„Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. janúar 2025 07:02 Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, titraði og skalf á fréttafundum fyrst þegar hún hóf sinn fréttamannaferil. Sjö árum síðar flutti hún sig um set til Play og segist nú þegar vera orðin háð þeim geira. Nadine líst vel á þingmennsku eiginmannsins Snorra Mássonar og segir þau skötuhjúin saman í pólítíkinni. Vísir/RAX „Þú verður mjög háður flugbransanum og það er mjög erfitt að aftengja sig honum. Rétt eins og gildir reyndar um fjölmiðla,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play. „Ég fæ alla vega sama kikk út úr þessu. Það er þessi hraði. Í fluggeiranum er þetta eins og spilaborg; ef eitt flug klikkar hefur það keðjuverkandi áhrif og þá má ekkert annað klikka og svo framvegis. Tíðarandinn í fjölmiðlunum var aðeins öðruvísi þegar ég byrjaði. Því þá gekk allt út á að skúbba einhverju á forsíðu Fréttablaðsins. Og ég fékk reyndar alltaf mjög mikið út úr því að skúbba,“ segir Nadine. Sem samhliða fréttamannsstarfinu kláraði lögfræðina í Háskóla Íslands og eignaðist sitt fyrsta barn. Og samhliða starfinu hjá Play eignaðist sitt annað barn, er ólétt af því þriðja og hefur haldið úti hlaðvarpinu Eftirmálum með Þórhildi Þorkelsdóttur. Þættir sem enduðu reyndar sem sex þátta sería á Stöð 2. En hvernig fer Nadine að þessu? Hvað leiddi hana í fjölmiðla og síðar í fluggeirann? Og lumar Nadine á einhverjum góðum ráðum fyrir okkur hin fyrir starfsframann eða þriðju vaktina? Nadine segist of stjórnsöm til að treysta eiginmanninum fyrir þriðju vaktinni. Hann sé þó öflugur með börnin og ýmiss verkefni en Nadine er nú langt gengin með þriðja barnið. Nadine segir reynslu hennar og Þórhildar Þorkelsdóttur úr fréttamennskunni hafa hjálpað mikið til við að vinna að þáttunum Eftirmálum samhliða krefjandi starfi hjá Play. Já hún er gift… Nadine var það lengi á skjánum sem fréttamaður að við erum flest öll löngu orðin kunnug andlitinu. Til viðbótar við röddina sem við heyrðum reglulega í Bylgjufréttum: Nadine Guðrún Yaghi segir fréttir. Í fyrra lásum við síðan á Vísi um stjörnubrúðkaup hennar og Snorra Mássonar; haldið á Siglufirði, þar sem skötuhjúin hafa bæði fjölskyldutengsl. Stuttu síðar fengum við þó þær fréttir að parið væri víst ekki löglega gift. Því það vantaði upprunalega fæðingarvottorð Nadine sem fæddist í smáríkinu Katar í Mið-Austurlöndunum. En hver er staðan; ertu gift eða ekki gift? „Jú við erum gift,“ svarar Nadine og brosir. „Pabbi býr í Dubai og þaðan eru bara tveir klukkutímar til Katar. Það var samþykkt að hann myndi sækja vottorðið og póstleggja það til Íslands.“ Sem betur fer því síðar í samtalinu segir Nadine: „Jú ætli það megi ekki segja það: Að ég verði alveg rosalega ástfangin. Að minnsta kosti af Snorra. Ef eitthvað er, vildi ég bara óska þess að við hefðum kynnst fyrr.“ Og nú sést blik í augum. „Við erum voða mikið í þessu saman,“ segir Nadine um pólitíkina og það nýja hlutverk eiginmannsins að vera kominn inn á þing. Telur þú líklegt að þú farir jafnvel að fylgjast meira með pólitíkinni í fréttum nú en áður? „Já alveg pottþétt,“ svarar Nadine og bætir við: „Ég fann það í aðdraganda kosninganna. Því þá las ég allar fréttir sem birtust. Allar!“ En við skulum byrja á byrjuninni. Móðir Nadine, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir var aðeins 16 ára þegar hún varð alveg svakalega ástfangin í Katar, smáríki sem fáir Íslendingar þekkja vel til. Þar fæddist Nadine og fyrstu árin bjó hún í Katar, Jemen og Kúveit þar sem systir hennar fæddist. Mæðgurnar fluttu til Íslands þegar Nadine var sex ára. Dyraöt og ólöglegt áfengi Nadine fæddist í Doha, höfuðborg Katar árið 1990. Borgin er staðsett við Persaflóa, þar sem móðir Nadine, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, varð svona svakalega ástfangin af Hassan Yaghi. „Hún aðeins 16 ára en hann 25 ára. Þau giftast þegar mamma er 18 ára og mamma er tvítug þegar ég fæðist. Pabbi var hótelstjóri á 5 stjörnu hótelum og því flökkuðum við svolítið um. Bjuggum í Jemen um tíma og síðar Kúveit og svo fæddist systir mín árið 1992.“ En hvað kom til að ung íslensk kona var stödd í Katar árið 1990; smáríki sem fæstir Íslendingar þekkja mikið til? „Afi var að vinna hjá Siemens og hann og amma fluttu þangað vegna vinnunnar hans. Mamma var yngst systkina og því tekin með þangað,“ útskýrir Nadine. Þegar foreldrar Nadine skildu, flutti Guðrún með dæturnar til Íslands og fór í mannfræði í háskólanum. „Og varð meira að segja mikil kvenréttindakona og femínisti. Mögulega vegna áhrifa af því sem hún sá og kynntist í þessum löndum því þótt pabbi sé ekki strangtrúaður múslimi, upplifði hún hvaða afleiðingar sú menning hefur haft fyrir konur víða.“ Mæðgurnar bjuggu hjá ömmu og afa Nadine fyrst eftir heimkomuna, síðan á stúdentagörðum en þaðan fluttu þær í vesturbæinn þar sem Nadine hefur búið síðan. „Ég elska vesturbæinn“ sagði hún meira að segja eitt sinn í aðdraganda viðtalsins. Síðari maður Guðrúnar var Anton Karl Gregory sem Nadine segir að hafi gengið sér og systur sinni í föðurstað. „Hann var í rauninni miklu meiri pabbi minn en pabbi minn úti sjáðu til.“ Minningarnar úr vesturbænum; Melaskóla og síðar Hagaskóla eru mjög góðar. „Margar af mínum bestu vinkonum eru frá þessum tíma og auðvitað var ýmislegt brallað. Að gera dyraöt og hlaupa í burtu til dæmis,“ segir Nadine og hlær. „Unglingsárin voru þó ekki eins falleg. Enda segir mamma oft við mig að það hafi ræst ótrúlega vel úr mér og vinkonum mínum miðað við hvernig þau voru. Í 8.bekk byrjuðum við að drekka og þá var ýmislegt á sig lagt til að komast yfir áfengi, oft ólöglega eða með því að stela því að heiman. Fara síðan út á róló og drekka það þar,“ segir Nadine en bætir við: „En það svo sem urðu engin stórslys og þessi vandræðagangur rjátlaðist af okkur.“ Saman hélt vinkonuhópurinn í MS þar sem Nadine skráði sig á félagsfræðibraut. Og hvenær sem færi gafst, var farið í ferðalög; mánaðarreisur til Miðausturlanda, Suður Ameríku, Asíu og víðar. „Ég elska að ferðast þótt maður fari kannski ekki á jafn framandi staði nú þegar maður er kominn með börn. En í framtíðinni stefni ég þó á að gera það aftur.“ Æskuvinkonuhópur Nadine ferðaðist til spennandi áfangastaða hvenær sem færi gafst og þá jafnvel í mánuð í senn. Með lítil börn segir Nadine áfangastaðina hefðbundnari staði í dag en seinna meir stefni hún aftur á ferðalög til framandi landa. Enda elski hún að ferðast. Mælir með fjölmiðlum fyrir ungt fólk Nadine segir MS árin hafa verið flottan tíma. Hún hafi þó ekki vitað hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. „Var um tíma að hugsa um eitthvað eins og fatahönnun eða að verða grafískur hönnuður.“ Þó var eitt sem heillaði hana alltaf: Sjónvarpið. „Mér fannst eitthvað heillandi við þennan fjölmiðlaheim. Fylgdist mikið með spurningaþáttum, kvöldfréttum og fleira sem var á dagskrá. Skráði mig í lögfræði og náði einhvern veginn að plata mig inn í fréttamannapróf hjá 365 miðlum, því vinkona mín var að vinna hjá Fréttablaðinu og sjálf þekkti ég líka aðeins til Kristínar Þorsteinsdóttur sem þá var ritstjóri.“ Nadine tók starfinu alvarlega frá fyrsta degi. „Ég undirbjó mig vel undir þetta fréttamannapróf og fékk starfið. Sem var hlutastarf með skólanum. Ég vissi samt ekkert í hvað ég var að koma mér því ári eftir menntaskóla er maður ekki farin að skilja hvernig heimurinn virkar; hvernig stjórnsýslan virkar, samfélagið og svo framvegis,“ segir Nadine og brosir. Allt í einu var ég samt orðinn blaðamaður á Fréttablaðinu og átti að skrifa um einhvern skandal á Alþingi og fleira í þeim dúr. Ég skalf síðan og nötraði á hverjum einasta fréttafundi á morgnana, því þar áttu allir að mæta með eitthvað mál. Helst skúbb.“ Nadine viðurkennir að fyrstu mánuðirnir hafi verið verulega erfiðir. En mikill lærdómur. „Þetta var mikið stress en ég lagði mig í líma við að mæta aldrei á fréttafund án þess að vera með eitthvað mál, þótt ég sæti sveitt fram eftir kvöldi til að finna það. Í raun var ég frekar fljót að þefa upp fréttir og hvað þyrfti til að finna þær.“ Sem er þá hvað? „Þú þarft einfaldlega að hringja út um allt. Jafnvel í fólk sem þú þekkir ekkert svo vel. Og eflaust hefur verið óþolandi fyrir sumt fólk að þekkja mig á þessum tíma því ég var alltaf að spyrja: Má segja frá þessu? Er þetta opinbert og svo framvegis.“ Í dag segist Nadine þó búa að þessu. „Að þurfa að vinna í svona miklum hraða. Að taka upp símann óhræddur í alls konar aðstæðum og tala við fólk. Mér finnst ég búa vel að þessari reynslu í dag. Enda myndi ég hiklaust hvetja fólk rúmlega tvítugt að reyna fyrir sér í fjölmiðlum sem upphafið á sínum starfsferli. Því þar lærir þú svo margt sem einfaldlega þú getur ekki lært svona hratt á annars konar vinnustöðum en býr þig vel undir atvinnulífið. Það er aldrei að vita nema þetta sé líka bara starfsferillinn fyrir fólk, eins og margir í þessum bransa þekkja, að losna aldrei við bakteríuna.“ Sem dæmi nefnir Nadine: „Þú lærir að vinna mjög hratt. Skrifa texta. Að kjarna aðalatriðin frá aukaatriðunum, að koma hlutunum frá þér á aðgengilegan hátt, að tjá þig og svo framvegis.“ Svo heilluð var Nadine af fjölmiðlaumhverfinu að eftir útskriftina úr lögfræðinni, tók hún sér hlé frá námi og fór ekki í meistaranámið fyrr en þremur árum síðar. „Ég sá mig algjörlega fyrir mér áfram í þessu umhverfi. Og fannst ég ekkert þurfa á meira námi að halda. Eftir nokkur ár á Fréttablaðinu fór ég að vinna í fréttum fyrir Stöð 2 og síðar í þættinum Kompás.“ Í tvígang vann Nadine til blaðamannaverðlauna, auk þess að hafa verið tilnefnd til fleiri. „Að skúbba skipti mig líka svo miklu máli. Það er einfaldlega einhver tilfinning sem fylgir skúbbinu sem maður verður háður. Ég var líka alltaf í keppni við sjálfan mig um að ná að vera með fyrstu fréttina í fréttatímanum.“ Sem altso telst þá sú stærsta í kvöldfréttatímanum. Þau fréttamál sem heilluðu Nadine alltaf mest voru sakamál. „Þótt þau væru stundum ljót. Málið er samt að á bakvið hvert sakamál er einhver saga, eitthvað fólk,“ segir Nadine. Nýr kafli Nadine fór snemma í sambúð og árið 2018 eignaðist hún soninn Theodór Schram. „Ég fór í stutt fæðingarorlof eða um sex eða sjö mánuði. Mér lá svo á að snúa aftur til starfa.“ Margt breyttist þó eftir þetta fyrsta stutta fæðingarorlof. „Allt í einu fór mér að finnast ég vera búin með allt sem ég gæti svo sem upplifað í fréttamennskunni. Því allt í einu var runnin upp enn ein Þorláksmessan þar sem ég stóð á Skólavörðustígnum og talaði við vegfarendur eða sagði fréttir af enn einum skandalinum af Alþingi og svo framvegis. Fréttir eru nefnilega þannig að þær fara í hring.“ Nadine segist þó ekki frá því að mögulega hafi það líka haft áhrif að hún hafi þó farið í burtu í smá tíma, þegar hún fór í fæðingarorlofið. Vinkona Nadine starfaði þá þegar hjá Play. „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af flugrekstri. Fundist sá heimur sjarmerandi. Á sínum tíma vann ég mikið af fréttum um Wowair og kynntist því þá hversu flókinn rekstur þetta er og hversu margt þarf að ganga upp til þess að svona lággjaldaflugfélög virki,“ segir Nadine en bætir við því við að Play sé þó að öðru leyti gjörólíkt félag; skráð á markað og ekki með breiðþotur og fleira eins og Wowair. „Í raun er Play að gera margt öfugt við hvernig Wowair gerði.“ En hvað með þessar sögusagnir um að Play sé mögulega að fara á hausinn? „Já, við könnumst auðvitað við þessa umræðu og auðvitað er hún hvimleið. Raunar á ég oft erfitt með að sjá hvaðan þetta sprettur í ljósi þess að innanhúss hjá okkur er staðan einfaldlega allt önnur. Þar hlæjum við að þessum sögusögnum og einbeitum okkur að því að hugsa fram í tímann,“ svarar Nadine en bætir við: Og ég hef reyndar oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta? Verða þær enn í gangi eftir fimm ár eða tíu ár? Eða fylgja svona sögusagnir alltaf rekstri lággjaldaflugfélaga eins og Play.“ Og nú kikkar samskiptafulltrúinn sterkt inn í spjallið: „Þegar félög eru skráð á markaði er upplýsingaskyldan mjög ströng. Mánaðarlega þurfum við að gefa upp mjög ítarlegar upplýsingar um gang mála hjá okkur. Reksturinn sem slíkur er líka allt annar hjá félögum sem eru skráð á markaði og í eigu þeirra hluthafa sem fjárfesta í skráðum félögum. Þetta er því allt öðruvísi rekstur og umhverfi en til dæmis gilti hjá Wowair eða Iceland Express.“ Nadine hefur velt því fyrir sér hvort sögusagnir um að Play sé að fara á hausinn muni einhvern tíma hætta eða hvort þess lags sögusagnir séu einfaldlega fylgikvilli lággjaldarflugfélaga. Innanhús segir hún starfsfólk Play hlæja að sögusögnunum en einbeita sér þess í stað að horfa fram á veginn. Að hætta í fjölmiðlum og byrja að vinna hjá Play var þó smá menningarbreyting fyrir Nadine. „Á Stöð 2 vann ég á vöktum en hjá Play var ég allt í einu farin að vinna frá átta til fjögur eða níu til fimm, sem þó er svo sem ekki alveg rétt því auðvitað er ég líka að taka símtöl á mörgum öðrum tímum eða eins og þarf. En hjá Play er mjög mikið lagt upp úr uppbyggingu fyrirtækjakúltúrs, miklu meira en ég átti að venjast af fréttastofunni. Þetta var því alveg smá brekka í upphafi og það tók mig smá tíma að venjast nýjum vinnutakti,“ segir Nadine. Þegar Nadine réði sig til Play, var hún ráðin í starf upplýsingafulltrúa. En síðan hefur aldeilis margt breyst og óhætt að segja að Nadine hafi vaxið í starfi. „Ég heyrði í upphafi undir sölu- og markaðssvið og byrjaði því í starfi þar sem ég var mest megnið að svara fjölmiðlum og skrifa fréttatilkynningar. Svo kom ég að fjárfestatenglsum félagsins og vann að uppgjörum og fleira. Síðar fékk ég að taka þjónustuna og þessi innanhús samskipti líka. Mér hefur reyndar fundist þjónustuhlutinn óskaplega skemmtilegur og fundist ég læra heilmikið af því að vinna í honum,“ segir Nadine og bætir við: „Núna er ég komin með markaðs- og samskiptahlutann og er alveg að finna mig í því.“ Það kallar á mikla skipulagsvinnu að vera með tvö börn á heimili og nú er stutt í að þriðja barnið fæðist; sem Nadine og Snorri vita ekki hvort kynið verður. Nadine segist ekki hafa áhyggjur af ófjölskylduvænum vinnutíma Alþingis nú þegar Snorri er kominn á þing. Þau eigi gott bakland að leita til.Vísir/RAX Þriðja vaktin og góðu ráðin Nadine og Snorri kynntust þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn á Stöð 2. Þá fyrst sem vinir en síðar fóru þau að stinga saman nefjum. Það var árið 2022 og árið 2023 fæddist sonurinn Már Snorrason. Árið 2024 giftu þau sig á Siglufirði og nú eru aðeins þrír mánuðir í þriðja barnið. „Já við höfum ekkert verið að slóra,“ segir Nadine og hlær. „Hjá okkur gerist allt mjög hratt.“ Í þetta sinn veit parið ekki hvort kynið verður. „Það verður nýtt að upplifa það. Ég held reyndar að synirnir yrðu ánægðari með að eignast lítinn bróður en sjálf viðurkenni ég að mér þætti ekkert verra að fá litla stelpu. Þó ekki nema til að jafna kynjahlutföllin.“ Heima fyrir ganga málin fyrir sig eins og svo margir þekkja: Foreldrarnir eru að skipta með sér verkum, treysta á baklandið þess á milli og reyna að halda utan um skipulagið samhliða því að rækta sjálfan sig. Hingað til hafa börnin verið tvö aðra vikuna en eitt hina vikuna því eldri strákur Nadine býr þá hjá föður sínum. „Það er reyndar mikill munur á því að vera með eitt barn eða tvö börn því þá viku sem við erum með tvö börn þarf skipulagið hreinlega að vera í excel; að skutla í grunnskóla, sækja í frístund, passa upp á nesti og svo framvegis,“ segir Nadine og hlær. „Vikuna sem við erum bara með eitt barn finnst okkur því vera hin rólegasta.“ En hvað með þriðju vaktina? „Jú, ætli ég sé ekki aðeins meira með hana,“ svarar Nadine eftir smá umhugsun. „En reyndar er það kannski líka mér að kenna því ég er soddan kontrólfrík að ég er alltaf að skipta mér af öllu sem hann gerir. Ég myndi til dæmis aldrei vilja að Snorri færi að velja einhverja afmælisgjöf fyrir afmæli sem við værum að fara í,“ segir Nadine og hlær. Á móti kemur er hann eiginlega öflugri með börnin og í ákveðnum verkefnum. Ég til dæmis ryksuga aldrei og hann sér um allan þvottinn. Verkaskiptingin hjá okkur er því almennt bara góð.“ En nú er Aþingi ekki þekkt fyrir fjölskylduvæna vinnutíma. Hvernig líst þér á að Snorri sé að fara að vinna þar og þriðja barnið á leiðinni? „Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að við búum að svo góðu baklandi. Pabbi Snorra er til dæmis alltaf til í að passa barnabörnin.“ Fyrir foreldra með börn og bú, spennandi starfsframa og allt í gangi er samt líka áherslan á að rækta sjálfan sig, sinna hreyfingu og öðru. „Já við leggjum mikla áherslu á hreyfingu. Ef við sjáum klukkutíma aflögu þá skellum við okkur í ræktina. Ekki síst þá viku sem við erum bara með eitt barn,“ svarar Nadine og minnist aftur á góða tengdapabbann sem alltaf er til í að passa. Nadine hvetur fólk til að vera duglegt að segja Já við tækifærum og að mikla hlutina ekki of mikið fyrir sér. Sjálf hefur hún unnið sig vel upp í starfsframa hjá Play og í dag upplifir í draumadjobbinu. Lengi vel sá hún fyrir sér að starfa áfram í fjölmiðlum, en þegar henni fannst hún vera farin að flytja nánast sömu fréttirnar aftur og aftur, hafi henni fundist kominn tími til að hætta.Vísir/RAX Almennt segist Nadine ekki telja að hún myndi þrífast í starfi nema hún brynni fyrir því og í augnablikinu upplifir hún starfið sitt hjá Play sem sitt draumastarf. Að segja skilið við fjölmiðlana hefur þó verið erfitt enda fóru hún og Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrum fréttakona hjá RÚV af stað með þættina Eftirmála árið 2022; þættina má sjá hér. En hvernig ferðu eiginlega að þessu öllu saman? „Ef ég hef ekki nóg að gera held ég að mér færi bara að líða illa. Ég hef því aldrei setið bara róleg og gert ekki neitt í heilan eða hálfan dag. Á móti kemur að til dæmis með Eftirmálaþættina. Þar búum við Þórhildur báðar af þeirri reynslu að við kunnum þetta alveg. Því þótt annar hver maður sé byrjaður með hlaðvarpsþætti, kunnum við það báðar frá fréttamennskunni að búa til handrit og pródúsera þætti. Ég er ekki viss um að það séu margir hlaðvarpsþættir pródúseraðir eins og okkar.“ Um góðu ráðin og starfsframann segir Nadine: „Ég hef alltaf verið dugleg að segja Já við tækifærum. Og myndi almennt hvetja fólk til að mikla ekki hlutina of mikið fyrir sér. Við erum stundum gjörn á að halda að annað fólk sé betra en við sjálf. Það er hins vegar ekki rétt. Þú getur nefnilega sett þig inn í allt ef þú hefur sjálfsöryggi og trú á sjálfum þér,“ segir Nadine og bætir við: Við eigum líka ekkert að reyna alltaf að vera best í öllu. Ég vill miklu frekar vinna með fólki sem er betri en ég í mörgu. Og við eigum heldur ekkert að hræðast það þótt við gerum stundum mistök eða klúðrum einhverju. Við bara lærum af því og stundum þurfum við einfaldlega að taka smá áhættur. Ef við gerum það ekki, gerist ekki neitt og þá nær maður engum árangri.“ Starfsframi Vinnustaðurinn Fjölmiðlar Play Tengdar fréttir Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 „Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust“ „Ég er að vinna í alls kyns verkefnum núna. Til dæmis að leggja lokahönd á framleiðslu Ráðherrans seríu 2 sem ég er mjög stolt af að hafa fengið að keyra áfram,“ segir Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi með tilvísun í starf sitt hjá Saga Film. 22. apríl 2024 07:24 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Ég borðaði í raun allt sem ég komst í. Sem var ekkert endilega auðvelt fyrir einstæða móður. Að vera með svona holdanaut á heimilinu,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég fæ alla vega sama kikk út úr þessu. Það er þessi hraði. Í fluggeiranum er þetta eins og spilaborg; ef eitt flug klikkar hefur það keðjuverkandi áhrif og þá má ekkert annað klikka og svo framvegis. Tíðarandinn í fjölmiðlunum var aðeins öðruvísi þegar ég byrjaði. Því þá gekk allt út á að skúbba einhverju á forsíðu Fréttablaðsins. Og ég fékk reyndar alltaf mjög mikið út úr því að skúbba,“ segir Nadine. Sem samhliða fréttamannsstarfinu kláraði lögfræðina í Háskóla Íslands og eignaðist sitt fyrsta barn. Og samhliða starfinu hjá Play eignaðist sitt annað barn, er ólétt af því þriðja og hefur haldið úti hlaðvarpinu Eftirmálum með Þórhildi Þorkelsdóttur. Þættir sem enduðu reyndar sem sex þátta sería á Stöð 2. En hvernig fer Nadine að þessu? Hvað leiddi hana í fjölmiðla og síðar í fluggeirann? Og lumar Nadine á einhverjum góðum ráðum fyrir okkur hin fyrir starfsframann eða þriðju vaktina? Nadine segist of stjórnsöm til að treysta eiginmanninum fyrir þriðju vaktinni. Hann sé þó öflugur með börnin og ýmiss verkefni en Nadine er nú langt gengin með þriðja barnið. Nadine segir reynslu hennar og Þórhildar Þorkelsdóttur úr fréttamennskunni hafa hjálpað mikið til við að vinna að þáttunum Eftirmálum samhliða krefjandi starfi hjá Play. Já hún er gift… Nadine var það lengi á skjánum sem fréttamaður að við erum flest öll löngu orðin kunnug andlitinu. Til viðbótar við röddina sem við heyrðum reglulega í Bylgjufréttum: Nadine Guðrún Yaghi segir fréttir. Í fyrra lásum við síðan á Vísi um stjörnubrúðkaup hennar og Snorra Mássonar; haldið á Siglufirði, þar sem skötuhjúin hafa bæði fjölskyldutengsl. Stuttu síðar fengum við þó þær fréttir að parið væri víst ekki löglega gift. Því það vantaði upprunalega fæðingarvottorð Nadine sem fæddist í smáríkinu Katar í Mið-Austurlöndunum. En hver er staðan; ertu gift eða ekki gift? „Jú við erum gift,“ svarar Nadine og brosir. „Pabbi býr í Dubai og þaðan eru bara tveir klukkutímar til Katar. Það var samþykkt að hann myndi sækja vottorðið og póstleggja það til Íslands.“ Sem betur fer því síðar í samtalinu segir Nadine: „Jú ætli það megi ekki segja það: Að ég verði alveg rosalega ástfangin. Að minnsta kosti af Snorra. Ef eitthvað er, vildi ég bara óska þess að við hefðum kynnst fyrr.“ Og nú sést blik í augum. „Við erum voða mikið í þessu saman,“ segir Nadine um pólitíkina og það nýja hlutverk eiginmannsins að vera kominn inn á þing. Telur þú líklegt að þú farir jafnvel að fylgjast meira með pólitíkinni í fréttum nú en áður? „Já alveg pottþétt,“ svarar Nadine og bætir við: „Ég fann það í aðdraganda kosninganna. Því þá las ég allar fréttir sem birtust. Allar!“ En við skulum byrja á byrjuninni. Móðir Nadine, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir var aðeins 16 ára þegar hún varð alveg svakalega ástfangin í Katar, smáríki sem fáir Íslendingar þekkja vel til. Þar fæddist Nadine og fyrstu árin bjó hún í Katar, Jemen og Kúveit þar sem systir hennar fæddist. Mæðgurnar fluttu til Íslands þegar Nadine var sex ára. Dyraöt og ólöglegt áfengi Nadine fæddist í Doha, höfuðborg Katar árið 1990. Borgin er staðsett við Persaflóa, þar sem móðir Nadine, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, varð svona svakalega ástfangin af Hassan Yaghi. „Hún aðeins 16 ára en hann 25 ára. Þau giftast þegar mamma er 18 ára og mamma er tvítug þegar ég fæðist. Pabbi var hótelstjóri á 5 stjörnu hótelum og því flökkuðum við svolítið um. Bjuggum í Jemen um tíma og síðar Kúveit og svo fæddist systir mín árið 1992.“ En hvað kom til að ung íslensk kona var stödd í Katar árið 1990; smáríki sem fæstir Íslendingar þekkja mikið til? „Afi var að vinna hjá Siemens og hann og amma fluttu þangað vegna vinnunnar hans. Mamma var yngst systkina og því tekin með þangað,“ útskýrir Nadine. Þegar foreldrar Nadine skildu, flutti Guðrún með dæturnar til Íslands og fór í mannfræði í háskólanum. „Og varð meira að segja mikil kvenréttindakona og femínisti. Mögulega vegna áhrifa af því sem hún sá og kynntist í þessum löndum því þótt pabbi sé ekki strangtrúaður múslimi, upplifði hún hvaða afleiðingar sú menning hefur haft fyrir konur víða.“ Mæðgurnar bjuggu hjá ömmu og afa Nadine fyrst eftir heimkomuna, síðan á stúdentagörðum en þaðan fluttu þær í vesturbæinn þar sem Nadine hefur búið síðan. „Ég elska vesturbæinn“ sagði hún meira að segja eitt sinn í aðdraganda viðtalsins. Síðari maður Guðrúnar var Anton Karl Gregory sem Nadine segir að hafi gengið sér og systur sinni í föðurstað. „Hann var í rauninni miklu meiri pabbi minn en pabbi minn úti sjáðu til.“ Minningarnar úr vesturbænum; Melaskóla og síðar Hagaskóla eru mjög góðar. „Margar af mínum bestu vinkonum eru frá þessum tíma og auðvitað var ýmislegt brallað. Að gera dyraöt og hlaupa í burtu til dæmis,“ segir Nadine og hlær. „Unglingsárin voru þó ekki eins falleg. Enda segir mamma oft við mig að það hafi ræst ótrúlega vel úr mér og vinkonum mínum miðað við hvernig þau voru. Í 8.bekk byrjuðum við að drekka og þá var ýmislegt á sig lagt til að komast yfir áfengi, oft ólöglega eða með því að stela því að heiman. Fara síðan út á róló og drekka það þar,“ segir Nadine en bætir við: „En það svo sem urðu engin stórslys og þessi vandræðagangur rjátlaðist af okkur.“ Saman hélt vinkonuhópurinn í MS þar sem Nadine skráði sig á félagsfræðibraut. Og hvenær sem færi gafst, var farið í ferðalög; mánaðarreisur til Miðausturlanda, Suður Ameríku, Asíu og víðar. „Ég elska að ferðast þótt maður fari kannski ekki á jafn framandi staði nú þegar maður er kominn með börn. En í framtíðinni stefni ég þó á að gera það aftur.“ Æskuvinkonuhópur Nadine ferðaðist til spennandi áfangastaða hvenær sem færi gafst og þá jafnvel í mánuð í senn. Með lítil börn segir Nadine áfangastaðina hefðbundnari staði í dag en seinna meir stefni hún aftur á ferðalög til framandi landa. Enda elski hún að ferðast. Mælir með fjölmiðlum fyrir ungt fólk Nadine segir MS árin hafa verið flottan tíma. Hún hafi þó ekki vitað hvað hún vildi verða þegar hún yrði stór. „Var um tíma að hugsa um eitthvað eins og fatahönnun eða að verða grafískur hönnuður.“ Þó var eitt sem heillaði hana alltaf: Sjónvarpið. „Mér fannst eitthvað heillandi við þennan fjölmiðlaheim. Fylgdist mikið með spurningaþáttum, kvöldfréttum og fleira sem var á dagskrá. Skráði mig í lögfræði og náði einhvern veginn að plata mig inn í fréttamannapróf hjá 365 miðlum, því vinkona mín var að vinna hjá Fréttablaðinu og sjálf þekkti ég líka aðeins til Kristínar Þorsteinsdóttur sem þá var ritstjóri.“ Nadine tók starfinu alvarlega frá fyrsta degi. „Ég undirbjó mig vel undir þetta fréttamannapróf og fékk starfið. Sem var hlutastarf með skólanum. Ég vissi samt ekkert í hvað ég var að koma mér því ári eftir menntaskóla er maður ekki farin að skilja hvernig heimurinn virkar; hvernig stjórnsýslan virkar, samfélagið og svo framvegis,“ segir Nadine og brosir. Allt í einu var ég samt orðinn blaðamaður á Fréttablaðinu og átti að skrifa um einhvern skandal á Alþingi og fleira í þeim dúr. Ég skalf síðan og nötraði á hverjum einasta fréttafundi á morgnana, því þar áttu allir að mæta með eitthvað mál. Helst skúbb.“ Nadine viðurkennir að fyrstu mánuðirnir hafi verið verulega erfiðir. En mikill lærdómur. „Þetta var mikið stress en ég lagði mig í líma við að mæta aldrei á fréttafund án þess að vera með eitthvað mál, þótt ég sæti sveitt fram eftir kvöldi til að finna það. Í raun var ég frekar fljót að þefa upp fréttir og hvað þyrfti til að finna þær.“ Sem er þá hvað? „Þú þarft einfaldlega að hringja út um allt. Jafnvel í fólk sem þú þekkir ekkert svo vel. Og eflaust hefur verið óþolandi fyrir sumt fólk að þekkja mig á þessum tíma því ég var alltaf að spyrja: Má segja frá þessu? Er þetta opinbert og svo framvegis.“ Í dag segist Nadine þó búa að þessu. „Að þurfa að vinna í svona miklum hraða. Að taka upp símann óhræddur í alls konar aðstæðum og tala við fólk. Mér finnst ég búa vel að þessari reynslu í dag. Enda myndi ég hiklaust hvetja fólk rúmlega tvítugt að reyna fyrir sér í fjölmiðlum sem upphafið á sínum starfsferli. Því þar lærir þú svo margt sem einfaldlega þú getur ekki lært svona hratt á annars konar vinnustöðum en býr þig vel undir atvinnulífið. Það er aldrei að vita nema þetta sé líka bara starfsferillinn fyrir fólk, eins og margir í þessum bransa þekkja, að losna aldrei við bakteríuna.“ Sem dæmi nefnir Nadine: „Þú lærir að vinna mjög hratt. Skrifa texta. Að kjarna aðalatriðin frá aukaatriðunum, að koma hlutunum frá þér á aðgengilegan hátt, að tjá þig og svo framvegis.“ Svo heilluð var Nadine af fjölmiðlaumhverfinu að eftir útskriftina úr lögfræðinni, tók hún sér hlé frá námi og fór ekki í meistaranámið fyrr en þremur árum síðar. „Ég sá mig algjörlega fyrir mér áfram í þessu umhverfi. Og fannst ég ekkert þurfa á meira námi að halda. Eftir nokkur ár á Fréttablaðinu fór ég að vinna í fréttum fyrir Stöð 2 og síðar í þættinum Kompás.“ Í tvígang vann Nadine til blaðamannaverðlauna, auk þess að hafa verið tilnefnd til fleiri. „Að skúbba skipti mig líka svo miklu máli. Það er einfaldlega einhver tilfinning sem fylgir skúbbinu sem maður verður háður. Ég var líka alltaf í keppni við sjálfan mig um að ná að vera með fyrstu fréttina í fréttatímanum.“ Sem altso telst þá sú stærsta í kvöldfréttatímanum. Þau fréttamál sem heilluðu Nadine alltaf mest voru sakamál. „Þótt þau væru stundum ljót. Málið er samt að á bakvið hvert sakamál er einhver saga, eitthvað fólk,“ segir Nadine. Nýr kafli Nadine fór snemma í sambúð og árið 2018 eignaðist hún soninn Theodór Schram. „Ég fór í stutt fæðingarorlof eða um sex eða sjö mánuði. Mér lá svo á að snúa aftur til starfa.“ Margt breyttist þó eftir þetta fyrsta stutta fæðingarorlof. „Allt í einu fór mér að finnast ég vera búin með allt sem ég gæti svo sem upplifað í fréttamennskunni. Því allt í einu var runnin upp enn ein Þorláksmessan þar sem ég stóð á Skólavörðustígnum og talaði við vegfarendur eða sagði fréttir af enn einum skandalinum af Alþingi og svo framvegis. Fréttir eru nefnilega þannig að þær fara í hring.“ Nadine segist þó ekki frá því að mögulega hafi það líka haft áhrif að hún hafi þó farið í burtu í smá tíma, þegar hún fór í fæðingarorlofið. Vinkona Nadine starfaði þá þegar hjá Play. „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af flugrekstri. Fundist sá heimur sjarmerandi. Á sínum tíma vann ég mikið af fréttum um Wowair og kynntist því þá hversu flókinn rekstur þetta er og hversu margt þarf að ganga upp til þess að svona lággjaldaflugfélög virki,“ segir Nadine en bætir við því við að Play sé þó að öðru leyti gjörólíkt félag; skráð á markað og ekki með breiðþotur og fleira eins og Wowair. „Í raun er Play að gera margt öfugt við hvernig Wowair gerði.“ En hvað með þessar sögusagnir um að Play sé mögulega að fara á hausinn? „Já, við könnumst auðvitað við þessa umræðu og auðvitað er hún hvimleið. Raunar á ég oft erfitt með að sjá hvaðan þetta sprettur í ljósi þess að innanhúss hjá okkur er staðan einfaldlega allt önnur. Þar hlæjum við að þessum sögusögnum og einbeitum okkur að því að hugsa fram í tímann,“ svarar Nadine en bætir við: Og ég hef reyndar oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta? Verða þær enn í gangi eftir fimm ár eða tíu ár? Eða fylgja svona sögusagnir alltaf rekstri lággjaldaflugfélaga eins og Play.“ Og nú kikkar samskiptafulltrúinn sterkt inn í spjallið: „Þegar félög eru skráð á markaði er upplýsingaskyldan mjög ströng. Mánaðarlega þurfum við að gefa upp mjög ítarlegar upplýsingar um gang mála hjá okkur. Reksturinn sem slíkur er líka allt annar hjá félögum sem eru skráð á markaði og í eigu þeirra hluthafa sem fjárfesta í skráðum félögum. Þetta er því allt öðruvísi rekstur og umhverfi en til dæmis gilti hjá Wowair eða Iceland Express.“ Nadine hefur velt því fyrir sér hvort sögusagnir um að Play sé að fara á hausinn muni einhvern tíma hætta eða hvort þess lags sögusagnir séu einfaldlega fylgikvilli lággjaldarflugfélaga. Innanhús segir hún starfsfólk Play hlæja að sögusögnunum en einbeita sér þess í stað að horfa fram á veginn. Að hætta í fjölmiðlum og byrja að vinna hjá Play var þó smá menningarbreyting fyrir Nadine. „Á Stöð 2 vann ég á vöktum en hjá Play var ég allt í einu farin að vinna frá átta til fjögur eða níu til fimm, sem þó er svo sem ekki alveg rétt því auðvitað er ég líka að taka símtöl á mörgum öðrum tímum eða eins og þarf. En hjá Play er mjög mikið lagt upp úr uppbyggingu fyrirtækjakúltúrs, miklu meira en ég átti að venjast af fréttastofunni. Þetta var því alveg smá brekka í upphafi og það tók mig smá tíma að venjast nýjum vinnutakti,“ segir Nadine. Þegar Nadine réði sig til Play, var hún ráðin í starf upplýsingafulltrúa. En síðan hefur aldeilis margt breyst og óhætt að segja að Nadine hafi vaxið í starfi. „Ég heyrði í upphafi undir sölu- og markaðssvið og byrjaði því í starfi þar sem ég var mest megnið að svara fjölmiðlum og skrifa fréttatilkynningar. Svo kom ég að fjárfestatenglsum félagsins og vann að uppgjörum og fleira. Síðar fékk ég að taka þjónustuna og þessi innanhús samskipti líka. Mér hefur reyndar fundist þjónustuhlutinn óskaplega skemmtilegur og fundist ég læra heilmikið af því að vinna í honum,“ segir Nadine og bætir við: „Núna er ég komin með markaðs- og samskiptahlutann og er alveg að finna mig í því.“ Það kallar á mikla skipulagsvinnu að vera með tvö börn á heimili og nú er stutt í að þriðja barnið fæðist; sem Nadine og Snorri vita ekki hvort kynið verður. Nadine segist ekki hafa áhyggjur af ófjölskylduvænum vinnutíma Alþingis nú þegar Snorri er kominn á þing. Þau eigi gott bakland að leita til.Vísir/RAX Þriðja vaktin og góðu ráðin Nadine og Snorri kynntust þegar þau störfuðu bæði sem fréttamenn á Stöð 2. Þá fyrst sem vinir en síðar fóru þau að stinga saman nefjum. Það var árið 2022 og árið 2023 fæddist sonurinn Már Snorrason. Árið 2024 giftu þau sig á Siglufirði og nú eru aðeins þrír mánuðir í þriðja barnið. „Já við höfum ekkert verið að slóra,“ segir Nadine og hlær. „Hjá okkur gerist allt mjög hratt.“ Í þetta sinn veit parið ekki hvort kynið verður. „Það verður nýtt að upplifa það. Ég held reyndar að synirnir yrðu ánægðari með að eignast lítinn bróður en sjálf viðurkenni ég að mér þætti ekkert verra að fá litla stelpu. Þó ekki nema til að jafna kynjahlutföllin.“ Heima fyrir ganga málin fyrir sig eins og svo margir þekkja: Foreldrarnir eru að skipta með sér verkum, treysta á baklandið þess á milli og reyna að halda utan um skipulagið samhliða því að rækta sjálfan sig. Hingað til hafa börnin verið tvö aðra vikuna en eitt hina vikuna því eldri strákur Nadine býr þá hjá föður sínum. „Það er reyndar mikill munur á því að vera með eitt barn eða tvö börn því þá viku sem við erum með tvö börn þarf skipulagið hreinlega að vera í excel; að skutla í grunnskóla, sækja í frístund, passa upp á nesti og svo framvegis,“ segir Nadine og hlær. „Vikuna sem við erum bara með eitt barn finnst okkur því vera hin rólegasta.“ En hvað með þriðju vaktina? „Jú, ætli ég sé ekki aðeins meira með hana,“ svarar Nadine eftir smá umhugsun. „En reyndar er það kannski líka mér að kenna því ég er soddan kontrólfrík að ég er alltaf að skipta mér af öllu sem hann gerir. Ég myndi til dæmis aldrei vilja að Snorri færi að velja einhverja afmælisgjöf fyrir afmæli sem við værum að fara í,“ segir Nadine og hlær. Á móti kemur er hann eiginlega öflugri með börnin og í ákveðnum verkefnum. Ég til dæmis ryksuga aldrei og hann sér um allan þvottinn. Verkaskiptingin hjá okkur er því almennt bara góð.“ En nú er Aþingi ekki þekkt fyrir fjölskylduvæna vinnutíma. Hvernig líst þér á að Snorri sé að fara að vinna þar og þriðja barnið á leiðinni? „Ég hef reyndar ekki miklar áhyggjur af því vegna þess að við búum að svo góðu baklandi. Pabbi Snorra er til dæmis alltaf til í að passa barnabörnin.“ Fyrir foreldra með börn og bú, spennandi starfsframa og allt í gangi er samt líka áherslan á að rækta sjálfan sig, sinna hreyfingu og öðru. „Já við leggjum mikla áherslu á hreyfingu. Ef við sjáum klukkutíma aflögu þá skellum við okkur í ræktina. Ekki síst þá viku sem við erum bara með eitt barn,“ svarar Nadine og minnist aftur á góða tengdapabbann sem alltaf er til í að passa. Nadine hvetur fólk til að vera duglegt að segja Já við tækifærum og að mikla hlutina ekki of mikið fyrir sér. Sjálf hefur hún unnið sig vel upp í starfsframa hjá Play og í dag upplifir í draumadjobbinu. Lengi vel sá hún fyrir sér að starfa áfram í fjölmiðlum, en þegar henni fannst hún vera farin að flytja nánast sömu fréttirnar aftur og aftur, hafi henni fundist kominn tími til að hætta.Vísir/RAX Almennt segist Nadine ekki telja að hún myndi þrífast í starfi nema hún brynni fyrir því og í augnablikinu upplifir hún starfið sitt hjá Play sem sitt draumastarf. Að segja skilið við fjölmiðlana hefur þó verið erfitt enda fóru hún og Þórhildur Þorkelsdóttir, fyrrum fréttakona hjá RÚV af stað með þættina Eftirmála árið 2022; þættina má sjá hér. En hvernig ferðu eiginlega að þessu öllu saman? „Ef ég hef ekki nóg að gera held ég að mér færi bara að líða illa. Ég hef því aldrei setið bara róleg og gert ekki neitt í heilan eða hálfan dag. Á móti kemur að til dæmis með Eftirmálaþættina. Þar búum við Þórhildur báðar af þeirri reynslu að við kunnum þetta alveg. Því þótt annar hver maður sé byrjaður með hlaðvarpsþætti, kunnum við það báðar frá fréttamennskunni að búa til handrit og pródúsera þætti. Ég er ekki viss um að það séu margir hlaðvarpsþættir pródúseraðir eins og okkar.“ Um góðu ráðin og starfsframann segir Nadine: „Ég hef alltaf verið dugleg að segja Já við tækifærum. Og myndi almennt hvetja fólk til að mikla ekki hlutina of mikið fyrir sér. Við erum stundum gjörn á að halda að annað fólk sé betra en við sjálf. Það er hins vegar ekki rétt. Þú getur nefnilega sett þig inn í allt ef þú hefur sjálfsöryggi og trú á sjálfum þér,“ segir Nadine og bætir við: Við eigum líka ekkert að reyna alltaf að vera best í öllu. Ég vill miklu frekar vinna með fólki sem er betri en ég í mörgu. Og við eigum heldur ekkert að hræðast það þótt við gerum stundum mistök eða klúðrum einhverju. Við bara lærum af því og stundum þurfum við einfaldlega að taka smá áhættur. Ef við gerum það ekki, gerist ekki neitt og þá nær maður engum árangri.“
Starfsframi Vinnustaðurinn Fjölmiðlar Play Tengdar fréttir Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 „Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust“ „Ég er að vinna í alls kyns verkefnum núna. Til dæmis að leggja lokahönd á framleiðslu Ráðherrans seríu 2 sem ég er mjög stolt af að hafa fengið að keyra áfram,“ segir Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi með tilvísun í starf sitt hjá Saga Film. 22. apríl 2024 07:24 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01 Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Ég borðaði í raun allt sem ég komst í. Sem var ekkert endilega auðvelt fyrir einstæða móður. Að vera með svona holdanaut á heimilinu,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
„Enda hefði hún hreinlega ekki nennt að þræta við mig endalaust“ „Ég er að vinna í alls kyns verkefnum núna. Til dæmis að leggja lokahönd á framleiðslu Ráðherrans seríu 2 sem ég er mjög stolt af að hafa fengið að keyra áfram,“ segir Hlín Jóhannesdóttir framleiðandi með tilvísun í starf sitt hjá Saga Film. 22. apríl 2024 07:24
„Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01
Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ „Enda segi ég oft við útlendinga að ég lifi tvöföldu lífi,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda og eigenda YAY og hlær. 3. september 2024 07:01
Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Ég borðaði í raun allt sem ég komst í. Sem var ekkert endilega auðvelt fyrir einstæða móður. Að vera með svona holdanaut á heimilinu,“ segir Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í kraftlyftingum og fasteignasali. 16. desember 2024 07:01