Gantz hótar að segja af sér vegna ósættis við Netanjahú Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 22:18 Benny Gantz er leiðtogi stjórnarandtöðuflokksins Þjóðareiningarflokksins. EPA Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur hótað að segja sig úr stríðsráði Ísraels samþykki Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels ekki áætlun um enduruppbyggingu á Gasa að stríði loknu. Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira
Gantz greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. Hann hefur að auki hótað að draga stjórnarandstöðuflokk sinn, Þjóðareiningarflokkinn, úr þjóðstjórn Ísraels samþykki forsætisráðherra ekki áætlunina fyrir 8. júní, sem er eftir sléttar þrjár vikur. Blaðamannafundurinn var haldinn skömmu eftir að Ísraelsher fann lík fjögurra gísla sem höfðu verið í haldi Hamas frá upphafi stríðsins. Á honum sagðist Gantz krefjast samþykktar sex skrefa áætlunar um hvernig Gasaströndin verði uppbyggð og stjórnað að stríði loknu. Áætlunin fæli í sér tímabundið bandarískt-evrópskt-arabískt-palestínskt kerfi borgaralegrar stjórnsýslu á Gasa meðan Ísrael færi með öryggiseftirlit. Yfirlýsing Gantz kemur einnig í kjölfar þess að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir svörum um framtíð Gasa að stríðinu loknu. Hann sagðist ekki myndu styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Hart sótt að Rafah og Jabalia Ísraelsher hefur ráðið meira en 35 þúsund Palestínumenn af dögum frá upphafi stríðsins í október samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Ísraelsher hefur síðustu vikur sótt hart að norðurhluta Gasa, einkum að borginni Rafah, en búist er við að herinn komi til með að ráðast inn í borgina þvert á vilja Bandaríkjamanna og annarra bandamanna Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar áætla að nærri 800 þúsund Palestínumenn hafi flúið borgina frá því að ísraelski herinn hóf aðgerðir þar þann 6. maí. Þá hefur herinn sótt hart að borginni Jabalia, þar sem stærstu flóttamannabúðirnar á Gasa eru staðsettar. Minnst íbúar Jabalia létu lífið í árásum Ísraela í dag og tugir særðust, hefur Reuters eftir heimildum. Árásirnar eru hluti af aðgerð Ísraelshers, sem var lýst sem „nákvæmum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum og innviðum“. „Flugher Ísraels heldur aðgerðum sínum áfram á Gasaströndinni og hefur skotið á meira en sjötíu hryðjuverkaskotmörk síðastliðinn sólarhring, þar á meðal vopnageymslur, innviðasvæði hersins, hryðjuverkamenn sem ógnuðu hermönnum IDF og hernaðarsamstæður,“ segir í yfirlýsingu frá Ísraelsher. Reuters hefur eftir heimildum að tugir Palestínumanna létust eða særðust í árásunum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Sjá meira