra aðgerða. Ef sérstök ástæða er talin til er heimilt að halda slíkan fund þótt almannavarnastigi hafi ekki verið aflétt.“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Vísir/Vilhelm Þá segir einnig í lögunum að það skuli veita viðkomandi viðbragðsaðilum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri um gæði viðbragða. Á fundinum á samkvæmt lögum að skrifa fundargerð sem svo á að afhenda til viðkomandi viðbragðsaðila, stjórnar samhæfingar- og stjórnstöðvar og ráðherra. Ríkislögreglustjóri hefur svo samkvæmt lögunum eftirlit með því að viðbragðsaðilar geri viðunandi úrbætur í samræmi við niðurstöðu rýnifundar. Samkvæmt lögum er einnig heimild um að fá ytri aðila til að framkvæma rýni ef þörf er á. Þétt dagskrá Dagskrá fundarins er samkvæmt Hjördísi nokkuð þétt. Farið er yfir farin veg og svo skipulögð hópavinna þvert yfir alla þá verkþætti sem mest hafa verið áberandi í vinnunni síðustu sex mánuði. Þau sem eru á staðnum eru meðal annars viðbragðsaðilar sem hafa unnið í Samhæfingarstöð, aðgerðarstjórn á Reykjanesi og vettvangsstjórn í Grindavík. Þá eru einnig á fundinum bæjarstjórar sveitafélaganna á Suðurnesjum, starfsmenn Grindavíkurbæjar, starfsmenn frá veitufyrirtækjunum, starfmenn frá Veðurstofu Íslands, ríkislögreglustjóri, starfsmenn ríkislögreglustjóra og Almannavarnarsviðs ríkislögreglustjóra.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjanesbær Suðurnesjabær Vogar Grindavík Tengdar fréttir „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. 23. maí 2024 08:57 „Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. 21. maí 2024 15:30 Íbúar undirbúa hópmálsókn vegna uppkaupa í Grindavík Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík. Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína. 21. maí 2024 14:40 Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. 23. maí 2024 08:57
„Ber þess merki að eitthvað sé mjög nálægt því að bresta“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir aukinn þrýsting í borholum HS veitna á Svartsengi í morgun bera þess merki um að jarðskorpan sé mjög nálægt því að bresta. Hann segir þá sem dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfirgefa bæinn á fimmtán mínútum. Grindavík sé ekki staður fyrir partýstand né börn. 21. maí 2024 15:30
Íbúar undirbúa hópmálsókn vegna uppkaupa í Grindavík Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík. Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína. 21. maí 2024 14:40
Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. 21. maí 2024 12:36