Bílunum stútað á meðan þau skruppu út að borða Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:22 Hrafnhildur Alice , Hlynur og annar bílanna sem gerð voru skemmdarverk á í gær. Vísir Á meðan Hlynur og Hrafnhildur Alice skruppu að fá sér að borða í gærkvöldi voru framin skemmdarverk á bílum þeirra. Rúður voru brotnar með einhverskonar barefli og lofti hleypt úr dekkjum bílanna. Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira