Utan vallar: Landsliðsþjálfarinn sem nennir ekki að koma til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 12:01 Åge Hareide eins og hann birtist landsmönnum í kvöldfréttum RÚV í gær. rúv Ef það er eitthvað sem maður saknar ekki frá covid-tímanum eru það fjarfundirnir. Reyndar saknar maður einskis frá covid-tímanum en það er önnur saga. En helvítis fjarfundirnir. Áður rykföllnu forritin Teams og Zoom voru dregin fram, fólk kom sér fyrir nývaknað með úfið hár og í náttbuxum, sumir jafnvel enn uppi í rúmi, „heyrist ekki alveg örugglega í mér?“, rétta upp rafræna hendi, einhverjir með flippaðan bakgrunn og svo framvegis. Ekki beint sælar minningar. En svona var þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Gomma viðtala og heilu blaðamannafundirnir voru teknir í þessum hliðarveruleika. Maður hélt að fjarfundirnir heyrðu sögunni til. Væru eitthvað sem gripið væri til í algjörri neyð. Þess vegna brá manni eilítið í brún þegar KSÍ boðaði til fjölmiðlafundar í gær, á Teams, þar sem landsliðsþjálfari karla, Åge Hareide, sat fyrir svörum vegna hópsins sem hann valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi. Snýst um virðingu Og Hareide svaraði spurningum íslenskra fjölmiðla í gegnum tryllitækið Teams, frá heimili sínu einhvers staðar í Noregi. Eins og hann hefur reyndar gert síðan hann tók við íslenska landsliðinu fyrir rúmu ári. Því það er nefnilega eins og Åge Hareide nenni ekki að koma til Íslands, nema þegar það eru landsleikir hér á landi. Það eru auðvitað til stærri vandamál í heiminum en að landsliðsþjálfari Íslands sem er búsettur erlendis komi ekki til landsins til að sitja blaðamannafundi. En þetta er fremur klént eins og Jón Viðar sagði í denn. Þetta snýst nefnilega um virðingu fyrir starfinu, vinnuveitendunum í KSÍ og fólkinu sem fylgist með og styður landsliðið. Hareide ásamt íslenskum fjölmiðlum. Ferilskrá Hareides er glæsileg, hann hefur unnið titla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, komið danska landsliðinu á HM, þjálfað í Meistaradeild Evrópu og svo mætti áfram telja. Að vera landsliðsþjálfari Íslands er langt, langt frá því að vera stærsta verkefnið á löngum ferli Hareides. Og það er eins og hann nálgist starfið dálítið þannig. Það er tilfinning sem maður fékk aldrei þegar Lars Lagerbäck og Erik Hamrén stýrðu landsliðinu. Þeir mættu alltaf til landsins, svöruðu spurningum, gáfu af sér, létu sjá sig, sýndu lit. Eitthvað sem Hareide mætti gera meira af. Er honum annt um kolefnisfótsporið? Síðan hann var kynntur sem landsliðsþjálfari hefur hann varla komið til landsins til að svara spurningum vegna hópa sem hann hefur valið. Nánast alltaf hefur fjarfundur verið látinn duga. Það er í lagi í eitt og eitt skipti en það er öllu verra þegar þetta er komið upp í vana. Og það er ekki eins og Hareide búi hinum megin á hnettinum. Hann býr í Noregi. Það er beint flug frá Osló. En kannski er honum bara svona annt um kolefnisfótsporið? Vissulega var bara verið að kynna hópinn fyrir vináttulandsleiki í gær en þetta eru samt leikir gegn Englandi og Hollandi. Svo var verið að ráða nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara, Davíð Snorra Jónasson. Því var bara komið áleiðis með fréttatilkynningu. Hefði ekki verið tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og boða til alvöru fjölmiðlafundar í gær? Í staðinn urðu íslenskir fjölmiðlar, og fólkið í landinu, að gera sér pixlaða útgáfu af Hareide á skjá sér að góðu, eitthvað sem var varla nothæft í sjónvarpsfréttir. Hareide er gríðarlega fær þjálfari og hefur gert þokkalega hluti með íslenska landsliðið - samt varla nóg til að verðskulda nýja samninginn sem hann var verðlaunaður með fyrr á þessu ári - en hann gefur manni færi á að setja spurningarmerki við viðhorf hans til starfsins. Svo er kannski spurning hvort einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, Icelandair, bjóði Hareide sæti á fyrsta farrými svo hann geti látið sjá sig hér á landi þegar hann tilkynnir næsta hóp sinn. Það væri allavega velkomin tilbreyting. Utan vallar KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
En helvítis fjarfundirnir. Áður rykföllnu forritin Teams og Zoom voru dregin fram, fólk kom sér fyrir nývaknað með úfið hár og í náttbuxum, sumir jafnvel enn uppi í rúmi, „heyrist ekki alveg örugglega í mér?“, rétta upp rafræna hendi, einhverjir með flippaðan bakgrunn og svo framvegis. Ekki beint sælar minningar. En svona var þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Gomma viðtala og heilu blaðamannafundirnir voru teknir í þessum hliðarveruleika. Maður hélt að fjarfundirnir heyrðu sögunni til. Væru eitthvað sem gripið væri til í algjörri neyð. Þess vegna brá manni eilítið í brún þegar KSÍ boðaði til fjölmiðlafundar í gær, á Teams, þar sem landsliðsþjálfari karla, Åge Hareide, sat fyrir svörum vegna hópsins sem hann valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi. Snýst um virðingu Og Hareide svaraði spurningum íslenskra fjölmiðla í gegnum tryllitækið Teams, frá heimili sínu einhvers staðar í Noregi. Eins og hann hefur reyndar gert síðan hann tók við íslenska landsliðinu fyrir rúmu ári. Því það er nefnilega eins og Åge Hareide nenni ekki að koma til Íslands, nema þegar það eru landsleikir hér á landi. Það eru auðvitað til stærri vandamál í heiminum en að landsliðsþjálfari Íslands sem er búsettur erlendis komi ekki til landsins til að sitja blaðamannafundi. En þetta er fremur klént eins og Jón Viðar sagði í denn. Þetta snýst nefnilega um virðingu fyrir starfinu, vinnuveitendunum í KSÍ og fólkinu sem fylgist með og styður landsliðið. Hareide ásamt íslenskum fjölmiðlum. Ferilskrá Hareides er glæsileg, hann hefur unnið titla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, komið danska landsliðinu á HM, þjálfað í Meistaradeild Evrópu og svo mætti áfram telja. Að vera landsliðsþjálfari Íslands er langt, langt frá því að vera stærsta verkefnið á löngum ferli Hareides. Og það er eins og hann nálgist starfið dálítið þannig. Það er tilfinning sem maður fékk aldrei þegar Lars Lagerbäck og Erik Hamrén stýrðu landsliðinu. Þeir mættu alltaf til landsins, svöruðu spurningum, gáfu af sér, létu sjá sig, sýndu lit. Eitthvað sem Hareide mætti gera meira af. Er honum annt um kolefnisfótsporið? Síðan hann var kynntur sem landsliðsþjálfari hefur hann varla komið til landsins til að svara spurningum vegna hópa sem hann hefur valið. Nánast alltaf hefur fjarfundur verið látinn duga. Það er í lagi í eitt og eitt skipti en það er öllu verra þegar þetta er komið upp í vana. Og það er ekki eins og Hareide búi hinum megin á hnettinum. Hann býr í Noregi. Það er beint flug frá Osló. En kannski er honum bara svona annt um kolefnisfótsporið? Vissulega var bara verið að kynna hópinn fyrir vináttulandsleiki í gær en þetta eru samt leikir gegn Englandi og Hollandi. Svo var verið að ráða nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara, Davíð Snorra Jónasson. Því var bara komið áleiðis með fréttatilkynningu. Hefði ekki verið tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og boða til alvöru fjölmiðlafundar í gær? Í staðinn urðu íslenskir fjölmiðlar, og fólkið í landinu, að gera sér pixlaða útgáfu af Hareide á skjá sér að góðu, eitthvað sem var varla nothæft í sjónvarpsfréttir. Hareide er gríðarlega fær þjálfari og hefur gert þokkalega hluti með íslenska landsliðið - samt varla nóg til að verðskulda nýja samninginn sem hann var verðlaunaður með fyrr á þessu ári - en hann gefur manni færi á að setja spurningarmerki við viðhorf hans til starfsins. Svo er kannski spurning hvort einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, Icelandair, bjóði Hareide sæti á fyrsta farrými svo hann geti látið sjá sig hér á landi þegar hann tilkynnir næsta hóp sinn. Það væri allavega velkomin tilbreyting.
Utan vallar KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira