„Núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. maí 2024 22:01 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar lögðu Val af velli í fjórða leik liðana í ljónagryfjunni 91-88 og tryggðu sér um leið oddaleik til að komast í úrslit Subway deildar karla. „Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
„Hittum töluvert betur núna heldur en í síðustu tveimur og sérstaklega síðasta leik. Við fengum fleiri hraðaupphlaup en á móti var þetta bara vandræðalegt frákastalega.“ Sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga eftir leikinn í kvöld og hélt svo áfram. „Við tökum aðeins níu fráköst í fyrri hálfleik og þrjú þeirra eru svona liðsfráköst þar sem boltinn skoppar útaf og er skráð á mig. Leikmenn voru með sex fráköst í fyrri hálfleik og leyfðu þeim að skora 53 stig en sem betur fer þá kannski lokum við ekki alveg á þá í frákasta baráttunni en við náðum aðeins að hægja á Taiwo og Kidda sem við réðum ekkert við í fyrri hálfleik.“ Valur tóku á sama tíma 30 fráköst og tólf af þeim voru sóknarfráköst. „Þetta var bara vandræðalegt hvað við vorum slappir í fráköstunum í fyrri hálfleik og við Danni urðum bara að láta menn heyra það. Við erum með bakið upp við vegg og við stígum ekki einusinni út. Það voru mikil vonbrigði en sem betur fer þá náðum við aðeins að gera þetta betra. Ekki nægilega gott til þess að maður sé alveg þvílíkt sáttur en við getum ekki látið pakka okkur svona í fráköstum aftur.“ Leikurinn var alveg í járnum og vill Benedikt Guðmundsson meina að Njarðvíkurliðið sé alveg á pari við Valsliðið. „Þetta var bara eins og síðasti leikur. Þetta var bara hver var að fara skora síðustu körfuna nánast. Þetta er alveg ótrúlega jafnt og mér finnst við vera bara algjörlega á pari við þá í þessum leikjum. Þeir eru með menn þarna með mikla þekkingu og það er erfitt að stoppa þá. Við erum svo nálægt því, bara einum leik frá því að komast í finals og ég veit a við munum selja okkur dýrt en Valsliðið hefur nátturlega heimavöllinn og það verður væntanlega pökkuð Valshöllin þar sem að tekur ansi marga, töluvert fleirri en Ljónagryfjan gerir þannig núna skora ég á Njarðvíkinga að jafna baráttuna í stúkunni og taka allavega helming. Það myndi hjálpa helling og auka líkurnar á því að við getum gert eitthvað þarna.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Valur Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira