Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 10:31 Fullkomið andvaraleysi gagnvart skaðsemi hávaða í kennslurýmum Einhver stærsti meinvaldur í nútíma þjóðfélagi er hávaði ekki síst í skólum þar sem hann kemur í veg fyrir skilvirka kennslu – að nemendur geti heyrt og að rödd kennara geti borist. Það sem trúlega veldur þessu sinnu- og andvaraleysi almennings er þekkingaleysi sem ekki síst birtist í gildandi lögum um hávaða og hávaðamörk þ.e.a.s. hvað hávaði má verða mikill áður en hann gerist skaðvaldur. Lítum á reglugerðina sem liggur að baki mælingum Vinnueftirlits á hávaða í skólum. Í reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum (Nr. 921/2008) segir að hávaði yfir 8 stunda vinnudag megi ekki fara yfir 85 dB(A) - svokölluð efri viðmiðunarmörk en 80 dB(A) eru tiltekin sem neðri viðmiðunarmörk þ.e.a.s. þegar grípa þarf til sérstakra varúðarráðstafana til varnar heilsutjóni, og þá er átt við skaða á heyrn, af völdum hans. Decibel eða dB er mælieining á hljóðstyrk og (A) þýðir að líkt er eftir því hvernig mannseyrað nemur hljóðið. Af því að dB er logaritmiskur (ákveðið margfeldni á tölu) munar um hvert einasta dB. En hvers vegna eru sömu viðmiðunarmörk notuð í hávaðamælingum í skólum og verksmiðjum? Er verið að kanna hvort hávaði í skólum sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sé það svo þá er hann fyrir löngu kominn yfir þau mörk að hægt sé að eiga í vitrænum tjáskiptum. Það er sú starfsemi sem þarf að lögvernda í skólum. Þegar fullorðnir eiga í hlut er slík starfsemi lögvernduð sb. Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum nr 921/2006 1 kafli 5 gr.: Sérstök vinnusvæði Í stjórnklefum, verkstjórnarherbergjum og öðrum stöðum þar sem mikilvægt er að samræður geti átt sér stað skal að því stefnt að hávaði fari ekki yfir 65 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Í mat- og kaffistofum er æskilegt að hávaði fari ekki yfir 60 dB(A) að jafnaði þann tíma sem notkun stendur yfir. Á skrifstofum og öðrum stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Ekki einu orði minnst á skóla jafnvel þó huglæg starfsemi – samkvæmt lögum – eigi að fara þar fram. Þarna er dB (A) dottið ofan í 50 – 60 dB(A) sem eru þá talin vera þau hávaðamörk sem hávaði má ekki fara yfir á stöðum þar sem tjáskipti og einbeiting eiga sér stað hjá fullorðnum. Athyglisverð er greinin þar sem talað er um mat – og kaffistofur því að í matsölum skóla hefur hávaði mælst um og yfir 80dB. Reglugerð um hávaða (drög 31.maí 2007; 10 grein) er athygliverð. „Á stöðum þar sem börn sækja þjónustu og dvelja í lengri tíma s.s. skólum ber að líta á 80dB(A) sem hámark leyfilegs viðvarandi hávaða. Heilbrigðisnefnd getur krafist sérstakra ráðstafana til að lækka hljóðstig þegar hætta er talin á að hávaði geti valdið óþægindum eða skaða. Sérstaklega skal þá tekið tillit til þess að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir“. Hver lærir í 80 dB hávaða? Þessi hávaði er á neðri viðbragðsmörkum – samkvæmt lögum - þegar gera þarf ráðstafanir til að verja heyrn fullorðinna gegn hávaðanum. Börn þola síður hávaða en fullorðnir vegna þess að heyrnfæri þeirra hafa ekki náð fullum þroska og hlust þeirra er styttri. Þetta er alvarlegt í ljósi þess að hávaðaþolmörk samkvæmt lögum byggjast á þolmörkum fullorðinna. Fullorðnir standa einnig betur að vígi í hávaða þar sem þeir geta heyrt það sem þeir vilja heyra mun betur en börn. Bæði eru heyrnfæri fullorðinna þroskaðri og þeir hafa betra vald á máli sem auðveldar þeim að skilja það sem sagt er þó þeir heyri það ekki greinilega. Auk þess eru börn oftast nær hávaðauppsprettunni sem oftast er hávaði frá öðrum börnum eða skellir frá gólfi eða borðum. Málþroski á sér stað á fyrstu fjórum árum ævinnar. Málþroska er hætta búin ef barn dvelur í hávaða. Þess má geta að meginþorri barna dvelur á leikskólum allt upp í átta tíma. Hlutverk Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlit þegar kemur að hávaða Hlutverk Vinnueftirlits Ríkisins er að sjá um atvinnuöryggi fullorðinna. Þarna er ákveðið flækjusvið því skólar eru vinnustaður bæði fullorðinna og barna (sb. í lögum um grunnskóla nr.91/2008 “Grunnskóli er vinnustaður nemenda”). Samkvæmt lögum ber Heilbrigðiseftirliti að sjá um velferð barna en Vinnueftirliti um velferð fullorðinna. Það er hins vegar Vinnueftirlitið sem sér að öllu jafna um hávaðamælingar í skólum og gerir það á forsendum fullorðinna og þá út frá að hávaði skaði ekki heyrn þeirra. Það er athygliverð 11. grein í reglugerð 724/2008 um eftirlit í sambandi við hávaða. Þar kemur fram að Umhverfisstofnun í samstarfi við Skipulagsstofnun gefi út leiðbeiningar um “viðmiðanir um hljóðvistarkröfur í leik- og grunnskólum og annars staðar sem börn dvelja og hætta er talin á að hávaði geti valdið þeim ónæði eða verið heilsuspillandi”. Heilbrigðisnefndir skulu hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar. Heilbrigðisnefndir skulu eftir þörfum framkvæma eða láta framkvæma eftirlitsmælingar á hávaða. (Hvergi er minnst á að þeir sem mæla þurfi að hafa til þess sérstaka kunnáttu). Hvergi er minnst á að mæla þurfi hávaðann út frá forsendum barna. Á þá, samkvæmt þessu, að mæla hávaða í skólum á sömu forsendum og hann er mældur í verksmiðjum – hvort hann sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sú staðreynd, að börn séu viðkvæmari gagnvart hávaða en fullorðnir er viðurkennd í lögum sb. 724/2008 Reglugerð um hávaða 7.gr heilsuspillandi hávaði þar sem segir: Heilsuspillandi hávaði. Viðmið heilsuspillandi hávaða er 85 desíbel(A) LAeq (jafngildishljóðstig í 8 klst). Þegar heilsuspillandi áhrif hávaða eru metin, skal sérstaklega hafa í huga eftirfarandi atriði: a. Styrk hávaðans mældan í desíbelum(A). b. Tónhæð hávaðans. c. Hvort hávaðinn er stöðugur eða breytilegur. d. Daglega tímalengd hávaðans. e. Tíma sólarhringsins er hávaðinn varir. f. Heildartímabil, sem ætla má að hávaðinn vari (dagar/vikur). g. Að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir. Eðli hávaða og eyðileggingarmáttur hans Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók er skilgreint: “ORÐHLUTAR: hljóð-vist; það hvernig hljóð berst um húsrými”. Hins vegar er hávaði í lögum (7724/2008 Reglugerð um hávaða) skilgreindur sem “Óæskileg eða skaðleg hljóð sem stafa m.a. frá athöfnum fólks, umferð eða atvinnustarfsemi”. Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist, sem kveðið er á um í lögum að skuli vera góð, er engin trygging fyrir því að hávaði geti ekki orðið skaðlegur en slæm hljóðvist eykur hins vegar áhrif hávaða. Hávaði skiptist í tvennt annars vegar a) bakgrunnshávaði sem er stöðugur, fyrirsjáanlegur og útreiknanlegur og stafar yfirleitt af tækjum og tólum eins og t.d. skjávörpum og loftræstingarkerfum í skólum, b) erilshávaði sem er óstöðugur, ófyrirsjáanlegur og óútreiknanlegur og stafar af athöfnum, hreyfingum og búkhljóðum lifandi vera t.d. tali, söng, ræskingum, hlátri og gráti. Hávaði í skólaumhverfi er fyrst og fremst erilshávaði sem getur verið mismikill. Að því leyti getur verið vafasamt þegar hávaði er mældur að taka meðaltal af hávaðanum á einhverju vissu tímabili ef ekki er jafnframt séð til þess taka upp mælingatímabilið svo að hægt sé að heyra hvað veldur hávaðanum. Einnig getur verið vafasamt að mynda einhverja heildarmynd út frá skammtímamælingu sem hefur t.d átt sér stað þegar hávaði er mældur í 10 mínútur. Ástæðan er sú að ef verið er að mæla hávaða í umhverfi barna þá getur verið um margar breytur að ræða eins og aldur, líðan, athafnir, samsetning hóps. Jafnvel veðurfar getur skipt máli. Í allri löggjöf er velferð barna höfð að leiðarljósi. Þar á dvöl í hávaða ekki að vera undanskilin. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að dvöl barna í hávaða getur haft neikvæð áhrif á máltöku þeirra, heyrn og líðan. Tökum nokkur dæmi: Vellíðan : Óreglulegur bekkjarhávaði fer illa í börn (Dockrell and Shield, 2004) Rödd: Raddnotkun í hávaða getur haft skaðleg áhrif á rödd barna (McAllister og fl. 2009) Lestrargeta: Hávaði dregur t.d. úr lesskilningi (Stansfeld, 2005). Félagatengsl: Börn sem dvöldu í hávaða áttu erfiðara með að mynda tengsl við félaga og kennara (Klatte og fl., 2010). Hlustun: Hávaði getur drekkt talhljóðum, skrumskælt og gert þau óskiljanleg. Hlustun verður erfiðari (Howard o.fl., 2010) og hætt er við að hlustunarlöngun og hlustunargeta hverfi. Athygli og einbeiting: Hávaði dregur úr einbeitingu (Astolfia og Pellerey, 2008) og skerðir athygli (Sanz og fl., 1993, Hygge, 2003) Minni: Börn sem dvelja í hávaða eiga í erfiðleikum með orðaminni (skammtímaminni á orð) (Klatte, 2010), setningaminni (Hygge, 2003) og upprifjunarminni (Stanfeld, 2005). Málþroski: Hávaði hefur neikvæð áhrif á getu til að skilja mál (Ziegler og fl., 2011) og hávaði truflar meira skilning barna en fullorðinna á mæltu máli (Neuman og fl., 2010). Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Fullkomið andvaraleysi gagnvart skaðsemi hávaða í kennslurýmum Einhver stærsti meinvaldur í nútíma þjóðfélagi er hávaði ekki síst í skólum þar sem hann kemur í veg fyrir skilvirka kennslu – að nemendur geti heyrt og að rödd kennara geti borist. Það sem trúlega veldur þessu sinnu- og andvaraleysi almennings er þekkingaleysi sem ekki síst birtist í gildandi lögum um hávaða og hávaðamörk þ.e.a.s. hvað hávaði má verða mikill áður en hann gerist skaðvaldur. Lítum á reglugerðina sem liggur að baki mælingum Vinnueftirlits á hávaða í skólum. Í reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum (Nr. 921/2008) segir að hávaði yfir 8 stunda vinnudag megi ekki fara yfir 85 dB(A) - svokölluð efri viðmiðunarmörk en 80 dB(A) eru tiltekin sem neðri viðmiðunarmörk þ.e.a.s. þegar grípa þarf til sérstakra varúðarráðstafana til varnar heilsutjóni, og þá er átt við skaða á heyrn, af völdum hans. Decibel eða dB er mælieining á hljóðstyrk og (A) þýðir að líkt er eftir því hvernig mannseyrað nemur hljóðið. Af því að dB er logaritmiskur (ákveðið margfeldni á tölu) munar um hvert einasta dB. En hvers vegna eru sömu viðmiðunarmörk notuð í hávaðamælingum í skólum og verksmiðjum? Er verið að kanna hvort hávaði í skólum sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sé það svo þá er hann fyrir löngu kominn yfir þau mörk að hægt sé að eiga í vitrænum tjáskiptum. Það er sú starfsemi sem þarf að lögvernda í skólum. Þegar fullorðnir eiga í hlut er slík starfsemi lögvernduð sb. Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum nr 921/2006 1 kafli 5 gr.: Sérstök vinnusvæði Í stjórnklefum, verkstjórnarherbergjum og öðrum stöðum þar sem mikilvægt er að samræður geti átt sér stað skal að því stefnt að hávaði fari ekki yfir 65 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Í mat- og kaffistofum er æskilegt að hávaði fari ekki yfir 60 dB(A) að jafnaði þann tíma sem notkun stendur yfir. Á skrifstofum og öðrum stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. Ekki einu orði minnst á skóla jafnvel þó huglæg starfsemi – samkvæmt lögum – eigi að fara þar fram. Þarna er dB (A) dottið ofan í 50 – 60 dB(A) sem eru þá talin vera þau hávaðamörk sem hávaði má ekki fara yfir á stöðum þar sem tjáskipti og einbeiting eiga sér stað hjá fullorðnum. Athyglisverð er greinin þar sem talað er um mat – og kaffistofur því að í matsölum skóla hefur hávaði mælst um og yfir 80dB. Reglugerð um hávaða (drög 31.maí 2007; 10 grein) er athygliverð. „Á stöðum þar sem börn sækja þjónustu og dvelja í lengri tíma s.s. skólum ber að líta á 80dB(A) sem hámark leyfilegs viðvarandi hávaða. Heilbrigðisnefnd getur krafist sérstakra ráðstafana til að lækka hljóðstig þegar hætta er talin á að hávaði geti valdið óþægindum eða skaða. Sérstaklega skal þá tekið tillit til þess að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir“. Hver lærir í 80 dB hávaða? Þessi hávaði er á neðri viðbragðsmörkum – samkvæmt lögum - þegar gera þarf ráðstafanir til að verja heyrn fullorðinna gegn hávaðanum. Börn þola síður hávaða en fullorðnir vegna þess að heyrnfæri þeirra hafa ekki náð fullum þroska og hlust þeirra er styttri. Þetta er alvarlegt í ljósi þess að hávaðaþolmörk samkvæmt lögum byggjast á þolmörkum fullorðinna. Fullorðnir standa einnig betur að vígi í hávaða þar sem þeir geta heyrt það sem þeir vilja heyra mun betur en börn. Bæði eru heyrnfæri fullorðinna þroskaðri og þeir hafa betra vald á máli sem auðveldar þeim að skilja það sem sagt er þó þeir heyri það ekki greinilega. Auk þess eru börn oftast nær hávaðauppsprettunni sem oftast er hávaði frá öðrum börnum eða skellir frá gólfi eða borðum. Málþroski á sér stað á fyrstu fjórum árum ævinnar. Málþroska er hætta búin ef barn dvelur í hávaða. Þess má geta að meginþorri barna dvelur á leikskólum allt upp í átta tíma. Hlutverk Vinnueftirlits og Heilbrigðiseftirlit þegar kemur að hávaða Hlutverk Vinnueftirlits Ríkisins er að sjá um atvinnuöryggi fullorðinna. Þarna er ákveðið flækjusvið því skólar eru vinnustaður bæði fullorðinna og barna (sb. í lögum um grunnskóla nr.91/2008 “Grunnskóli er vinnustaður nemenda”). Samkvæmt lögum ber Heilbrigðiseftirliti að sjá um velferð barna en Vinnueftirliti um velferð fullorðinna. Það er hins vegar Vinnueftirlitið sem sér að öllu jafna um hávaðamælingar í skólum og gerir það á forsendum fullorðinna og þá út frá að hávaði skaði ekki heyrn þeirra. Það er athygliverð 11. grein í reglugerð 724/2008 um eftirlit í sambandi við hávaða. Þar kemur fram að Umhverfisstofnun í samstarfi við Skipulagsstofnun gefi út leiðbeiningar um “viðmiðanir um hljóðvistarkröfur í leik- og grunnskólum og annars staðar sem börn dvelja og hætta er talin á að hávaði geti valdið þeim ónæði eða verið heilsuspillandi”. Heilbrigðisnefndir skulu hafa eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar undir yfirumsjón Umhverfisstofnunar. Heilbrigðisnefndir skulu eftir þörfum framkvæma eða láta framkvæma eftirlitsmælingar á hávaða. (Hvergi er minnst á að þeir sem mæla þurfi að hafa til þess sérstaka kunnáttu). Hvergi er minnst á að mæla þurfi hávaðann út frá forsendum barna. Á þá, samkvæmt þessu, að mæla hávaða í skólum á sömu forsendum og hann er mældur í verksmiðjum – hvort hann sé það hár að hann geti skaðað heyrn fullorðinna? Sú staðreynd, að börn séu viðkvæmari gagnvart hávaða en fullorðnir er viðurkennd í lögum sb. 724/2008 Reglugerð um hávaða 7.gr heilsuspillandi hávaði þar sem segir: Heilsuspillandi hávaði. Viðmið heilsuspillandi hávaða er 85 desíbel(A) LAeq (jafngildishljóðstig í 8 klst). Þegar heilsuspillandi áhrif hávaða eru metin, skal sérstaklega hafa í huga eftirfarandi atriði: a. Styrk hávaðans mældan í desíbelum(A). b. Tónhæð hávaðans. c. Hvort hávaðinn er stöðugur eða breytilegur. d. Daglega tímalengd hávaðans. e. Tíma sólarhringsins er hávaðinn varir. f. Heildartímabil, sem ætla má að hávaðinn vari (dagar/vikur). g. Að börn eru viðkvæmari fyrir hávaða en fullorðnir. Eðli hávaða og eyðileggingarmáttur hans Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist samkvæmt íslenskri nútímamálsorðabók er skilgreint: “ORÐHLUTAR: hljóð-vist; það hvernig hljóð berst um húsrými”. Hins vegar er hávaði í lögum (7724/2008 Reglugerð um hávaða) skilgreindur sem “Óæskileg eða skaðleg hljóð sem stafa m.a. frá athöfnum fólks, umferð eða atvinnustarfsemi”. Ekki má blanda saman hljóðvist og hávaða. Hljóðvist, sem kveðið er á um í lögum að skuli vera góð, er engin trygging fyrir því að hávaði geti ekki orðið skaðlegur en slæm hljóðvist eykur hins vegar áhrif hávaða. Hávaði skiptist í tvennt annars vegar a) bakgrunnshávaði sem er stöðugur, fyrirsjáanlegur og útreiknanlegur og stafar yfirleitt af tækjum og tólum eins og t.d. skjávörpum og loftræstingarkerfum í skólum, b) erilshávaði sem er óstöðugur, ófyrirsjáanlegur og óútreiknanlegur og stafar af athöfnum, hreyfingum og búkhljóðum lifandi vera t.d. tali, söng, ræskingum, hlátri og gráti. Hávaði í skólaumhverfi er fyrst og fremst erilshávaði sem getur verið mismikill. Að því leyti getur verið vafasamt þegar hávaði er mældur að taka meðaltal af hávaðanum á einhverju vissu tímabili ef ekki er jafnframt séð til þess taka upp mælingatímabilið svo að hægt sé að heyra hvað veldur hávaðanum. Einnig getur verið vafasamt að mynda einhverja heildarmynd út frá skammtímamælingu sem hefur t.d átt sér stað þegar hávaði er mældur í 10 mínútur. Ástæðan er sú að ef verið er að mæla hávaða í umhverfi barna þá getur verið um margar breytur að ræða eins og aldur, líðan, athafnir, samsetning hóps. Jafnvel veðurfar getur skipt máli. Í allri löggjöf er velferð barna höfð að leiðarljósi. Þar á dvöl í hávaða ekki að vera undanskilin. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að dvöl barna í hávaða getur haft neikvæð áhrif á máltöku þeirra, heyrn og líðan. Tökum nokkur dæmi: Vellíðan : Óreglulegur bekkjarhávaði fer illa í börn (Dockrell and Shield, 2004) Rödd: Raddnotkun í hávaða getur haft skaðleg áhrif á rödd barna (McAllister og fl. 2009) Lestrargeta: Hávaði dregur t.d. úr lesskilningi (Stansfeld, 2005). Félagatengsl: Börn sem dvöldu í hávaða áttu erfiðara með að mynda tengsl við félaga og kennara (Klatte og fl., 2010). Hlustun: Hávaði getur drekkt talhljóðum, skrumskælt og gert þau óskiljanleg. Hlustun verður erfiðari (Howard o.fl., 2010) og hætt er við að hlustunarlöngun og hlustunargeta hverfi. Athygli og einbeiting: Hávaði dregur úr einbeitingu (Astolfia og Pellerey, 2008) og skerðir athygli (Sanz og fl., 1993, Hygge, 2003) Minni: Börn sem dvelja í hávaða eiga í erfiðleikum með orðaminni (skammtímaminni á orð) (Klatte, 2010), setningaminni (Hygge, 2003) og upprifjunarminni (Stanfeld, 2005). Málþroski: Hávaði hefur neikvæð áhrif á getu til að skilja mál (Ziegler og fl., 2011) og hávaði truflar meira skilning barna en fullorðinna á mæltu máli (Neuman og fl., 2010). Höfundur er talmeinafræðingur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar