Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Lovísa Arnardóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 24. apríl 2024 13:45 Kamilla Sigríður segir stöðuna ekki góða þegar kemur að bólusetningum barna. Vísir/Arnar Þátttaka barna í bólusetningum hefur dregist saman síðustu ár og sérstaklega í kringum heimsfaraldur Covid. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir yfirlæknir bólusetninga segir ákveðnar bólusetningar hafa verið settar á bið þá vegna annarra forgangsverkefna. Enn sé verið að vinna það upp. Í dag hefst alþjóðleg bólusetningarvika og hófu af því tilefni UNICEF á Íslandi, sóttvarnalæknir og Controlant vitundarvakningu um bólusetningar. Kynnt var nýtt veggspjald sem verður dreift um land allt. Auk þess opnaði nýtt vefsvæði á vef embætti landlæknis með upplýsingum um almennar bólusetningar barna. Veggspjaldið og vefsvæðið er aðgengilegt á tíu tungumálum. Vefsvæðið er hér. Kamilla Sigríður segir að í fyrra hafi komið fram í greiningum að bólusetningar hafi dregist saman en embætti landlæknis hafi ákveðið að bíða með viðbrögð vegna þess að unnið var að ýmsum verkefnum sem hefðu átt að auka þátttöku á ný. Nýtt veggspjald vekur athygli á nýju vefsvæði um bólusetningar barna. „Staðan er samt sú núna í apríl að við erum ekki komin þangað sem við viljum vera eftir Covid faraldurinn,“ segir Kamilla. Sem dæmi hafi bólusetningar við fjögurra ára aldur farið úr 91 prósent í 87 prósent árið 2022 sem sé ekki nóg. Í fjögurra ára skoðun fá börn bólusetningu með Boostrix bóluefni sem er gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa Fjöldi ekki bólusettur nægileg vel við mislingum Þá hefur einnig minnkað þátttaka í tólf ára bólusetningum þar sem er bólusett aftur við mislingum. Þar hafi þátttaka farið úr 94 prósent í 89 prósent árið 2022. Tæplega eitt þúsund börn sem hefði átt að bólusetja við mislingum árið 2020 misstu af bólusetningunni og flest þeirra hafa enn ekki verið bólusett. Bólusetningarþátttaka við mislingum sé því ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu meðal barna ef mislingar berast til landsins. Netið ekki nægilega þétt Nýverið hafa greinst á Íslandi kíghósti, mislingar og hettusótt. Kamilla Sigríður segir að þetta megi að einhverju leyti rekja til þess að netið sé ekki nægilega þétt en líka því sum bóluefni eru öflugri en önnur í að stöðva smit. Það hafi tekist vel þegar upp komu mislingar og hettusótt að koma í veg fyrir faraldur en það gildi ekki það sama um kíghóstann. Kamilla Sigríður segir að allt frá árinu 2018 hafi verið unnið að því að skrá betur þær bólusetningar sem fólk hefur farið í hérlendis og erlendis en einnig að bæta aðgengi að upplýsingunum. Sú vinna haldi áfram núna. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi um átakið segir að bólusetningar séu ein mikilvægasta og árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega eða deyi af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir, sjúkdóma á borð við mislinga, mænusótt, stífkrampa, barnaveiki og kíghósta. Stuðla að hjarðónæmi „Bóluefnin vernda ekki einungis einstaklinginn sem fær bólusetningu heldur stuðla einnig að hjarðónæmi og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma til þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu, til dæmis vegna skerts ónæmiskerfis eða skorts á aðgengi að bóluefnum.“ Í tilkynningunni kemur einnig fram að samkvæmt nýjum tölum frá UNICEF og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafi bólusetningar bjargað sex lífum á hverri einustu mínútu á síðustu 50 árum. Alls 154 milljónum einstaklinga samanlagt. Árangur bólusetninga á Íslandi er einnig verulegur en samkvæmt gögnum sóttvarnalæknis má áætla að um 2,500 lífum ung- og smábarna hafi verið bjargað frá 1950 með almennum bólusetningum. Sem hluti af átakinu hefur verið opnað nýtt vefsvæði til að auðvelda aðgengi að upplýsingum um fyrirkomulag almennra bólusetninga á Íslandi og hvar þær fara fram. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á fjölda tungumála, þar á meðal rúmensku, úkraínsku og arabísku. „Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með átakinu vilji þau lyfta upp bólusetningum og fagna þeim milljónum mannslífa sem hafa bjargast þökk sé þeim. „Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar,“ segir Birna en UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi á heimsvísu í að tryggja réttindi barna til bólusetninga og útvega samtökin yfir 40 prósent barna í efnaminni ríkjum bólusetningar. Órofin aðfangakeðja grundvöllur bólusetninga Fram kemur í tilkynningu UNICEF á Íslandi að þau hafi frá árinu 2023 verið í samstarfi við Controlant með áherslu á bólusetningar barna. Controlant er leiðandi á heimsvísu í rauntíma vöktunarlausnum í aðfangakeðju lyfja, þar á meðal bóluefna. Á myndinni eru, frá vinstri, Gísli Herjólfsson, forstjóri og einn stofnenda Controlant, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga, sóttvarnasviði embættis landlæknis, Sólveig Jóhannsdóttir, Hjúkrunarfræðingur, Heilsugæslan Efstaleiti og , Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Aðsend „Lykilþáttur í því að öll börn hafi tækifæri á lífsbjargandi bólusetningum, hvar sem þau eru í heiminum, er órofin aðfangakeðja þar sem rétt hitastig og gæði eru tryggð við hvert skref. Lausnir Controlant stuðla að skilvirkum, öruggum og sjálfbærum flutningi lyfja og bóluefna á heimsvísu,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri og einn stofnenda Controlant. Bólusetningar Réttindi barna Heilbrigðismál Mannréttindi Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hvetja til bólusetninga fyrir ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fara yfir bólusetningar sínar og barna sinna hvort sem farið er á framandi slóðir eða stefnt á stutta ferð til nágrannalandanna. 22. apríl 2024 08:42 Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. 18. apríl 2024 16:36 Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. 14. febrúar 2024 14:27 Enginn annar greinst með mislinga Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar. 13. febrúar 2024 16:31 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Í dag hefst alþjóðleg bólusetningarvika og hófu af því tilefni UNICEF á Íslandi, sóttvarnalæknir og Controlant vitundarvakningu um bólusetningar. Kynnt var nýtt veggspjald sem verður dreift um land allt. Auk þess opnaði nýtt vefsvæði á vef embætti landlæknis með upplýsingum um almennar bólusetningar barna. Veggspjaldið og vefsvæðið er aðgengilegt á tíu tungumálum. Vefsvæðið er hér. Kamilla Sigríður segir að í fyrra hafi komið fram í greiningum að bólusetningar hafi dregist saman en embætti landlæknis hafi ákveðið að bíða með viðbrögð vegna þess að unnið var að ýmsum verkefnum sem hefðu átt að auka þátttöku á ný. Nýtt veggspjald vekur athygli á nýju vefsvæði um bólusetningar barna. „Staðan er samt sú núna í apríl að við erum ekki komin þangað sem við viljum vera eftir Covid faraldurinn,“ segir Kamilla. Sem dæmi hafi bólusetningar við fjögurra ára aldur farið úr 91 prósent í 87 prósent árið 2022 sem sé ekki nóg. Í fjögurra ára skoðun fá börn bólusetningu með Boostrix bóluefni sem er gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa Fjöldi ekki bólusettur nægileg vel við mislingum Þá hefur einnig minnkað þátttaka í tólf ára bólusetningum þar sem er bólusett aftur við mislingum. Þar hafi þátttaka farið úr 94 prósent í 89 prósent árið 2022. Tæplega eitt þúsund börn sem hefði átt að bólusetja við mislingum árið 2020 misstu af bólusetningunni og flest þeirra hafa enn ekki verið bólusett. Bólusetningarþátttaka við mislingum sé því ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu meðal barna ef mislingar berast til landsins. Netið ekki nægilega þétt Nýverið hafa greinst á Íslandi kíghósti, mislingar og hettusótt. Kamilla Sigríður segir að þetta megi að einhverju leyti rekja til þess að netið sé ekki nægilega þétt en líka því sum bóluefni eru öflugri en önnur í að stöðva smit. Það hafi tekist vel þegar upp komu mislingar og hettusótt að koma í veg fyrir faraldur en það gildi ekki það sama um kíghóstann. Kamilla Sigríður segir að allt frá árinu 2018 hafi verið unnið að því að skrá betur þær bólusetningar sem fólk hefur farið í hérlendis og erlendis en einnig að bæta aðgengi að upplýsingunum. Sú vinna haldi áfram núna. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi um átakið segir að bólusetningar séu ein mikilvægasta og árangursríkasta leiðin til að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega eða deyi af völdum sjúkdóma sem hægt er að koma í veg fyrir, sjúkdóma á borð við mislinga, mænusótt, stífkrampa, barnaveiki og kíghósta. Stuðla að hjarðónæmi „Bóluefnin vernda ekki einungis einstaklinginn sem fær bólusetningu heldur stuðla einnig að hjarðónæmi og koma þannig í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma til þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu, til dæmis vegna skerts ónæmiskerfis eða skorts á aðgengi að bóluefnum.“ Í tilkynningunni kemur einnig fram að samkvæmt nýjum tölum frá UNICEF og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafi bólusetningar bjargað sex lífum á hverri einustu mínútu á síðustu 50 árum. Alls 154 milljónum einstaklinga samanlagt. Árangur bólusetninga á Íslandi er einnig verulegur en samkvæmt gögnum sóttvarnalæknis má áætla að um 2,500 lífum ung- og smábarna hafi verið bjargað frá 1950 með almennum bólusetningum. Sem hluti af átakinu hefur verið opnað nýtt vefsvæði til að auðvelda aðgengi að upplýsingum um fyrirkomulag almennra bólusetninga á Íslandi og hvar þær fara fram. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á fjölda tungumála, þar á meðal rúmensku, úkraínsku og arabísku. „Öll börn eiga rétt á bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum. Það á einnig við um þau börn sem búa eða dvelja hér á landi, óháð þjóðerni, ríkisfangi eða félagslegri stöðu. Sjúkdómar virða engin landamæri og með bólusetningum er hægt að koma í veg fyrir að börn veikist alvarlega og eins vernda þau börn sem ekki geta þegið bólusetningar vegna ungs aldurs eða undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með átakinu vilji þau lyfta upp bólusetningum og fagna þeim milljónum mannslífa sem hafa bjargast þökk sé þeim. „Við vonumst til að ná til sem flestra foreldra og forsjáraðila á Íslandi með upplýsingar um mikilvægi bólusetninga og hvert sé hægt að fara með börn til að fá reglubundnar bólusetningar,“ segir Birna en UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi á heimsvísu í að tryggja réttindi barna til bólusetninga og útvega samtökin yfir 40 prósent barna í efnaminni ríkjum bólusetningar. Órofin aðfangakeðja grundvöllur bólusetninga Fram kemur í tilkynningu UNICEF á Íslandi að þau hafi frá árinu 2023 verið í samstarfi við Controlant með áherslu á bólusetningar barna. Controlant er leiðandi á heimsvísu í rauntíma vöktunarlausnum í aðfangakeðju lyfja, þar á meðal bóluefna. Á myndinni eru, frá vinstri, Gísli Herjólfsson, forstjóri og einn stofnenda Controlant, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga, sóttvarnasviði embættis landlæknis, Sólveig Jóhannsdóttir, Hjúkrunarfræðingur, Heilsugæslan Efstaleiti og , Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Aðsend „Lykilþáttur í því að öll börn hafi tækifæri á lífsbjargandi bólusetningum, hvar sem þau eru í heiminum, er órofin aðfangakeðja þar sem rétt hitastig og gæði eru tryggð við hvert skref. Lausnir Controlant stuðla að skilvirkum, öruggum og sjálfbærum flutningi lyfja og bóluefna á heimsvísu,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri og einn stofnenda Controlant.
Bólusetningar Réttindi barna Heilbrigðismál Mannréttindi Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Tengdar fréttir Hvetja til bólusetninga fyrir ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fara yfir bólusetningar sínar og barna sinna hvort sem farið er á framandi slóðir eða stefnt á stutta ferð til nágrannalandanna. 22. apríl 2024 08:42 Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. 18. apríl 2024 16:36 Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. 14. febrúar 2024 14:27 Enginn annar greinst með mislinga Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar. 13. febrúar 2024 16:31 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Hvetja til bólusetninga fyrir ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fara yfir bólusetningar sínar og barna sinna hvort sem farið er á framandi slóðir eða stefnt á stutta ferð til nágrannalandanna. 22. apríl 2024 08:42
Kíghósti hefur náð útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Kíghósti hefur greinst hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu. Sumir þeirra hafa verið með einkenni frá því í mars en aðrir skemur. 18. apríl 2024 16:36
Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. 14. febrúar 2024 14:27
Enginn annar greinst með mislinga Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir það mikið gleðiefni að enginn annar hafi greinst með mislinga eftir að erlendur ferðamaður greindist hér þann 3. febrúar. 13. febrúar 2024 16:31
Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02
Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15