Vænsti maður og harðduglegur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 17:36 Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir Íbúar í Reykholti og Laugarási bera eldri karlmanni sem hefur starfað og búið þar í lengri tíma ákaflega vel söguna. Þar fari harðduglegur vænsti maður sem fólk skilur ekki að einhver hafi viljað gera mein. Fjögur eru í gæsluvarðhaldi grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. Fram hefur komið að maðurinn á ættir að rekja til Möltu. Karlmaðurinn er auk þess að vera harðduglegur og vænn sagður afar nægjusamur. Því til stuðnings hefur hann búið í bílskúr sem hann hefur leigt af karlmanni í Reykholti. Leigusalinn er einn fjögurra meintra gerenda í málinu. Hann er á áttræðisaldri og hefur eins og svo margir á svæðinu komið að garðyrkju í gegnum tíðina. Tæplega þrítug dóttir hans er í haldi og sömuleiðis kærasti hennar sem er rúmlega þrítugur. Þá er þriðji karlmaðurinn í haldi sagður bróðir kærastans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er brotaþoli talinn í ljósi nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Fjögur handteknu eru grunuð um að hafa svipt manninn frelsinu, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það einmitt áhyggjufullur yfirmaðurinn sem tilkynnti lögreglu áhyggjur sínar vegna fjarveru starfsmannsins. Fjarvera hans væri harla óvenjuleg enda maður sem sinnti vinnu sinni einkar vel. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samfélagið í Reykholti og nærsveitum er slegið vegna atburðanna. Fjögur handteknu voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald föstudaginn 10. maí. Þá var um að ræða framlengingu á fyrra varðhaldi. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Fram hefur komið að maðurinn á ættir að rekja til Möltu. Karlmaðurinn er auk þess að vera harðduglegur og vænn sagður afar nægjusamur. Því til stuðnings hefur hann búið í bílskúr sem hann hefur leigt af karlmanni í Reykholti. Leigusalinn er einn fjögurra meintra gerenda í málinu. Hann er á áttræðisaldri og hefur eins og svo margir á svæðinu komið að garðyrkju í gegnum tíðina. Tæplega þrítug dóttir hans er í haldi og sömuleiðis kærasti hennar sem er rúmlega þrítugur. Þá er þriðji karlmaðurinn í haldi sagður bróðir kærastans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er brotaþoli talinn í ljósi nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Fjögur handteknu eru grunuð um að hafa svipt manninn frelsinu, beitt hann ofbeldi og reynt að kúga fé út úr manninum. Hluti af því ofbeldi sem þau eru grunuð um er að hafa flogið manninum úr landi eftir að hafa beitt hann líkamlegu ofbeldi. Þá hafi þau reynt að villa fyrir yfirmanni hans að maðurinn kæmist ekki til vinnu sökum veikinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það einmitt áhyggjufullur yfirmaðurinn sem tilkynnti lögreglu áhyggjur sínar vegna fjarveru starfsmannsins. Fjarvera hans væri harla óvenjuleg enda maður sem sinnti vinnu sinni einkar vel. Lögregla heldur þétt að sér spilunum við rannsókn málsins. Samfélagið í Reykholti og nærsveitum er slegið vegna atburðanna. Fjögur handteknu voru úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald föstudaginn 10. maí. Þá var um að ræða framlengingu á fyrra varðhaldi. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Bláskógabyggð Fjárkúgun í Reykholti Tengdar fréttir Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32 Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09 Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Maðurinn ríkisborgari Möltu Maðurinn sem grunur er um að hafi verið frelsissviptur í heimahúsi í Reykholti í Bláskógabyggð er með maltneskt ríkisfang. Fjögur eru í haldi vegna málsins, grunuð um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun. 13. maí 2024 12:32
Samfélagið í áfalli vegna málsins Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir samfélagið í áfalli vegna meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í heimahúsi í Reykholti. Gerendur eru sagðir tengjast fjölskylduböndum. 12. maí 2024 19:09
Meint fjárkúgun, frelsissvipting og líkamsárás Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 12. maí 2024 11:45