Fyrsti stríðsþristurinn lentur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 19:17 Vélin bíður nú félaga sinna á Reykjavíkurflugvelli. Josh Fadaely-Sidhu Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við. Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við.
Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira