Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar 26. febrúar 2025 12:45 Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í byrjun janúar að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi, hófust miklar vangaveltur um hver myndi taka við keflinu. Ljóst er að valið stendur nú á milli tveggja öflugra kvenna: Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Kosningabaráttan hefur verið hörð en heiðarleg þeirra í milli, og báðar hafa þær ferðast víða, haldið kynningarfundi og skrifað greinar til að kynna stefnu sína. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þær í viðtöl, þar á meðal Stefán Einar blaðamaður Morgunblaðsins, sem er þekktur fyrir gagnrýnar og krefjandi spurningar. Í því viðtali var gengið hart að Guðrúnu, en hún svaraði af yfirvegun og festu, leiðrétti rangfærslur Stefáns og kom sínum sjónarmiðum á framfæri með skýrum og trúverðugum hætti. Hún stóðst álagsprófið eins og sterkur formaður þarf að gera. Ferill frambjóðendanna Ég hef fylgst með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í mörg ár og tel hana hafa mikinn metnað, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hún var kosin ritari Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2015 og starfaði í þeirri stöðu fram til ársins 2019 þegar hún var skipuð dómsmálaráðherra. Hún hefur setið á Alþingi frá árinu 2016 og hefur þar með verið mikilvægur hluti af forystu flokksins. Þegar hún bauð sig fram og var kosin ritari flokksins og þá voru miklar væntingar um að hún myndi styrkja tengsl flokksins við unga fólkið. Hún hefur skipulagsgáfu og skýra stefnu og reynslu í pólitík, sem gerir hana að sterkum frambjóðanda. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði lengi hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís, þar sem hún gegndi ýmsum stjórnunarstöðum. Hún var formaður Samtaka iðnaðarins frá 2014 til 2020 og sat jafnframt í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Hún hefur einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Landssambands lífeyrissjóða, Háskólans í Reykjavík, Bláa Lónsins og víðar. Guðrún var kjörin á Alþingi árið 2021 sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún var skipuð dómsmálaráðherra í júní 2023 og gegndi því embætti til desember 2024. Í störfum sinum hefur hún hefur lagt ríka áherslu á frelsi einstaklingsins, minni ríkisafskipti og mikilvægi einkaframtaks í samfélaginu. Ég kynntist Guðrúnu þegar ég tók sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins á árunum 2014–2018, þar sem hún var varaformaður stjórnar. Ég áttaði mig fljótt á styrkleikum hennar: hún er fær í að miðla málum, skapa samstöðu og finna lausnir sem flestir geta sætt sig við. Hún hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og hagsmunagæslu fyrir bæði stór og smá fyrirtæki. Sem landsbyggðarmaður tengdi ég sterkt við hennar áherslur og sýn á málefni atvinnulífsins og samfélagsins um allt land. Næsti formaður Sjálfstæðisflokksins mun þurfa að takast á við stór verkefni: endurskipulagningu flokksins, sætta fylkingar, eflingu tengsla við kjósendur um land allt og tryggja að stefna hans endurspegli hagsmuni heildarinnar. Gamall máshattur segir, „Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur“. Eftir vandlega íhugun hef ég ákveðið að styðja Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Ég tel að með því séum við að færa flokkinn nær kjósendum um allt land, skapa frjóan jarðveg til vaxtar og tryggja sterka forystu til framtíðar. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, sem ég tel mikilvægan þátt í hlutverki leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Guðrún er bæði greind og reynd. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar