Hvar er unga fólkið? Ingólfur Sverrisson skrifar 21. apríl 2024 21:31 Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun