Niðri fyrir vegna Útlaganna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2024 08:57 Þótt um skemmdarverk virðist að ræða virðist vargurinn hafa vandað nokkuð til verka. Verkið er spreyja að langmestu leyti en þó ekki stallurinn og hluti af bakhluta listaverksins. Benedikt Stefánsson Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af. Uppi varð fótur og fit eftir hádegið í gær þegar það rann upp fyrir borgarbúum að stytta Einars Jónssonar hefði orðið fyrir breytingum. Aðili, líklega óprúttinn, hefði málað hana gyllta. Tilkynnt til lögreglu „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ sagði Benedikt Stefánsson vegfarandi sem vakti athygli á gullstyttunni nýju við fréttastofu. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, sagði ljóst að um skemmdarverk væri að ræða. Meiriháttar skemmdarverk raunar sem tilkynnt yrði til lögreglu. Viðgerð gæti tekið nokkra daga. Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. Ekki í fyrsta skiptið Egill Helgason segir uppátækið nánast eins og tilraun til listgjörnings. Kenningar voru uppi að gullhúðunin væri gjörningur á Hönnunarmars en Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars sagði gjörninginn ekki á þeirra vegum. Egill segir að sér þyki vænt um styttuna sem uppöldum vesturbæingi og fleiri taka undir í athugasemdum á þræði hans á Facebook. Erik Hirt, sérfræðingur safneignar á Listasafni Reykjavíkur, leggur orð í belg. „Þetta er ömurlegt og ekki í fyrsta skiptið sem þessi gjörningur er framin og lítur allt út fyrir að það sé einhver raðníðingur að verki sem að þrífst af athyglinni. það erfit að ná þessu af og það verður sérstaklega erfit að ná þessu af í þetta skiptið, það er tiltölulega nýbúið að meðhöndla hana og vaxa og það tók nokkra daga fyrir tvo sérfræðinga Listasafns Reykjavíkur. Þetta er ömurlegt í alla staði. Sennilega væri best ef engin myndi fjalla um þetta þá myndi viðkomandi bara hætta þessu en þetta verður þrifið af við fyrsta tæki færi og ég vona innilega að þetta fallega verk, menningar verðmæti hjóti ekki varanlega skaða af en það er því miður mjög líklegt.“ Ömurlegt og sorglegt Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur segir „ömurlegt“ og fjölmargir aðrir nota lýsingarorðið „sorglegt“. „Ef styttan er spreyjuð gyllt þarf tilgangurinn að hafa einhverja skírskotun til einhvers hefði ég haldið. Fatta ekki dæmið nema þarna sé örmagna öreigi innan um gullið/auðmagnið,“ segir Linda Blöndal fjölmiðlakona. Gullspreyjuð listaverk í Reykjavík eru ekki ný af nálinni eða þá vandamálið að þau séu spreyjuð í óþökk. Guðni Gunnarsson og Almarr Atlason störfuðu hjá Listasafni Reykjavíkur og sáu um gullspreyhreinsun fyrir nokkrum árum þegar lágmyndin Brautryðjandinn var gullspreyjuð. „Úr varð eitt allra magnaðasta “gallerí” af samtölum sem ég hef upplifað. Allt frá fordæmingu yfir í það að við ættum með réttu að vera sæmdir fálkaorðunni. Allir höfðu skoðun. Ógleymanlegir dagar,“ segir Guðni. Ófrjóir skemmdarvargar Bubba Morthens finnst skorta frumleikann og spyr hversu ófrjóir menn geti verið. „Mér þykir þetta líka synd og skömm, enda illa við að sjá skemmdarverk unnin á listaverkum. Hvarflar að mér að þeim, sem þarna voru að verki, hafi þótt þeir/þær vera að fremja einhvern ofurdjúpan gjörning, sem öðrum er óskiljanlegur!“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir. Villi goði slær á létta strengi. Ánægjulegt að sjá unga fólkið bauka eitthvað annað en að hanga í tölvunni. „Hressandi innspýting í staðnaða stemningu,“ segir Villi. „Ljótt skemmdarverk,“ segir Gerður G. Bjarklind, rödd RÚV áratugum saman, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sagnfræðingur spyr einfaldlega: „En til hvers að hreinsa þetta af? Það er ekki eins og styttan hafi verið máluð með skipamálningu. Þetta veðrast strax af.“ Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. 25. apríl 2024 16:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Uppi varð fótur og fit eftir hádegið í gær þegar það rann upp fyrir borgarbúum að stytta Einars Jónssonar hefði orðið fyrir breytingum. Aðili, líklega óprúttinn, hefði málað hana gyllta. Tilkynnt til lögreglu „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ sagði Benedikt Stefánsson vegfarandi sem vakti athygli á gullstyttunni nýju við fréttastofu. Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, sagði ljóst að um skemmdarverk væri að ræða. Meiriháttar skemmdarverk raunar sem tilkynnt yrði til lögreglu. Viðgerð gæti tekið nokkra daga. Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. Ekki í fyrsta skiptið Egill Helgason segir uppátækið nánast eins og tilraun til listgjörnings. Kenningar voru uppi að gullhúðunin væri gjörningur á Hönnunarmars en Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars sagði gjörninginn ekki á þeirra vegum. Egill segir að sér þyki vænt um styttuna sem uppöldum vesturbæingi og fleiri taka undir í athugasemdum á þræði hans á Facebook. Erik Hirt, sérfræðingur safneignar á Listasafni Reykjavíkur, leggur orð í belg. „Þetta er ömurlegt og ekki í fyrsta skiptið sem þessi gjörningur er framin og lítur allt út fyrir að það sé einhver raðníðingur að verki sem að þrífst af athyglinni. það erfit að ná þessu af og það verður sérstaklega erfit að ná þessu af í þetta skiptið, það er tiltölulega nýbúið að meðhöndla hana og vaxa og það tók nokkra daga fyrir tvo sérfræðinga Listasafns Reykjavíkur. Þetta er ömurlegt í alla staði. Sennilega væri best ef engin myndi fjalla um þetta þá myndi viðkomandi bara hætta þessu en þetta verður þrifið af við fyrsta tæki færi og ég vona innilega að þetta fallega verk, menningar verðmæti hjóti ekki varanlega skaða af en það er því miður mjög líklegt.“ Ömurlegt og sorglegt Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur segir „ömurlegt“ og fjölmargir aðrir nota lýsingarorðið „sorglegt“. „Ef styttan er spreyjuð gyllt þarf tilgangurinn að hafa einhverja skírskotun til einhvers hefði ég haldið. Fatta ekki dæmið nema þarna sé örmagna öreigi innan um gullið/auðmagnið,“ segir Linda Blöndal fjölmiðlakona. Gullspreyjuð listaverk í Reykjavík eru ekki ný af nálinni eða þá vandamálið að þau séu spreyjuð í óþökk. Guðni Gunnarsson og Almarr Atlason störfuðu hjá Listasafni Reykjavíkur og sáu um gullspreyhreinsun fyrir nokkrum árum þegar lágmyndin Brautryðjandinn var gullspreyjuð. „Úr varð eitt allra magnaðasta “gallerí” af samtölum sem ég hef upplifað. Allt frá fordæmingu yfir í það að við ættum með réttu að vera sæmdir fálkaorðunni. Allir höfðu skoðun. Ógleymanlegir dagar,“ segir Guðni. Ófrjóir skemmdarvargar Bubba Morthens finnst skorta frumleikann og spyr hversu ófrjóir menn geti verið. „Mér þykir þetta líka synd og skömm, enda illa við að sjá skemmdarverk unnin á listaverkum. Hvarflar að mér að þeim, sem þarna voru að verki, hafi þótt þeir/þær vera að fremja einhvern ofurdjúpan gjörning, sem öðrum er óskiljanlegur!“ segir Hildur Helga Sigurðardóttir. Villi goði slær á létta strengi. Ánægjulegt að sjá unga fólkið bauka eitthvað annað en að hanga í tölvunni. „Hressandi innspýting í staðnaða stemningu,“ segir Villi. „Ljótt skemmdarverk,“ segir Gerður G. Bjarklind, rödd RÚV áratugum saman, en Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sagnfræðingur spyr einfaldlega: „En til hvers að hreinsa þetta af? Það er ekki eins og styttan hafi verið máluð með skipamálningu. Þetta veðrast strax af.“
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. 25. apríl 2024 16:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. 25. apríl 2024 16:52