Innlent

Á­rekstur í Ártúnsbrekkunni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Áreksturinn varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni.
Áreksturinn varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni. Vísir/Vilhelm

Árekstur varð ofarlega í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en um minniháttar meiðsli er að ræða.

Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Hann segir að um aftanákeyrslu hafi verið að ræða.

Jón gerir ráð fyrir því að áreksturinn hafi raskað umferð um Ártúnsbrekkuna að einhverju leyti.

Sjónarvottur lýsti því í samtali við fréttastofu að talsvert viðbragð væri á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×