Tiger trúir enn á sjálfan sig: „Líður enn eins og ég geti unnið golfmót“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2024 23:30 Tiger Woods er klár í slaginn fyrir PGA Meistaramótið í golfi. Ross Kinnaird/Getty Images Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, hefur enn trú á því að hann geti unnið sinn sextánda risatitil þegar PGA-meistaramótið í golfi fer fram um helgina. Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Þessi fyrrum efsti maður heimslistans hélt áfram að skrifa söguna í síðasta mánuði þegar hann komst í gegnum niðurskurinn á The Masters 24. árið í röð. Hann endaði þó að lokum í neðsta sæti af þeim sem komust í gegn. Woods greindi hins vegar frá því á The Masters að hann ætlaði sér að taka þátt á öllum risamótum ársins í fyrsta sinn síðan 2019. Hinn 48 ára gamli Tiger Woods segist ætla að taka það jákvæða með sér af The Masters yfir á PGA-meistaramótið. Tiger Woods has arrived at the 2024 PGA Championship 🐅#PGAChamp pic.twitter.com/RPX1KlKzyo— PGA Championship (@PGAChampionship) May 12, 2024 „Mér líður enn eins og ég geti unnið golfmót. Mér líður enn eins og ég geti tekið þessi högg, eins og ég geti stjórnað stutta spilinu í kringum flatirnar og að ég geti púttað. Ég þarf bara að gera þetta alla fjóra dagana í staðin fyrir að gera þetta bara tvo daga eins og á The Masters,“ sagði Woods. PGA-meistaramótið hefst á morgun, fimmtudag og verður í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira