Innlent

Við­brögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Líklegt er að þeir haldi þeim titlum þó aðeins í tæpan klukkutíma í viðbót.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. Líklegt er að þeir haldi þeim titlum þó aðeins í tæpan klukkutíma í viðbót. Vísir/Vilhelm

Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er útlit fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Bjarni hefur ekki viljað staðfesta þetta. Þá bendir allt til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við fjármálaráðuneytinu og Svandís Svavarsdóttir færi sig í innviðaráðuneytið. Hægt verður að horfa á fundinn í beinni útsendingu á Vísi:

Netverjar hafa ekki legið á viðbrögðum. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir þessa ríkisstjórn ekkert annað en athyglissjúka.

Matti varpar fram ágætri spurningu. 

Pétur Örn sparar ekki stóru orðin.

Haukur Heiðar segir Bjarna alls ekki besta kandídat Sjálfstæðismanna í embætti forsætisráðherra. 

Stólaskiptin hafa tekið tímann sinn.

Já, það er spurning hvernig VG-liðar líta á þetta. 

Sigmundur Davíð hefur mikilvægari hluti til að hugsa um en einhvern ráðherrakapal.

Innlit hjá stjórnarandstöðunni?


Tengdar fréttir

Bein útsending: Ráðherrakapallinn og áherslubreytingar kynntar

Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla ríkisstjórnarflokkarnir þrír að boða til blaðamannafundar í Hörpu klukkan 14. Framsóknarflokkurinn segist ánægður með niðurstöðu flokkanna þriggja og Sjálfstæðisflokkur samþykkti tillöguna á fundi sínum í gærkvöldi.

Hafa nýtt tímann til að leysa á­­greining VG og Sjálf­stæðis­manna

Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×