Viðskipti innlent

Ís­lenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Viðburðurinn fer fram á Grand Hóteli.
Viðburðurinn fer fram á Grand Hóteli. Vísir/Egill

Í dag verða niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar birtar.

Þetta er í 26 skipti sem ánægja til íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti og að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir 14 atvinnugreinar.

Hægt er að fylgjast með streymi frá viðburðinum, sem er á Grand Hóteli, hér fyrir neðan.

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi en Prósent framkvæmir könnunina.

„Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og þjónusta. Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um,“ segir í tilkynningu um viðburðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×