McIlroy í baráttunni þrátt fyrir yfirvonandi skilnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 22:36 Xander Schauffele leiðir að loknum fyrsta hring á PGA-meistaramótinu. Patrick Smith/Getty Images Xander Schauffele leiðir eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi sem nú fer fram á Valhalla-golfvellinum í Louisville. Rory McIlroy er í toppbaráttunni þrátt fyrir þær fregnir að hann sé að skilja við konu sína. Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Schauffele lék manna best á fyrsta hring mótsins en hann lék fyrstu 18 holur mótsins á samtals 9 höggum undir pari. Frábær árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem hefur unnið sjö mót á ferlinum til þessa og er sem stendur í 3. sæti heimslistans í golfi. It was a record-setting day for Xander Schauffele as he shot 62 in the first round of the 2024 PGA Championship!— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2024 Samlandar hans Sahith Theegala og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á sex höggum undir pari en hvorugur er á topp 10 lista PGA-mótaraðarinnar og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir haldi dampi á morgun. Þar á eftir kemur Norður-Írinn Rory og hinn lítt þekkti Robert MacIntyre frá Skotlandi en sá situr í 84. sæti PGA-listans. Rory hefur einokað fyrirsagnirnar í aðdraganda mótsins en eins og Vísir greindi frá er hann nýbúinn að sækja skilnað frá eiginkonu sinni Ericu Stoll. Hann neitaði þó að svara spurningum um skilnaðinn á blaðamannafundi fyrir keppni dagsins. Norður-Írinn vann síðasa PGA-mótið sem fram fór á Valhalla-vellinum en það var fyrir áratug síðan. Hann vonast án efa til að endurtaka leikinn í ár. Annar dagar PGA-meistaramótsins hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira