Fótbolti

FCK bjargaði stigi í blá­lokin | Læri­sveinar Óskars Hrafns unnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Hrafn stýrir Haugesund í Noregi.
Óskar Hrafn stýrir Haugesund í Noregi. Haugesund FK

Midtjylland var við það að leggja FC Kaupmannahöfn 2-1 í umspilinu um danska meistaratitil karla í knattspyrnu. Gestirnir fengu vítaspyrnu í uppbótartíma og jöfnuðu metin. Þá vann Haugesund 1-0 sigur í norsku úrvalsdeild karla.

Sverrir Ingi Ingason var ekki í leikmannahópi Midtjylland í dag á meðan Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá FCK. Rúnar Alex Rúnarsson sat jafnframt á bekknum.

Gestirnir frá Kaupmannahöfn komust yfir á 11. mínútu en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum og staðan 2-1 í hálfleik. Þar var svo í uppbótartíma sem FCK fékk vítaspyrnu. Úr henni skoraði Kevin Diks og lokatölur 2-2. Orri Steinn kom inn af bekknum á 63. mínútu.

Bröndby er á toppi deildarinnar með 52 stig, líkt og Midtjylland. FCK kemur þar á eftir með 46 stig þegar það eru 7 leikir eftir af tímabilinu.

Á meðan danska deildin er að klárast er sú norska að fara af stað. Þriðja umferðin fór fram í dag og þar vann Haugesund 1-0 sigur á Tromsö. Anton Logi Lúðvíksson lék allan leikinn á miðju Haugesund og nældi sér í gult spjald. Þa´kom Hlynur Freyr Karlsson inn af bekknum á 67. mínútu.

Lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar eru með tvo sigra og eitt tap í fyrstu þremur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×