25 þjóðerni í Grundaskóla á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. apríl 2024 14:31 Nemendur unnu fjölbreytt og skemmtileg verkefni á fjölmenningardögunum. Aðsend Það er búið að vera meira en nóg að gera hjá nemendum og starfsfólki Grundaskóla á Akranesi síðustu daga því þar voru haldnir fjölmenningardagar en nemendur frá tuttugu og fimm löndum eru í skólanum. Einn nemandi kemur frá Arúba, sem er eyja í Karíbahafi. Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í Grundaskóla eru um 700 nemendur og 160 starfsmenn. Dagana 16. til 18. apríl voru haldnir skemmtilegir þemavinnudagar um fjölmenningu, sem Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri hafði yfirumsjón með. „Hér í skólanum eru 25 þjóðerni og við skiptum hópunum í 24, við skyldum Ísland frá og unnum ýmis verkefni. Þar á meðal vorum við að leggja áherslu á menningu og sérkenni hvers þjóðar en ekki síður þar sem við eigum sameiginlegt, okkur finnst það mikilvægt líka,” segir Valgerður Jóna. Og tókst þetta ekki vel? „Mjög vel og allir mjög ánægðir og það er sérstaklega gaman að sjá þegar eldi og yngri nemendur vinna saman og maður sér oft stjörnu í augunum á yngri börnunum því þau líta upp til þeirra eldri, þannig að þetta var alveg frábært.” Valgerður Jóna Oddsdóttir, deildarstjóri í Grundaskóla á Akranesi, sem er mjög ánægð með hvað fjölmenningardagarnir í skólanum tókust vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og verkefni þemadaganna voru mjög fjölbreytt. „Það var mjög frjálst, við vorum með svona föst verkefni. Það lærðu allir sömu dansana og hver hópur gerði þjóðfána hvers lands og síðan lærðu þau eitt orð í því tungumáli, sem átti við og það var orðið vinur,” segir Valgerður Jóna. Dagarnir tókust einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er sérstakasta landið sem nemandi kemur frá að mati Valgerðar Jónu? „Já, ég myndi nú kannski nefna Arúba, það er mjög fámenn þjóð og hópurinn fékk föður barnsins til að koma, sem er frá Arúba og hann var með kynningu fyrir hópinn og ég held að hann hafi sagt að hann væri eini aðilinn hér á Íslandi frá Arúba, þannig að það var virkilega gaman.” Farið var í skemmtilega skrúðgöngu í tilefni daganna um Akranes.Aðsend Heimasíða skólans
Akranes Skóla - og menntamál Fjölmenning Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira