Magni kaupmaður látinn 88 ára að aldri Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 15:56 Magni og Steinunn, sem lifir mann sinn. Magni var ákaflega minnisstæður maður og var um langt skeið holdgervingur verslunar við Laugaveginn. Oddný Magni Reynir Magnússon kaupmaður lést á Landspítalanum 16. apríl á 89. aldursári. Magni fæddist í Reykavík 5. nóvember 1935 og ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn. Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Magni var gjarnan kenndur við spilabúð sína „Hjá Magna“ og setti hann heldur betur lit sinn á miðborgina. Hann bar af sér ákaflega góðan þokka, var sjentilmaður og einkar vinsæll meðal fjölmiðlamanna þegar þurfti að taka púlsinn á miðborgarstemmningunni. Það má því sannarlega segja að skarð sé fyrir skildi með brotthvarfi hans, miðborgin er önnur. Reykjavík er önnur en hún var eftir að bílaumferð var bönnuð og túristabúðirnar tóku yfir. En Magni var reyndar sestur í helgan stein. Magni rak Frímerkjamiðstöðina á Skólavörðustíg með viðskiptafélögum sínum. Þar höndlaði Magni með frímerki, myntir og ýmsa aðra safnmuni. Árið 1978 stofnaði Magni svo „Hjá Magna“ að Laugavegi 15 og þar bættust hin ýmsu spil við safnmunina. Magni rak þá verslun ásamt eiginkonu sinni Steinunni Guðlaugsdóttur og sagði hann í samtali við Vísi að galdurinn við að tóra svo lengi væri „að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vinsæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ Magni var einstaklega viðræðugóður og þegar hann lét af störfum að verða sjötugur sagðist hann vilja eiga einhvern tíma til að leika sér, hvort einhver vildi ekki kaupa og halda áfram að vera Jókerinn við Laugaveg. Þar segir að allar götur síðan 1979 hafi Magni verið órjúfanlegur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaupmannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalíserað, það er mínusinn við þetta," segir hann og hlær. Magni var kvæntur Steinunni sem lifir mann sinn en hún er fædd 1942. Þá skilur hann eftir sig þrjú uppkomin börn: Oddnýju Elínu f. 1964, Guðmund Hauk f. 1969 og Ingibjörgu f. 1974, sex barnabörn og þrjú barnabarnabörn.
Andlát Verslun Reykjavík Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira