Fáar skorað gegn Þýskalandi en tvær þeirra eru mæðgur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 15:32 Hlín Eiríksdóttur í leiknum á móti Þýskalandi í gær. Hún endurtók afrek móður sinnar frá því 36 árum og sjö mánuðum fyrr. Getty/Marco Steinbrenner Íslenska landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir komst í fámennan hóp með því að skora á móti Þýskalandi í gærkvöldi en í þessum fámenna hóp er líka móðir hennar Guðrún Sæmundsdóttir. Hlín varð nefnilega aðeins sjötta íslenska konan til að skora á móti Þýskalandi hjá A-landsliðum. Hlín jafnaði metin í 1-1 á 23 mínútu í gær en íslenska liðið tapaði á leiknum á endanum 3-1. Markatala íslenska liðsins á móti Þýskalandi er 7-69. Sex leikmenn hafa skorað þessi sjö mörk. Fyrsta markið á móti Þýskalandi skoraði Katrín María Eiríksdóttir í 1-4 tapi á Kópavogsvelli 27. júlí 1986. Árið eftir skoruðu þær Ragnheiður Víkingsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir í 3-2 tapi á útivelli. Þær áttu báðar dætur í landsliði Íslands í gær því Ragnheiður er móður Hildar Antonsdóttur og Guðrún er móðir Hlínar. Markið hennar Guðrúnar kom á 54. mínútu leiksins og hún skoraði það með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnuna tók hún af um 27 metra færi og skoraði í stöngin og inn. Guðrún spilaði sem miðvörður en náði því sumarið 1989 að verða markadrottning í deildinni þrátt fyrir að spila sem varnarmaður. Það sumar skoraði hún sjö af tólf mörkum sínum beint úr aukaspyrnu. Það liðu 36 ár, sjö mánuðir og þrír dagar á milli marka mæðgnanna á móti Þýskalandi. Hin þrjú landsliðsmörk Íslands á móti Þýskalandi komu í eina sigurleiknum sem var 20. október 2019. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og Elín Metta Jensen eitt. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Hlín varð nefnilega aðeins sjötta íslenska konan til að skora á móti Þýskalandi hjá A-landsliðum. Hlín jafnaði metin í 1-1 á 23 mínútu í gær en íslenska liðið tapaði á leiknum á endanum 3-1. Markatala íslenska liðsins á móti Þýskalandi er 7-69. Sex leikmenn hafa skorað þessi sjö mörk. Fyrsta markið á móti Þýskalandi skoraði Katrín María Eiríksdóttir í 1-4 tapi á Kópavogsvelli 27. júlí 1986. Árið eftir skoruðu þær Ragnheiður Víkingsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir í 3-2 tapi á útivelli. Þær áttu báðar dætur í landsliði Íslands í gær því Ragnheiður er móður Hildar Antonsdóttur og Guðrún er móðir Hlínar. Markið hennar Guðrúnar kom á 54. mínútu leiksins og hún skoraði það með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Aukaspyrnuna tók hún af um 27 metra færi og skoraði í stöngin og inn. Guðrún spilaði sem miðvörður en náði því sumarið 1989 að verða markadrottning í deildinni þrátt fyrir að spila sem varnarmaður. Það sumar skoraði hún sjö af tólf mörkum sínum beint úr aukaspyrnu. Það liðu 36 ár, sjö mánuðir og þrír dagar á milli marka mæðgnanna á móti Þýskalandi. Hin þrjú landsliðsmörk Íslands á móti Þýskalandi komu í eina sigurleiknum sem var 20. október 2019. Dagný Brynjarsdóttir skoraði tvö mörk í þeim leik og Elín Metta Jensen eitt.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira