Bílunum stútað á meðan þau skruppu út að borða Bjarki Sigurðsson skrifar 8. apríl 2024 15:22 Hrafnhildur Alice , Hlynur og annar bílanna sem gerð voru skemmdarverk á í gær. Vísir Á meðan Hlynur og Hrafnhildur Alice skruppu að fá sér að borða í gærkvöldi voru framin skemmdarverk á bílum þeirra. Rúður voru brotnar með einhverskonar barefli og lofti hleypt úr dekkjum bílanna. Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Hlynur og Hrafnhildur búa í Hraunbæ í Árbænum og leggja bílum sínum tveimur alltaf í bílastæðaporti við fjölbýlishúsið sem þau búa í. Um sexleytið í gær fóru þau úr húsi til þess að fá sér að borða. Þau sneru aftur heim tveimur tímum síðar, og svo öðrum tveimur tímum eftir það fóru þau aftur úr húsi til þess að fara í sjoppu. „Þá sáum við að bílarnir voru bara í hakki. Ég var nýbúin að kaupa glæný dekk og það var búið að leysa loftið úr þeim. Svo er eins og það hafi einhver tekið hafnaboltakylfu og lamið í bílinn. Líka í Tesluna sem er bílaleigubíll. Ég er nýbúin að borga fjögurhundruð þúsund til að fá Tesluna á leigu. Þannig að ég er ekki alveg að fýla það að þurfa að fara að borga aftur kaskóið en við vitum alveg hver gerði þetta,“ segir Hrafnhildur í samtali við fréttastofu. Það virðist hafa verið barið í framrúðuna af miklu afli.Vísir Í deilum við barnsmóður Þau telja að einstaklingar tengdir barnsmóður Hlyns beri ábyrgð á verknaðinum. Þau hafi áður fengið hótanir frá þeim, meðal annars um að kasta eigi sprengju inn í íbúð þeirra. „Eina ástæðan af hverju við þurfum að vera í samskiptum við þau er að þau eiga börn saman. En hún hefur ekki leyft börnunum að koma hingað í þrjú eða fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Búið var að brjóta afturrúðuna á öðrum bílnum.Vísir Grunar engan annan Hún kveðst hafa náð sambandi við barnsmóðurina í morgun eftir fjölmargar símhringingar. Hún þverneitar þó að hafa framið verknaðinn. „Við erum bara venjulegt fólk, það er enginn annar sem gæti hafa gert þetta. Svo sáum við bílinn hennar keyra hérna framhjá í gær,“ segir Hrafnhildur. Einnig má finna skemmdir á fleiri stöðum á bílunum.Vísir Þau Hrafnhildur og Hlynur er ekki skemmt yfir skemmdarverkunum og ætla að tilkynna málið til lögreglu.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira