Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. apríl 2024 11:53 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk rétt fyrir hádegi þar sem samþykkt var tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar um áframhaldandi stjórnarsamstarf og uppstokkun í ríkisstjórninni. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti sams konar tillögu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í gærkvöldi. Einhverjar áherslubreytingar Sigurður Ingi segir samstarfið halda áfram á grundvelli þess stjórnarsáttmála sem gerður var í upphafi kjörtímabilsins. „Það verða kannski einhverjar áherslubreytingar varðandi forgangsröðun og slíka hluti sem við skýrum betur frá en fyrst og fremst er þetta áframhaldandi samstarf sem við erum búin að vera að fara yfir,“ segir Sigurður. Klippa: Sigurður Ingi sáttur með hrókeringarnar Ríkisráðsfundur síðar í dag Hann segir hluta af samtalinu milli forystumanna flokkanna um helgina hafa farið í að leysa úr ágreiningi Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. Það væri mikilvægt að nýta tímann til að horfa björtum augum fram til loka kjörtímabils. „Varðandi útfærslur nánari en ég hef hér lýst ætlum við að geyma þangað til seinna í dag því þetta er enn til umfjöllunar í öðrum flokkum. Við erum sátt við að halda áfram þessu ríkisstjórnarsamstarfi á þeim grunni sem við formennirnir og varaformennirnir höfum talað um um helgina,“ segir Sigurður. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefna ríkisstjórnarflokkarnir á blaðamannafund í Hörpu klukkan 14 þar sem greint verður frá niðurstöðu flokkanna. Þá er stefnt á að ríkiðsráðsfundur fari fram síðar í dag á Bessastöðum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk rétt fyrir hádegi þar sem samþykkt var tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar um áframhaldandi stjórnarsamstarf og uppstokkun í ríkisstjórninni. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti sams konar tillögu Bjarna Benediktssonar formanns flokksins í gærkvöldi. Einhverjar áherslubreytingar Sigurður Ingi segir samstarfið halda áfram á grundvelli þess stjórnarsáttmála sem gerður var í upphafi kjörtímabilsins. „Það verða kannski einhverjar áherslubreytingar varðandi forgangsröðun og slíka hluti sem við skýrum betur frá en fyrst og fremst er þetta áframhaldandi samstarf sem við erum búin að vera að fara yfir,“ segir Sigurður. Klippa: Sigurður Ingi sáttur með hrókeringarnar Ríkisráðsfundur síðar í dag Hann segir hluta af samtalinu milli forystumanna flokkanna um helgina hafa farið í að leysa úr ágreiningi Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. Það væri mikilvægt að nýta tímann til að horfa björtum augum fram til loka kjörtímabils. „Varðandi útfærslur nánari en ég hef hér lýst ætlum við að geyma þangað til seinna í dag því þetta er enn til umfjöllunar í öðrum flokkum. Við erum sátt við að halda áfram þessu ríkisstjórnarsamstarfi á þeim grunni sem við formennirnir og varaformennirnir höfum talað um um helgina,“ segir Sigurður. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefna ríkisstjórnarflokkarnir á blaðamannafund í Hörpu klukkan 14 þar sem greint verður frá niðurstöðu flokkanna. Þá er stefnt á að ríkiðsráðsfundur fari fram síðar í dag á Bessastöðum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira