Innlent

Sjö sóttu um em­bætti skóla­meistara

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Skipað verður í embætti skólameistara þriggja framhaldsskóla frá fyrsta ágúst næstkomandi.
Skipað verður í embætti skólameistara þriggja framhaldsskóla frá fyrsta ágúst næstkomandi. Vísir/Vilhelm

Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust sjö umsóknir um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólans í Kópavogi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Ein umsókn barst um embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og var það umsókn Valgarðs Más Jakobssonar.

Um embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands sóttu Gunnar Páll Steinarsson, Margrét Sara Guðjónsdóttir, Soffía Sveinsdóttir, Sveinn Skúli Jónsson og Þórunn Jóna Hauksdóttir. Um umbætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi sótti Guðríður Hrund Helgadóttir.

Skipað verður í öll embættin frá fyrsta ágúst næstkomandi. Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættin til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×