Alþingi óstarfhæft vegna óvissu um stjórnarmyndun Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2024 19:21 Formenn stjórnarandstöðunnar koma af stuttum fundi með forseta Alþingis þar sem ákveðið var að tak öll mál af dagskrá þingfundar í dag. Vísir/Vilhelm Þingstörf eru í óvissu á meðan ekki hefur verið mynduð ný ríkisstjórn í landinu. Ekkert varð af þingfundi í dag þar sem þrettán stjórnarfrumvörp voru á dagskránni vegna anna ráðherra við stjórnarmyndunarviðræður. Þingfundur átti að hefjast klukkan þrjú í dag. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna gerðu hins vegar athugasemdir við að halda ætti þingfund með fjölmörgum stjórnarfrumvörpum á dagskrá sem ráðherrar í starfsstjórn ættu að mæla fyrir. Birgir Ármannsson forseti Alþingis las nokkrar tilkynningar í upphafi þingfundar og frestaði síðan þingfundi þar til nýr verði auglýstur með dagskrá.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði tvívegis með þingflokksformönnum áður en hann setti þingfund þar sem hann las upp nokkrar tilkynningar. Þeirra á meðal bréf frá Katrínu Jakobsdóttur starfandi forsætisráðherra þar sem hún sagði af sér þingmennsku. „Með þessu bréfi segi ég af mér þingmennsku í ljósi þess að ég hef nú boðið mig fram til embættis forseta Íslands. Ég þakka forseta þingsins, þingmönnum og öllu starfsfólki þingsins gott samstarf undanfarin sautján ár og óska ykkur öllum velfarnaðar í ykkar mikilvægu störfum,“ sagði meðal annars í bréfinu. Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir dagskrá Alþingis í dag hafa verið algerlega óraunhæfa.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir eðlilegt að þingfundi hafi verið frestað. „Þetta var mjög óraunhæf dagsrá miðað við að þarna voru mörg mál frá þeim sem eiga að heita að sitja á fundum meira og minna í allan dag til að reyna að klístra saman þessari mögulegu áframhaldandi ríkisstjórn. Okkur fannst ekki við hæfi, án þess að vita hvort það sé starfshæfur meirihluti í landinu, að ræða gommu af stjórnarmálum sem ekki liggur fyrir hvort standi til að klára eða ekki,“ sagði Þórhildur Sunna að loknum stuttum þingfundi. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar telur að stjórnarflokkarnir séu að ná saman um áframhaldandi samstarf.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng. „Í fyrsta lagi vorum við búin að gera athugasemdir við að starfsstjórnin væri að leggja fram þrettán stjórnarmál. Á hinn bóginn held ég að það sé að draga til tíðinda. Það eru ýmsir sem ganga hér um húsið frekar tindilfættir og aðrir þungstígari. Þannig að ég held að þau séu búin að sjá til lands í þessu,“ sagði Logi. Margir sem fréttastofa ræddi við í dag segja orkumálin og útlendingamálin verða erfiðust í forgangsröðun flokkanna til þeirra átján mánaða sem eftir eru af kjörtímabilinu. Sömu mál og áður að þvælast fyrir stjórnarflokkunum Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnarsegir sömu mál og áður vera að þvælast fyrir stjórnarflokkunum.Vísir/Vilhelm „Mér finnst líka mjög áhugavert að Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um að það þurfi að ná einhverri lendingu í útlendingamálum. Vegna þess að þau eru nýbúin að halda blaðamannafund ráðherrar VG og Sjálfstæðisflokksins um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig að þau eru bara að vandræðast sýnist mér með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmaður Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir augljóst að forystufólk stjórnarflokkanna hafi ekki enn náð samkomulagi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hvíslar að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Getur Alþingi starfað á meðan starfsstjórnin situr? „Það er afskaplega góð spurning miðað við daginn í dag. Hvað getur Alþingi gert við þessar aðstæður. Svo þetta verður að fara að klárast eins og margir menn hafa bent á. „senn klárast þetta“ var sagt. Senn er greinilega teygjanlegt hugtak en það eru takmörk fyrir því líka hversu teygjanlegt það má vera,“ segir formaður Miðflokksins. Þá lagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fram nýja vantrauststillögu á matvælaráðherra á Alþingi í dag vegna álits umboðsmanns Alþingis á tímabundnu banni ráðherrans á hvalveiðum í fyrra „Alvarleikinn er mikill hvað lýtur að hennar embættisverkum og ástæða til að fylgja því eftir. Því það er okkar kjörinna fulltrúa að sjá til þess að framkvæmdavaldið fari ekki algerlega offari og yfir sig í sínum störfum,“ sagði Inga Sæland í dag. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dansi stóladans á meðan engin stjórni landinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir í reynd enga ríkisstjórn starfandi í landinu og á meðan eyði ráðherrarnir tíma í stólaleik sem vinni ekki fyrir hag almennings. Hún segir að það hefði verið galið að fresta ekki þingfundi í dag. 8. apríl 2024 18:01 Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. 8. apríl 2024 15:46 Hefðu lent í vandræðum án frestunar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa. 8. apríl 2024 15:26 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag. 8. apríl 2024 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Þingfundur átti að hefjast klukkan þrjú í dag. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna gerðu hins vegar athugasemdir við að halda ætti þingfund með fjölmörgum stjórnarfrumvörpum á dagskrá sem ráðherrar í starfsstjórn ættu að mæla fyrir. Birgir Ármannsson forseti Alþingis las nokkrar tilkynningar í upphafi þingfundar og frestaði síðan þingfundi þar til nýr verði auglýstur með dagskrá.Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson forseti Alþingis fundaði tvívegis með þingflokksformönnum áður en hann setti þingfund þar sem hann las upp nokkrar tilkynningar. Þeirra á meðal bréf frá Katrínu Jakobsdóttur starfandi forsætisráðherra þar sem hún sagði af sér þingmennsku. „Með þessu bréfi segi ég af mér þingmennsku í ljósi þess að ég hef nú boðið mig fram til embættis forseta Íslands. Ég þakka forseta þingsins, þingmönnum og öllu starfsfólki þingsins gott samstarf undanfarin sautján ár og óska ykkur öllum velfarnaðar í ykkar mikilvægu störfum,“ sagði meðal annars í bréfinu. Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir dagskrá Alþingis í dag hafa verið algerlega óraunhæfa.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir eðlilegt að þingfundi hafi verið frestað. „Þetta var mjög óraunhæf dagsrá miðað við að þarna voru mörg mál frá þeim sem eiga að heita að sitja á fundum meira og minna í allan dag til að reyna að klístra saman þessari mögulegu áframhaldandi ríkisstjórn. Okkur fannst ekki við hæfi, án þess að vita hvort það sé starfshæfur meirihluti í landinu, að ræða gommu af stjórnarmálum sem ekki liggur fyrir hvort standi til að klára eða ekki,“ sagði Þórhildur Sunna að loknum stuttum þingfundi. Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar telur að stjórnarflokkarnir séu að ná saman um áframhaldandi samstarf.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng. „Í fyrsta lagi vorum við búin að gera athugasemdir við að starfsstjórnin væri að leggja fram þrettán stjórnarmál. Á hinn bóginn held ég að það sé að draga til tíðinda. Það eru ýmsir sem ganga hér um húsið frekar tindilfættir og aðrir þungstígari. Þannig að ég held að þau séu búin að sjá til lands í þessu,“ sagði Logi. Margir sem fréttastofa ræddi við í dag segja orkumálin og útlendingamálin verða erfiðust í forgangsröðun flokkanna til þeirra átján mánaða sem eftir eru af kjörtímabilinu. Sömu mál og áður að þvælast fyrir stjórnarflokkunum Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnarsegir sömu mál og áður vera að þvælast fyrir stjórnarflokkunum.Vísir/Vilhelm „Mér finnst líka mjög áhugavert að Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um að það þurfi að ná einhverri lendingu í útlendingamálum. Vegna þess að þau eru nýbúin að halda blaðamannafund ráðherrar VG og Sjálfstæðisflokksins um að það sé komin einhver skýr stefna og sýn í útlendingamálum og hælisleitendamálum. Þannig að þau eru bara að vandræðast sýnist mér með nákvæmlega sömu málaflokka og við höfum séð vandræði hjá þeim með allt kjörtímabilið,“ segir Sigmaður Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir augljóst að forystufólk stjórnarflokkanna hafi ekki enn náð samkomulagi. Inga Sæland formaður Flokks fólksins hvíslar að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Getur Alþingi starfað á meðan starfsstjórnin situr? „Það er afskaplega góð spurning miðað við daginn í dag. Hvað getur Alþingi gert við þessar aðstæður. Svo þetta verður að fara að klárast eins og margir menn hafa bent á. „senn klárast þetta“ var sagt. Senn er greinilega teygjanlegt hugtak en það eru takmörk fyrir því líka hversu teygjanlegt það má vera,“ segir formaður Miðflokksins. Þá lagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fram nýja vantrauststillögu á matvælaráðherra á Alþingi í dag vegna álits umboðsmanns Alþingis á tímabundnu banni ráðherrans á hvalveiðum í fyrra „Alvarleikinn er mikill hvað lýtur að hennar embættisverkum og ástæða til að fylgja því eftir. Því það er okkar kjörinna fulltrúa að sjá til þess að framkvæmdavaldið fari ekki algerlega offari og yfir sig í sínum störfum,“ sagði Inga Sæland í dag.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dansi stóladans á meðan engin stjórni landinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir í reynd enga ríkisstjórn starfandi í landinu og á meðan eyði ráðherrarnir tíma í stólaleik sem vinni ekki fyrir hag almennings. Hún segir að það hefði verið galið að fresta ekki þingfundi í dag. 8. apríl 2024 18:01 Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. 8. apríl 2024 15:46 Hefðu lent í vandræðum án frestunar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa. 8. apríl 2024 15:26 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag. 8. apríl 2024 11:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Ríkisstjórnin dansi stóladans á meðan engin stjórni landinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir í reynd enga ríkisstjórn starfandi í landinu og á meðan eyði ráðherrarnir tíma í stólaleik sem vinni ekki fyrir hag almennings. Hún segir að það hefði verið galið að fresta ekki þingfundi í dag. 8. apríl 2024 18:01
Telur að ríkisstjórnin lifi þetta ekki af Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að Íslendingar kjósi til Alþingis þar sem ríkisstjórnin hafi engan vilja til þess að gera betri hluti fyrir þjóðina. Hann segir atburðarás síðustu daga afar áhugaverða. 8. apríl 2024 15:46
Hefðu lent í vandræðum án frestunar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa. 8. apríl 2024 15:26
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn Forystufólk stjórnarflokkanna situr enn á rökstólum um framtíð stjórnarsamstarfsins og hver verði næsti forsætisráðherra og kynna ef til vill niðurstöður sínar á reglulegum þingflokksfundum strax eftir hádegi. Reiknað er með að Katrín Jakobsdóttir segi af sér þingmennsku í dag. 8. apríl 2024 11:00