Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2024 12:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er í opinberri heimsókn í Lundúnum. Hún hafði nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, þegar fréttastofa náði tali af honum en hann er í haldi breskra yfirvalda í örygissfangelsinu Belmarsh og þar hefur hann verið frá 2019. Stöð 2/Arnar Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. Það var í fyrra sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, lagði til að ráðist yrði í gerð skýrslunnar og Evrópuráðsþingið samþykkti. Skýrslan ber yfirskiftina "Varðhaldið á Julian Assange og kælandi áhrif þess á vernd mannréttinda í Evrópu" en skýrslan kannar einnig hvort Assange uppfylli skilyrði þess að vera svokallaður samviskufangi. Heimsókn Þórhildar Sunnu í fangelsið er liður í skýrslugerðinni en hún hafði nýlokið heimsókninni þegar fréttastofa náði tali af henni. „Þetta er alveg augljóslega hámarksöryggisfangelsi hérna í London, Belmarsh-fangelsið og það er töluverð fyrirhöfn að komast inn, þú þarft að skilja eiginlega allt eftir, við fengum að taka með okkur tölvur, það var svona nokkurn veginn það eina, engir símar, engin úr eða neitt þannig og þau taka af manni fingraför hérna og það er mikil pappírsvinna í kringum þetta allt saman.“ Assage hefur verið í haldi í Belmarsh-öryggisfangelsinu í fimm ár án sakfellingar en Bandaríkin vilja að Bretar framselji hann svo hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæru fyrir brot á njósnalögum. Assange sjálfur segir, með varðhaldinu, vegið að fjölmiðlafrelsi og vernd uppljóstrara. Vildi hann koma á framfæri einhverjum skilaboðum? „Já, hann var með skilaboð. Við ætlum nú að gefa það út í yfirlýsingu Evrópuráðið á eftir, seinna í dag, þegar ég lýk þessari opinberu heimsókn. Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur ekki virt okkur viðlits og ekki svarað okkur hérna í Evrópuráðinu. Ég er ennþá að reyna að fá þá til þess að hitta mig til að tala um þetta mál en opinbera heimsóknin lýkur á eftir og þá gefum við út yfirlýsingu og þar er að finna líka skilaboð frá Julian.“ Þórhildur Sunna segir að Assange hafi augljóslega verið þreyttur en í góðu formi miðað við aðstæður. „Hann hefur hlýja og góða nærveru, Julian Assange, það er gott að tala við hann. Hann er augljóslega mjög upptekinn af þeim málstað sem hann hafði allt frá upphafi þessa ferðalags og það var auðvitað mjög merkilegt að hitta hann og þetta var mikilvægur fundur, að ég tel, ég held að við höfum bæði haft gott af honum.“ Þórhildur hefur líka fundað með eiginkonu Assange og fleirum sem tengjast málinu. „Í kjölfarið mun ég kynna fyrstu drög eða útlínu af skýrslunni minni á nefndarfundi í París í næstu viku og svo stendur til að halda tvo fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að tjá sig um efni skýrslunnar núna í sumar og svo í haust og svo vonumst við til að geta klárað skýrsluna annað hvort í lok október eða þá í lok janúar á næsta ári.“ Mál Julians Assange WikiLeaks Píratar Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Það var í fyrra sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, lagði til að ráðist yrði í gerð skýrslunnar og Evrópuráðsþingið samþykkti. Skýrslan ber yfirskiftina "Varðhaldið á Julian Assange og kælandi áhrif þess á vernd mannréttinda í Evrópu" en skýrslan kannar einnig hvort Assange uppfylli skilyrði þess að vera svokallaður samviskufangi. Heimsókn Þórhildar Sunnu í fangelsið er liður í skýrslugerðinni en hún hafði nýlokið heimsókninni þegar fréttastofa náði tali af henni. „Þetta er alveg augljóslega hámarksöryggisfangelsi hérna í London, Belmarsh-fangelsið og það er töluverð fyrirhöfn að komast inn, þú þarft að skilja eiginlega allt eftir, við fengum að taka með okkur tölvur, það var svona nokkurn veginn það eina, engir símar, engin úr eða neitt þannig og þau taka af manni fingraför hérna og það er mikil pappírsvinna í kringum þetta allt saman.“ Assage hefur verið í haldi í Belmarsh-öryggisfangelsinu í fimm ár án sakfellingar en Bandaríkin vilja að Bretar framselji hann svo hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæru fyrir brot á njósnalögum. Assange sjálfur segir, með varðhaldinu, vegið að fjölmiðlafrelsi og vernd uppljóstrara. Vildi hann koma á framfæri einhverjum skilaboðum? „Já, hann var með skilaboð. Við ætlum nú að gefa það út í yfirlýsingu Evrópuráðið á eftir, seinna í dag, þegar ég lýk þessari opinberu heimsókn. Innanríkisráðuneyti Bretlands hefur ekki virt okkur viðlits og ekki svarað okkur hérna í Evrópuráðinu. Ég er ennþá að reyna að fá þá til þess að hitta mig til að tala um þetta mál en opinbera heimsóknin lýkur á eftir og þá gefum við út yfirlýsingu og þar er að finna líka skilaboð frá Julian.“ Þórhildur Sunna segir að Assange hafi augljóslega verið þreyttur en í góðu formi miðað við aðstæður. „Hann hefur hlýja og góða nærveru, Julian Assange, það er gott að tala við hann. Hann er augljóslega mjög upptekinn af þeim málstað sem hann hafði allt frá upphafi þessa ferðalags og það var auðvitað mjög merkilegt að hitta hann og þetta var mikilvægur fundur, að ég tel, ég held að við höfum bæði haft gott af honum.“ Þórhildur hefur líka fundað með eiginkonu Assange og fleirum sem tengjast málinu. „Í kjölfarið mun ég kynna fyrstu drög eða útlínu af skýrslunni minni á nefndarfundi í París í næstu viku og svo stendur til að halda tvo fundi þar sem við bjóðum sérfræðingum að tjá sig um efni skýrslunnar núna í sumar og svo í haust og svo vonumst við til að geta klárað skýrsluna annað hvort í lok október eða þá í lok janúar á næsta ári.“
Mál Julians Assange WikiLeaks Píratar Tengdar fréttir Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38