Innlent

Á­kærð fyrir að hafa orðið syni sínum að bana

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Móðir drengsins er ákærð fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi.
Móðir drengsins er ákærð fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi. Vísir/Sigurjón

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur móður sem grunuð er um að hafa orðið syni sínum að bana í Kópavogi. Hún hefur setið í gæsluvarðhaldið vegna málsins síðan í lok janúar. 

Hún er ákærð fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi annars vegar og hins vegar tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir að ákæra hafi verið gefin út í samtali við fréttastofu.

Gæsluvarðhald yfir konunni var framlengt í dag og samþykkti hún það. Hún bjó með drengnum og ellefu ára gömlum bróður hans. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en ekki á sama stað. Þau hafa búið á Íslandi í þrjú til fjögur ár og hafa alþjóðlega vernd.


Tengdar fréttir

Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs

Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær.

Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur

Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×