Fjöldi fyrirtækja hætta með Rapyd Oddný Björg Rafnsdóttir skrifar 17. maí 2024 10:00 Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísraelski færsluhirðirinn Rapyd er með útibú á Íslandi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi kaupa þjónustu af Rapyd fyrir færsluhirðingu á greiðslukortum. Það er hinsvegar að breytast hratt vegna þess að móðurfyrirtækið í Ísrael tekur beinan þátt í hernaðinum á Gaza, hefur lýst miklum stuðningi við stríðið og sagt að mannfallið þar skipti engu máli. Flestum Íslendingum finnst þessi manndráps- og hernaðarhyggja ólíðandi og viðbjóðsleg og vilja þess vegna ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd. Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu vilja um 60% Íslendinga alls ekki versla við fyrirtæki sem nota Rapyd og aðeins 6% landsmanna vilja skipta við þau. Á síðunni http://hirdir.is safnar fólk saman upplýsingum um fyrirtæki sem nota og nota ekki Rapyd. Fyrir hinn almenna neytenda er vefsíðan Hirðir.is eina leiðin til að vita hvort verið sé að skipta við Rapyd eða ekki, þar sem Rapyd hefur látið fjarlægja lógóið sitt af posum. Ef fyrirtækið er ekki inni á Hirði er um að gera að afla upplýsinga og skrá það. Á Hirði má sjá að hunduð fyrirtækja virða þennan vilja okkar neytenda og hafa hætt viðskiptum við Rapyd eða eru að vinna í að skipta. Þannig hafa á undanförnum vikum stóru verslanakeðjurnar Hagar, Byko, Fagkaup og Samkaup tilkynnt að þær séu búnar að semja við nýjan færsluhirði og breytinga þar af leiðandi að vænta hjá þeim. Þar bætast þær í hóp fjölmargra fyrirtækja sem búin eru að skipta, eins og til dæmis, IKEA, Lyf og heilsa, Apótekarinn og Gæludýr.is En betur má ef duga skal. Enn eru allt of mörg fyrirtæki og stofnanir að skipta við Rapyd. Við þurfum því að halda áfram að þrýsta á þau og hvetja til að hætta þeim viðskiptum. Ég satt að segja skil ekki hvernig stjórnendur fyrirtækja og stofnana geta réttlætt það fyrir sér og sínu starfsfólki að skipta við Rapyd, fyrirtæki sem er beinn þátttakandi í þjóðarmorði. Hvar er samkenndin og samfélagsábyrgðin? Góðu fréttirnar eru þær að fjöldi fyrirtækja og stofnana eru þegar hætt að notast við Rapyd og mörg eru á þeirri leið. Þau fyrirtæki sem eftir eru hvet ég til að gera eitthvað í málinu - strax í dag. Það er ekki margt sem ég get gert, frá innsveitum norðanlands, til að aðstoða nauðstadda á Gaza annað en að nota rödd mína og reyna að stjórna því hvert peningarnir mínir fara. Ég ætla að gera mitt allra besta. Höfundur er friðarsinni sem hefur ekki áhuga á að styðja þjóðarmorð.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun