„Við erum allar að læra þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 16:01 Heiða Ragney Viðarsdóttir á ferðinni með boltann í leik Breiðabliks og FH í sumar. Vísir/Anton Brink Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Barbára Sól Gísladóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir úr Breiðabliki mættu í sófann til hennar, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en fimmta umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna Breiðablikskonur hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið er fullt hús, tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 14-1. Eftir 3-0 sigra í fyrstu þremur leikjum sínum þá vann liðið 5-1 sigur á Stjörnunni í síðasta leik. Þær Barbára Sól og Heiða Ragney eiga það sameiginlegt að vera báðar á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðinu. Barbára Sól kom þangað frá Selfossi en Heiða frá Stjörnunni. Helena forvitnaðist um nafn Barbáru og spurði hana hreint út hvort hún væri alíslensk. Alíslenskt nafn „Ég er alíslensk og er bara skírð í höfuðið á ömmu,“ sagði Barbára Sól Gísladóttir en var hún að leiðinni til Danmerkur áður en hún skipti yfir í Breiðablik? „Það var svona á borðinu en svo fór ég á fund með Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] og leist mjög vel á það. Ég er í námi hérna heima og það spilaði inn í,“ sagði Barbára. „Ég hef alltaf heillast af Breiðabliki, bæði sem liði og klúbb. Svo komu þau sem síðasta púslið inn í þetta,“ sagði Barbára og nefnir þar þjálfarana Nik og Eddu Garðarsdóttur. Heiða Ragney er uppalin fyrir norðan en fór suður til Reykjavíkur í nám. „Ég kláraði master í alþjóða samskiptum og skipti þá yfir í Stjörnuna. Svo var ég á smá tímamótum núna þegar samningurinn minn kláraðist. Ég var búin með námið og samninginn og hugsaði: Hvað á ég að gera næst?,“ sagði Heiða. „Vá, ég þarf breytingu“ „Ég var að skoða það að fara út og var ekkert rosalega mikið með hausinn í því að vera hérna heima. Eftir áramót var ekkert almennilegt komið upp og ég vildi ekki vera í óvissunni lengur. Þá þurfti ég að fara að taka ákvörðun og endaði á þessari,“ sagði Heiða. Hún fór á fundi hjá Breiðabliki í nóvember en var síðan ekki að pæla meira í því fyrr en eftir áramót. „Þá fann ég bara. Vá, ég þarf breytingu. Svo var líka rosalega mikil breyting á Stjörnuliðinu. Það hafði líka áhrif,“ sagði Heiða. Var ekkert ofboðslega sátt með það „Það var búið að vera plan í gangi hjá Stjörnunni og mér fannst Stjarnan ekki vera að halda áfram með það plan. Við vorum að missa stóra pósta og það var ekki verið að sækja leikmenn á því kaliberi. Ég var ekkert ofboðslega sátt með það sjálf. Ég vildi sjá meira og mér fannst það ekki gerast,“ sagði Heiða. Þær eru ánægðar með félagsskiptin sín en segja að auðvitað taki það tíma að koma sér inn í hlutina. „Ég fíla mig mjög vel í grænu. Liðið er geggjað, liðsheildin er góð, þjálfarnir geggjaðir. Toppaðstæður,“ sagði Barbára. „Þetta er frekar fyndið af því að við erum að koma inn í nýtt lið. Maður er aðlagast, hvernig menningin er og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Þær eru oft að segja við okkur: Við erum líka að læra inn á þetta,“ sagði Heiða. Þær nefna sem dæmi nýja leikkerfið hjá Blikaliðinu en allir leikmenn liðsins eru að kynnast því í fyrsta skiptið. Nik gerbreytti leikkerfi Blikaliðsins. „Bara eins og leikkerfið sem þið hafið verið að tala um. Við erum allar að læra þetta og við tvær erum því ekki þær einu sem eru að því,“ sagði Barbára. Það má horfa á allt spjallið hér fyrir ofan. Allir leikirnir í fimmtu umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 21.15, eða strax eftir leik Fylkis og Breiðabliks. Leikur Þróttar og Víkings hefst klukkan 18.00. Í dag er leikur Vals og Tindastóls klukkan 17.30 en klukkan 18.00 eru bæði leikur Þór/KA og Keflavíkur annars vegar og leikur Stjörnunnar og FH hins vegar. Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira
Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en fimmta umferðin hefst í dag með þremur leikjum, og tveir leikir eru svo á morgun. Klippa: Upphitun fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna Breiðablikskonur hafa byrjað tímabilið frábærlega en liðið er fullt hús, tólf stig af tólf mögulegum og markatöluna 14-1. Eftir 3-0 sigra í fyrstu þremur leikjum sínum þá vann liðið 5-1 sigur á Stjörnunni í síðasta leik. Þær Barbára Sól og Heiða Ragney eiga það sameiginlegt að vera báðar á sínu fyrsta tímabili með Blikaliðinu. Barbára Sól kom þangað frá Selfossi en Heiða frá Stjörnunni. Helena forvitnaðist um nafn Barbáru og spurði hana hreint út hvort hún væri alíslensk. Alíslenskt nafn „Ég er alíslensk og er bara skírð í höfuðið á ömmu,“ sagði Barbára Sól Gísladóttir en var hún að leiðinni til Danmerkur áður en hún skipti yfir í Breiðablik? „Það var svona á borðinu en svo fór ég á fund með Nik [Chamberlain, þjálfari Breiðabliks] og leist mjög vel á það. Ég er í námi hérna heima og það spilaði inn í,“ sagði Barbára. „Ég hef alltaf heillast af Breiðabliki, bæði sem liði og klúbb. Svo komu þau sem síðasta púslið inn í þetta,“ sagði Barbára og nefnir þar þjálfarana Nik og Eddu Garðarsdóttur. Heiða Ragney er uppalin fyrir norðan en fór suður til Reykjavíkur í nám. „Ég kláraði master í alþjóða samskiptum og skipti þá yfir í Stjörnuna. Svo var ég á smá tímamótum núna þegar samningurinn minn kláraðist. Ég var búin með námið og samninginn og hugsaði: Hvað á ég að gera næst?,“ sagði Heiða. „Vá, ég þarf breytingu“ „Ég var að skoða það að fara út og var ekkert rosalega mikið með hausinn í því að vera hérna heima. Eftir áramót var ekkert almennilegt komið upp og ég vildi ekki vera í óvissunni lengur. Þá þurfti ég að fara að taka ákvörðun og endaði á þessari,“ sagði Heiða. Hún fór á fundi hjá Breiðabliki í nóvember en var síðan ekki að pæla meira í því fyrr en eftir áramót. „Þá fann ég bara. Vá, ég þarf breytingu. Svo var líka rosalega mikil breyting á Stjörnuliðinu. Það hafði líka áhrif,“ sagði Heiða. Var ekkert ofboðslega sátt með það „Það var búið að vera plan í gangi hjá Stjörnunni og mér fannst Stjarnan ekki vera að halda áfram með það plan. Við vorum að missa stóra pósta og það var ekki verið að sækja leikmenn á því kaliberi. Ég var ekkert ofboðslega sátt með það sjálf. Ég vildi sjá meira og mér fannst það ekki gerast,“ sagði Heiða. Þær eru ánægðar með félagsskiptin sín en segja að auðvitað taki það tíma að koma sér inn í hlutina. „Ég fíla mig mjög vel í grænu. Liðið er geggjað, liðsheildin er góð, þjálfarnir geggjaðir. Toppaðstæður,“ sagði Barbára. „Þetta er frekar fyndið af því að við erum að koma inn í nýtt lið. Maður er aðlagast, hvernig menningin er og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Þær eru oft að segja við okkur: Við erum líka að læra inn á þetta,“ sagði Heiða. Þær nefna sem dæmi nýja leikkerfið hjá Blikaliðinu en allir leikmenn liðsins eru að kynnast því í fyrsta skiptið. Nik gerbreytti leikkerfi Blikaliðsins. „Bara eins og leikkerfið sem þið hafið verið að tala um. Við erum allar að læra þetta og við tvær erum því ekki þær einu sem eru að því,“ sagði Barbára. Það má horfa á allt spjallið hér fyrir ofan. Allir leikirnir í fimmtu umferð verða gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport á morgun klukkan 21.15, eða strax eftir leik Fylkis og Breiðabliks. Leikur Þróttar og Víkings hefst klukkan 18.00. Í dag er leikur Vals og Tindastóls klukkan 17.30 en klukkan 18.00 eru bæði leikur Þór/KA og Keflavíkur annars vegar og leikur Stjörnunnar og FH hins vegar.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Breiðablik Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Fleiri fréttir Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Sjá meira