Schauffele hélt út og tryggði sér sigur með fugli á átjándu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 22:55 Xander Schauffele vann sitt fyrsta risamót í kvöld. Christian Petersen/Getty Images Xander Schauffele tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í kvöld er hann lék síðasta hring mótsins á sex höggum undir pari. Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari. PGA-meistaramótið Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Schauffele háði harða baráttu við Norðmanninn Viktor Hovland og Bandaríkjamanninn Bryson DeChambeau lengst framan af degi. Hovland stimplaði sig þó út úr baráttunni með skolla á átjándu braut. DeChambeau bjargaði fugli á átjándu holu og lék því hringinn samtals á sjö höggum undir pari. Með fuglinum jafnaði hann Schauffele á toppnum á samtals 20 höggum undir pari, en þá var Schauffele enn á sextándu holu. Schauffele þurfti því að næla sér í einn fugl á seinustu þremur holunum til að tryggja sér sigurinn og sleppa við bráðabana. Hann nældi í par á sextándu og sautjándu, en góð vippa á átjándu setti hann í kjörstöðu til að setja niður fugl og klára dæmið. Schauffele brást ekki bogalistinn af stuttu færi og hann tryggði sér sigurinn með fugli á seinustu holu mótsins. Bandaríkjamaðurinn tryggði sér þar með rúmar 460 milljónir króna í verðlaunafé. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti. Bryson DeChambeau hafnaði í öðru sæti á 20 höggum undir pari, einu höggi meira en Schauffele. Viktor Hovland varð þriðji á 18 höggum undir pari.
PGA-meistaramótið Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira