Uppgjör og viðtöl: KR - Breiðablik 2-3 | Blikar sóttu þrjú stig á grasinu í Vesturbænum Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2024 20:30 Breiðablik vann 3-2 útisigur á KR í Bestu deild karla. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er komið á sigurbraut í Bestu deild karla eftir 3-2 sigur á KR á grasinu í Vesturbænum. Breiðablik komst 2-0 yfir seint í síðari hálfleik og virtist vera að sigla sigrinum þægilega í hús en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Eins og búist var við í krefjandi vallaraðstæðum áttu liðin erfitt með að ná góðu uppspili. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku hjá báðum liðum og færðist á löngum köflum upp í háloftin. Fyrri hálfleikurinn var æsispennandi og bæði lið fengu fín færi. KR virtist sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar, vanari því að spila á grasi og þeirra leikur hentar betur í svona aðstæðum, en Blikarnir unnu sig vel inn í leikinn og voru ógnandi. Staðan var markalaus í hálfleik. Breiðablik kom svo af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og voru með yfirhöndina. Á 59. mínútu skoraði Kristinn Steindórsson fyrsta mark leiksins eftir fyrirgjöf Viktors Karls. KR vörnin illa skipulögð þar, bakverðirnir skiptu um kant og virtust ekki alveg vissir hvar þeir ættu að vera. Viktor Örn Margeirsson tvöfaldaði svo forystu Blika eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnalaugssonar. Góð spyrna á nærstöngina, Viktor kom á hlaupinu og skoraði, allavega að mati línuvarðarins. Það var ansi tæpt hvort boltinn hafi allur farið yfir línuna. Varamaðurinn Stefán Árni Geirsson minnkaði muninn fyrir KR á 86. mínútu og áhorfendur leyfðu sér að dreyma um endurkomu. En aðeins tveimur mínútum síðar var KR aftur lent tveimur mörkum undir. Guy Smit kom þar út úr markinu og reyndi að komast framhjá Jasoni Daða í stað þess að hreinsa. Jason vann boltann af honum og setti í galopið net. KR uppskar vítaspyrnu á fyrstu mínútu uppbótartíma. Benóny Breki steig á punktinn og minnkaði muninn í 3-2. Heimamenn gerðu allt sem þeir gátu næstu sex mínútur uppbótartímans til að setja jöfnunarmarkið en varð ekki ánægja úr erfiðinu í þetta sinn. Atvik leiksins Það er úr ótal mörgu að velja en einna helst minnist maður annars marksins hjá Breiðablik. Ómögulegt að segja hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Guy Smit, markvörður KR, vill meina ekki. Gjörbreytti leiknum og landslaginu, allt annar leikur þegar annað liðið kemst tveimur yfir. Óvenjulegt atvik líka á 27. mínútu. Dómaraskipti. Jóhann Ingi Jónsson, aðaldómari, fór af velli, meiddur líklega. Arnar Þór Stefánsson tók við og dæmdi restina. Stjörnur og skúrkar Rúrik Gunnarsson með flotta frammistöðu í hægri bakverði KR, fyrsti byrjunarliðsleikur hans í Bestu deildinni. Var reyndar illa staðsettur í fyrsta marki Breiðabliks, alltof langt frá Viktori sem gaf stoðsendinguna. Aron Kristófer Lárusson flottur sömuleiðis, nokkrar góðar fyrirgjafir og átti skotið sem Stefán fylgdi eftir í fyrsta marki KR. Varamennirnir Eyþór Aron og Stefán Árni áttu báðir glæsilegar innkomur. Jason Daði átti frábæran leik fyrir Breiðablik og var óheppinn að hafa ekki sett fleira en eitt mark. Kristinn Jónsson var öflugur líka gegn gömlu félögunum. Skúrkurinn Guy Smit, markvörður KR, gaf þriðja markið frá sér á mjög furðulegan hátt. Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, gaf auðvitað vítaspyrnu á glæfralegan. Reif Eyþór Wöhler niður á hnakkadrambinu. Hefði verið dýrt en KR tókst ekki að jafna. Stemning, umgjörð og aðstæður KR stóð virkilega að sínum fyrsta heimaleik, voru með opið hús frá því í hádeginu og þar var mikil gleði á bæ. Smekkfull stúka og ekki út á neitt að setja. Búið að virkja stuðningsmannasveitna og stemningin í Vesturbænum er með allra besta móti í upphafi tímabils. Vallaraðstæður fá að fljóta með í uppgjörinu að þessu sinni. Fyrsti heimaleikur KR og fyrsti leikur Bestu deildarinnar sem fer fram á alvöru grasi. Það gleðjast auðvitað flestir fótboltaaðdáendur þegar spilar er á ekta grasi en völlurinn var ekkert frábær til iðkunar. Skallablettir út um allt og mjög gulur blær yfir öllu. Engin spurning að þetta hafði áhrif á leikinn og gerði liðunum, sérstaklega Breiðablik kannski, erfitt fyrir. Dómari Jóhann Ingi Jónsson, aðaldómari, fór af velli á 27. mínútu, meiddur líklega. Arnar Þór Stefánsson tók við og dæmdi restina. Þórður Arnar Árnason og Guðmundur Ingi Bjarnason til aðstoðar. Þetta var auðvitað hörkuleikur, mikil barátta á báðum endum og áreiðanlega mjög erfiður að dæma. Tríóið virtist samt aðeins missa stjórnina, sérstaklega undir lokin. Dæmdu á allt og ekkert og veifuðu spjöldunum í allar áttir. Viðtöl „Mjög ánægður með sóknarleikinn við krefjandi aðstæður“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. vísir / PAWEL „Mjög ánægður með frammistöðu míns liðs. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik, vorum hrikalega duglegir, ákveðnir og fastir fyrir“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, strax eftir leik. Vallaraðstæður gerðu liðinu erfitt fyrir að halda boltanum á jörðinni eins og Breiðablik vill spila. Þeir brugðust þó vel við erfiðum aðstæðum. „Vorum beinskeyttir þegar það var ‘on’, tókum boltann niður þegar það var hægt. Völlurinn náttúrulega mjög erfiður, fannst við gera vel og skorum gríðarlega gott mark. Gerðum vel lengst af varnarlega, fáum varla færi á okkur fyrr en alveg í blálokin. Ég sá ekki fyrir mér þessa dramatík sem kom alveg í lokin en virkilega vel gert að standa af sér þessar sóknir KR og sigla þessu heim.“ Annað mark Breiðabliks kom beint úr hornspyrnu. Greinilega af æfingasvæðinu en Halldór á ekki heiðurinn. „Eiður [Benedikt] Eiríks hefur verið að taka yfir föstu leikatriðin hjá okkur. Þetta er horn sem við höfum tekið oft og gerum vel. Það er svo dýrmætt í svona leikjum að fá svona ‘easy’, einföld mörk, þannig lagað, þau eru náttúrulega ekki auðveld í framkvæmd. Höfum verið sterkur í föstum leikatriðum sóknarlega og varnarlega það sem af er tímabilsins. Þetta var kærkomið mark.“ Eins og áður segir átti Blikarnir erfitt með að spila sinn leik og neyddust oft á tíðum til að gefa háa bolta upp völlinn. Þeir reyndu þó þegar mögulegt var að koma boltanum í spil. Hvernig fannst Halldóri ganga að blanda þessu tvennu saman? „Mér fannst við gera það vel. Auðvitað koma augnablik [þar sem maður hugsar], hefðum við getað spilað þarna þegar við fórum langt. En völlurinn er bara svo erfiður að þú veist ekki alveg hvar boltinn endar þegar þú spilar. Mér fannst við gera hvoru tveggja vel, Benjamin uppi á topp að slást og gerði það hrikalega vel. Gátum unnið í kringum hann og fannst við ógna úr nokkrum áttum. Ótal færi í fyrri hálfleik til að komast yfir, mjög ánægður með sóknarleikinn við krefjandi aðstæður.“ Alexander Helgi Sigurðarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Var það eitthvað alvarlegt? „Vonandi ekki. Fékk aðeins aftan í lærið. Þetta var meira að hætta áður en það yrði verra, en hann verður eflaust frá í einhverja daga, vonandi ekki verra en það.“ Að endingu var Halldór spurður út í atvik sem átti sér stað á 16. mínútu þegar Aron Kristófer Lárusson keyrði í bakið og braut á Jasoni Daða, sem lá sárþjáður eftir á. „Jason hleypur fyrst fram fyrir og ætlar aftur fyrir hann og hann bara lemur hann í jörðina. Því miður þá tókst fjórum dómurum að missa af þessu. Mér finnst þeir rosalega mikið pæla í hlutum sem skipta minna máli, hvað standa margir á bekknum eða hvaða handahreyfingar menn eru með. Missa af risastórum atriðum í staðinn“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla KR Breiðablik
Breiðablik er komið á sigurbraut í Bestu deild karla eftir 3-2 sigur á KR á grasinu í Vesturbænum. Breiðablik komst 2-0 yfir seint í síðari hálfleik og virtist vera að sigla sigrinum þægilega í hús en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Eins og búist var við í krefjandi vallaraðstæðum áttu liðin erfitt með að ná góðu uppspili. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku hjá báðum liðum og færðist á löngum köflum upp í háloftin. Fyrri hálfleikurinn var æsispennandi og bæði lið fengu fín færi. KR virtist sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar, vanari því að spila á grasi og þeirra leikur hentar betur í svona aðstæðum, en Blikarnir unnu sig vel inn í leikinn og voru ógnandi. Staðan var markalaus í hálfleik. Breiðablik kom svo af miklum krafti út í seinni hálfleikinn og voru með yfirhöndina. Á 59. mínútu skoraði Kristinn Steindórsson fyrsta mark leiksins eftir fyrirgjöf Viktors Karls. KR vörnin illa skipulögð þar, bakverðirnir skiptu um kant og virtust ekki alveg vissir hvar þeir ættu að vera. Viktor Örn Margeirsson tvöfaldaði svo forystu Blika eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnalaugssonar. Góð spyrna á nærstöngina, Viktor kom á hlaupinu og skoraði, allavega að mati línuvarðarins. Það var ansi tæpt hvort boltinn hafi allur farið yfir línuna. Varamaðurinn Stefán Árni Geirsson minnkaði muninn fyrir KR á 86. mínútu og áhorfendur leyfðu sér að dreyma um endurkomu. En aðeins tveimur mínútum síðar var KR aftur lent tveimur mörkum undir. Guy Smit kom þar út úr markinu og reyndi að komast framhjá Jasoni Daða í stað þess að hreinsa. Jason vann boltann af honum og setti í galopið net. KR uppskar vítaspyrnu á fyrstu mínútu uppbótartíma. Benóny Breki steig á punktinn og minnkaði muninn í 3-2. Heimamenn gerðu allt sem þeir gátu næstu sex mínútur uppbótartímans til að setja jöfnunarmarkið en varð ekki ánægja úr erfiðinu í þetta sinn. Atvik leiksins Það er úr ótal mörgu að velja en einna helst minnist maður annars marksins hjá Breiðablik. Ómögulegt að segja hvort boltinn hafi farið yfir línuna. Guy Smit, markvörður KR, vill meina ekki. Gjörbreytti leiknum og landslaginu, allt annar leikur þegar annað liðið kemst tveimur yfir. Óvenjulegt atvik líka á 27. mínútu. Dómaraskipti. Jóhann Ingi Jónsson, aðaldómari, fór af velli, meiddur líklega. Arnar Þór Stefánsson tók við og dæmdi restina. Stjörnur og skúrkar Rúrik Gunnarsson með flotta frammistöðu í hægri bakverði KR, fyrsti byrjunarliðsleikur hans í Bestu deildinni. Var reyndar illa staðsettur í fyrsta marki Breiðabliks, alltof langt frá Viktori sem gaf stoðsendinguna. Aron Kristófer Lárusson flottur sömuleiðis, nokkrar góðar fyrirgjafir og átti skotið sem Stefán fylgdi eftir í fyrsta marki KR. Varamennirnir Eyþór Aron og Stefán Árni áttu báðir glæsilegar innkomur. Jason Daði átti frábæran leik fyrir Breiðablik og var óheppinn að hafa ekki sett fleira en eitt mark. Kristinn Jónsson var öflugur líka gegn gömlu félögunum. Skúrkurinn Guy Smit, markvörður KR, gaf þriðja markið frá sér á mjög furðulegan hátt. Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, gaf auðvitað vítaspyrnu á glæfralegan. Reif Eyþór Wöhler niður á hnakkadrambinu. Hefði verið dýrt en KR tókst ekki að jafna. Stemning, umgjörð og aðstæður KR stóð virkilega að sínum fyrsta heimaleik, voru með opið hús frá því í hádeginu og þar var mikil gleði á bæ. Smekkfull stúka og ekki út á neitt að setja. Búið að virkja stuðningsmannasveitna og stemningin í Vesturbænum er með allra besta móti í upphafi tímabils. Vallaraðstæður fá að fljóta með í uppgjörinu að þessu sinni. Fyrsti heimaleikur KR og fyrsti leikur Bestu deildarinnar sem fer fram á alvöru grasi. Það gleðjast auðvitað flestir fótboltaaðdáendur þegar spilar er á ekta grasi en völlurinn var ekkert frábær til iðkunar. Skallablettir út um allt og mjög gulur blær yfir öllu. Engin spurning að þetta hafði áhrif á leikinn og gerði liðunum, sérstaklega Breiðablik kannski, erfitt fyrir. Dómari Jóhann Ingi Jónsson, aðaldómari, fór af velli á 27. mínútu, meiddur líklega. Arnar Þór Stefánsson tók við og dæmdi restina. Þórður Arnar Árnason og Guðmundur Ingi Bjarnason til aðstoðar. Þetta var auðvitað hörkuleikur, mikil barátta á báðum endum og áreiðanlega mjög erfiður að dæma. Tríóið virtist samt aðeins missa stjórnina, sérstaklega undir lokin. Dæmdu á allt og ekkert og veifuðu spjöldunum í allar áttir. Viðtöl „Mjög ánægður með sóknarleikinn við krefjandi aðstæður“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. vísir / PAWEL „Mjög ánægður með frammistöðu míns liðs. Menn lögðu mikla vinnu í þennan leik, vorum hrikalega duglegir, ákveðnir og fastir fyrir“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, strax eftir leik. Vallaraðstæður gerðu liðinu erfitt fyrir að halda boltanum á jörðinni eins og Breiðablik vill spila. Þeir brugðust þó vel við erfiðum aðstæðum. „Vorum beinskeyttir þegar það var ‘on’, tókum boltann niður þegar það var hægt. Völlurinn náttúrulega mjög erfiður, fannst við gera vel og skorum gríðarlega gott mark. Gerðum vel lengst af varnarlega, fáum varla færi á okkur fyrr en alveg í blálokin. Ég sá ekki fyrir mér þessa dramatík sem kom alveg í lokin en virkilega vel gert að standa af sér þessar sóknir KR og sigla þessu heim.“ Annað mark Breiðabliks kom beint úr hornspyrnu. Greinilega af æfingasvæðinu en Halldór á ekki heiðurinn. „Eiður [Benedikt] Eiríks hefur verið að taka yfir föstu leikatriðin hjá okkur. Þetta er horn sem við höfum tekið oft og gerum vel. Það er svo dýrmætt í svona leikjum að fá svona ‘easy’, einföld mörk, þannig lagað, þau eru náttúrulega ekki auðveld í framkvæmd. Höfum verið sterkur í föstum leikatriðum sóknarlega og varnarlega það sem af er tímabilsins. Þetta var kærkomið mark.“ Eins og áður segir átti Blikarnir erfitt með að spila sinn leik og neyddust oft á tíðum til að gefa háa bolta upp völlinn. Þeir reyndu þó þegar mögulegt var að koma boltanum í spil. Hvernig fannst Halldóri ganga að blanda þessu tvennu saman? „Mér fannst við gera það vel. Auðvitað koma augnablik [þar sem maður hugsar], hefðum við getað spilað þarna þegar við fórum langt. En völlurinn er bara svo erfiður að þú veist ekki alveg hvar boltinn endar þegar þú spilar. Mér fannst við gera hvoru tveggja vel, Benjamin uppi á topp að slást og gerði það hrikalega vel. Gátum unnið í kringum hann og fannst við ógna úr nokkrum áttum. Ótal færi í fyrri hálfleik til að komast yfir, mjög ánægður með sóknarleikinn við krefjandi aðstæður.“ Alexander Helgi Sigurðarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Var það eitthvað alvarlegt? „Vonandi ekki. Fékk aðeins aftan í lærið. Þetta var meira að hætta áður en það yrði verra, en hann verður eflaust frá í einhverja daga, vonandi ekki verra en það.“ Að endingu var Halldór spurður út í atvik sem átti sér stað á 16. mínútu þegar Aron Kristófer Lárusson keyrði í bakið og braut á Jasoni Daða, sem lá sárþjáður eftir á. „Jason hleypur fyrst fram fyrir og ætlar aftur fyrir hann og hann bara lemur hann í jörðina. Því miður þá tókst fjórum dómurum að missa af þessu. Mér finnst þeir rosalega mikið pæla í hlutum sem skipta minna máli, hvað standa margir á bekknum eða hvaða handahreyfingar menn eru með. Missa af risastórum atriðum í staðinn“ sagði Halldór að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti