Innlent

Hafna til­boðum í á­ætlunar­flug milli Reykja­víkur og Horna­fjarðar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Höfn í Hornafirði á blíðviðrisdegi.
Höfn í Hornafirði á blíðviðrisdegi. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem þeim bárust þeim í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í vetur. Opnað var fyrir tilboð þann 30. apríl, en þrjú tilboð bárust sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun. Til stendur að bjóða tilboðsaðilum til samningaviðræðna, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu en um er að ræða sérleyfissamning fyrir árin 2024-2027. Tilboð bárust frá Icelandair ehf., Mýflugi hf., og Norlandair. Til stendur að tilboðsaðilunum þremur til samningsviðræðna fljótlega, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024. Flugfélagið Ernir sinnir nú áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×