Heillaóskum rigndi yfir fimmtán ára hetju Fram í skólanum Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2024 10:00 Viktor Bjarki Daðason er yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar fótboltans hér á landi. Hann er aðeins 15 ára gamall og á leið út í atvinnumennskuna í sumar. Vísir/Einar Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason varð í gær yngsti markaskorari Fram í sögu efstu deildar er hann tryggði liðinu jafntefli undir lok leiks gegn Val í Bestu deildinni. Viktor er með báða fætur á jörðinni og heldur út í atvinnumennsku í sumar. Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“ Besta deild karla Fram Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Hetja Framara, Viktor Bjarki, hafði nýlokið við skóladaginn í Ingunnarskóla þegar að við hittum á hann. Engin venjulegur skóladagur eftir viðburðaríkt kvöld daginn áður. En þarna á ferðinni er enginn venjulegur 15 ára strákur. Viktor er gífurlegt efni í fótboltanum en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. Það var einhver tilfinning innra með Viktori sem varð þess valdandi að hann taldi öruggt að hann myndi skora í leiknum gegn Val á dögunum. Það virtist allt ætla stefna í 1-0 sigur Vals en undir lok leiks dró til tíðinda. Aukaspyrna Fram utan af velli. Boltinn inn á teig þar sem að hann endar hjá Viktori sem hafði áður komi inn á sem varamaður. Viktor hamraði boltann í netið. „Að fá kallið fyrir leikinn breytti miklu. Þegar að ég vissi að ég yrði í hóp,“ segir Viktor. „Frá því að ég fékk að vita það hafði ég það á tilfinningunni að ég væri að fara skora. Ég var búinn að ímynda mér að það myndi gerast. Ég mun muna eftir þessu kvöldi lengi. Ég var furðu rólegur fyrir leik. Það var gott að fá síðustu fjóra leiki tímabilsins í fyrra. Það gerði mig rólegri. Ég vissi að ég gæti spilað á sama stigi og þeir. Svo kom ég inn og geri það sem ég geri.“ „Tilfinningin. Þegar að ég sá boltann í netinu. Hún var ólýsanleg. En fyrir aukaspyrnuna vissu fáir hvað við værum að fara gera. Svo gerðum við þetta og það virkaði. Réttur maður á réttum stað.“ Ertu að segja mér að aukaspyrnan hafi verið tekin beint af æfingasvæðinu? „Þetta var beint af æfingasvæðinu. Byrja í rangstöðunni og fara svo út. Beint frá Gareth þjálfara. Sem var heppilegt. Það virkaði núna.“ Yngsti markaskorari Fram í efstu deild. Þriðji yngsti markaskorarinn í sögu efstu deildar. Aðeins Þórarinn Kristjánsson og sjálfur Eiður Smári Guðjohnsen hafa verið yngri en Viktor er þeir skoruðu sitt fyrsta mark í deildinni. „Ég er bara að gera það sem ég elska. Spila fótbolta og gera allt sem ég get fyrir félagið. Þá er ekkert leiðinlegt að vera í sama hóp og þessir tveir mögnuðu leikmenn. En ég bara geri mitt. Reyni að gera mitt besta fyrir liðið. Það er gott að hafa náð þessu stigi gegn Val. Núna höldum við bara áfram að gera eins vel og við getum.“ Og framhaldið er spennandi fyrir þennan efnilega leikmann sem hefur skrifað undir samning við danska stórliðið FC Kaupmannahöfn og heldur hann út til Danmerkur þann 1.júlí næstkomandi, degi eftir 16 ára afmælisdag sinn. „Það er mjög spennandi að vera fara þangað út. Til stærsta félags í Skandinavíu. Það er allt mjög flott í kringum félagið. Komið vel fram við mig. Ég er bara mjög spenntur fyrir öllu. Fram að því mun ég hins vegar einbeita mér að því að spila eins marga leiki og ég get fyrir Fram. Geri mitt besta þar.“
Besta deild karla Fram Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira